Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 22.12.2016, Page 38

Fréttatíminn - 22.12.2016, Page 38
38 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 22. desember 2016 Björg Brjánsdóttir, þver- flautunemi í Tónlistarháskóla Noregs, upplifir að tónlistarnám sé meira metið á Norðurlöndum. Þar búi hljóðfæraleikarar við meira öryggi og betri kjör en á Íslandi. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is „Ég held að maður þurfi að læra það sem maður hefur ástríðu fyrir. Það eru mikil forréttindi að geta farið í það nám sem mig langar í,“ segir Björg Brjánsdóttir, þverflautunemi í Tónlistarháskóla Noregs. Á Íslandi geta nemendur ekki sótt listnám á háskólastigi án þess að greiða skóla- gjöld. Björg hefur tekið framfærslu- lán hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna, LÍN, í sjö annir og ræðir framtíðarhorfur þverflautuleikara á Íslandi. Fjárveitingar til háskólanema hafa mikið verið í deiglunni undan- farna mánuði. Frumvarp sem menntamálaráðherra lagði fram um breytingar á styrktar- og náms- lánakerfi LÍN fyrr á þessu ári, hlaut misjafnan hljómgrunn. Nemendur Listaháskóla Íslands bentu á að til- lögur um nýtt kerfi kæmi sérstak- lega niður á þeim nemendum sem þurfa að greiða skólagjöld eða læra erlendis. Björg hefur búið í Noregi frá ár- inu 2012 en þar þurfa listnemar ekki að greiða skólagjöld. „Það var ákveðið áfall að flytja út og sjá þær aðstæður sem samnemendur mín- ir búa við. Námsmenn þar fá fastar greiðslur frá ríkinu mánaðarlega og mun betri lánakjör en íslensk- ir námsmenn. Ég held ég skuldi í kringum fimm milljónir. Það er erfitt að segja til um framtíð mína á vinnumarkaðnum. Ég gæti feng- ið fasta stöðu við flutning eða sem kennari eða kannski verð ég í verk- takavinnu,“ útskýrir Björg. Björg segist fá hroll við tilhugs- unina um afborganir af námslán- unum í framtíðinni enda séu kjörin ólík því sem norsk bekkjasystkini hennar sjái fram á. „Mín upplifun er að tónlistanám og list almennt sé metin hærra í samfélaginu á Norð- urlöndunum. Mér finnst viðhorfið úti vera að list þurfi ekki alltaf að standa undir sér fjárhagslega. Þar er samfélagið vissulega stærra og meira úrval af styrkjum fyrir lista- menn. Þar eru tækifæri tónlistar- fólks fleiri en hér.“ Björg sér fram- tíðina fyrir sér á Íslandi. „Ég vil búa hér en það verður að koma í ljós hvort ég geti unnið sem þver- flautuleikari.“ „Mín upplifun er að tónlistarnám og list almennt sé metin hærra á Norður- löndunum en á Íslandi,“ segir Björg Brjánsdóttir þverflautunemi. Mynd | Rut Þverflautuleikari býr við meira öryggi í Noregi Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is Verð frá 34.900 Every Day Messenger er margverðlaunuð ljósmynda- og tölvutaska sem lítur ekki bara vel út heldur bíður upp á marga burðarmöguleika og skipulag sem á sér engan líka. Every Day Messenger frá Peak Design mjúkt, safaríkt og bragðmilt Jólin eru tími elskulegrar íhaldssemi þegar við viljum vera viss um að allt sé eins og það á að vera. Þess vegna velja tugþúsundir Íslendinga SS birkireykta hangikjötið á jólaborðið, því það er mjúkt, safaríkt og bragðmilt. Gleðileg jól! www.ss.is Fí to n / S ÍA

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.