Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 46
Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is „Við vorum að vinna saman á veitingastað í miðbænum. Ég var að flytja til New York og vildi ná mér í smá auka pening í einn mánuð. Við höfðum verið að spjalla saman á Facebook-spjallinu og vorum bæði svolítið bjórþyrst þann mánuðinn. Ákváðum því að fá okkur bjór saman sem vinir og það endaði í massa sleik,“ segir Klara Arnalds um hvernig hún kynntist barnsföður sínum, Fidda. „Þar sem ég var að flytja til útlanda þurfti ég að leigja íbúðina mína svo ég var hjá fjöldskyldunni minni yfir hátíðarnar. Ég var ekki tilbúin að deila því með móður minni eða öðrum fjölskyldumeð- limum að ég væri að deita ein- hvern strák um jólin. Ég laumaðist oft til að fá lánaðan bíl til að sækja Fidda sem gerði allar aðstæður enn unglingalegri,“ segir Klara og hlær. „Ég fór síðan til New York í nokkra mánuði og við vorum í litlu sambandi þá. Þegar ég kom heim beið Fiddi mín svo óvænt á Keflavíkurflugvelli. Við höfum ver- ið saman síðan.“ Að sögn Klöru getur verið gam- an og flókið að kynnast einhverj- um í desember. „Það getur ein- hvern veginn verið aukin pressa sem gerir allt meira spennandi en meira skrítið. Erna og Bassi kynntust á internetinu. Bassi sendi Ernu vina- beiðni á Facebook fyrir átta árum og þá var ekki aftur snúið. „Við vorum bæði í jólafríi í desember. Við bjuggum á Selfossi þannig ég vissi strax hver hann var og var mjög glöð að hann sendi mér vina- beiðni. Á fyrsta stefnumótinu okk- ar hittumst við og horfðum á bíó- mynd saman. Ég var bara nýorðin 18 ára og fannst kvikmyndagláp hið fullkomna stefnumót. Þar sem við vorum í fríi enduðum við á að horfa á kvikmyndir allt jólafríið.“ Að sögn Ernu er ekki annað hægt en að verða hugfangin af einhverjum í desember. „Það er allt svo sérstaklega rómantískt í desember. Það er ekki annað hægt en að verða skotin í hvort öðru yfir hátíðarnar.“ Bassi og Erna hittust ekkert yfir sjálfar hátíðarn- ar en eyddu öllum aðfangadegi að senda hvort öðru smáskilaboð. „Ég var hjá mömmu og man eftir því að hafa fengið skilaboð frá honum „gleðileg jól“ og þá varð ég algjörlega dolfallin.“ Erna og Ba- ssi trúlofuðust nú í desember og í ljósi þess er desember sérstaklega hátíðlegur fyrir parið. „Bassi bað mín eiginlega á sama tíma og við hittumst fyrir átta árum. Hann átt- aði sig ekki á því en það hlýtur að hafa verið í undirmeðvitundinni,“ segir Erna og hlær. 46 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 22. desember 2016 Kynið skiptir ekki máli í Nexus Mæla með sömu bókum fyrir hann og hana. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is „Í Nexus eru allir fullkomlega jafn- ir. Það hefur verið stefna hjá okkur lengi vel. Hér ber fólk virðingu fyrir nördaskap hvers annars sama hvar það stendur, af hvaða kyni eða kynhneigð.“ Þetta segir Jón Geir Jóhannsson, starfsmaður í bókadeild Nexus, sem setti upp hugmynd að jólagjöf á bókarekka fyrir bæði karla og konur. Athygli hefur vakið að mælt er með sömu gjöfum fyrir bæði kynin. „Þetta er nú ekkert stór- mál en hefur vakið þó nokkra athygli. Þetta ætti að vera svona. Í draumaheimi væri þetta ekki frétt- næmt. En allir eru bara: úúú, frá- bært að það sé ekki verið aðgreina gjafir fyrir karla og konur.“ „Ég hugsa að þessi mál hafi farið skánandi með árunum en síðast í gær heyrði ég auglýsingu þar sem verið var að auglýsa hina fullkomnu gjöf fyrir konuna. Það var heimilistæki. Mér fannst það pínu fyndið. Í Nexus verður mað- ur var við þetta þegar eldra fólk er að leita að gjöf fyrir börn. Þá kemur maður með uppástungu og þá segir einhver: Nei, þetta er sko fyrir strák. Það er alveg innprent- að í okkur að greina kynin svona í sundur. Við í Nexus erum hins vegar dugleg að gefa þessum hugs- unarhætti langt nef og láta fólk velja það sem það vill.“ Bækurnar sem Nexus mælir með fyrir konur og karla Klassískar viktoríanskar glæpasögur í smásagnaformi. Dickens og Condan Doyle. Handbók um Hercule Poirot eftir Agöthu Christie. Tilvitnanir og annað. Viskí handbókin. Ævisaga Youtube-stjörnunnar Hönnuh Hart. „Hún er þekktust fyrir rásina My drunk kitchen og er bara óskaplega skemmtileg. Mæli með að fólk kíki á hana á Youtube,“ segir Jón Geir. Uppskriftabókin Little Old Lady Recipies. Orð sem eru lík en þýða annað Íslensk tunga er rík af alls kyns orðum sem eru jafn breytileg og þau eru mörg. Sum orð eru mjög lík í framburði jafnvel þó þau hafi gjörólíka merkingu. Fréttatíminn tók saman nokkur orð, orðasambönd og nöfn sem hljóma eins en þýða ekki það sama. | bg Laganám ↔ Legnám Sambíó ↔ Sambía Fjarnám ↔ Fjárnám Professor emeritus ↔ Professor amirite Nína systir ↔ Nýnasisti Kynfærasýking ↔ Kinnholusýking Samsung ↔ Samsöng Euphoria ↔ Ég fór í bað Spurning ↔ Smurning Tour de France ↔ Stígum dans Hann borgaði ↔ Hamborgari Lagkaka ↔ Legkaka Dýrabókin ↔ Dýra bókin Niðri ↔ Nyrðri Klósett ↔ Kasólétt Gamlárskvöld ↔ Gamla skuld Helvítis núið ↔ Helvíti snúið Konráð ↔ Kjararáð Ostasósa ↔ Osmósa Gjaldeyrishöft ↔ Gerildeyðishöft Exton ↔ Hagstofan Ananas ↔ Annars Þunglyndi ↔ Pungbindi Lundarfar ↔ Sundmagar Fáfræði ↔ Hráfæði Samferða ↔ Samfeðra Stykkishólmur ↔ Stokkhólmur Ritlist ↔ Ristill Sjúklingur ↔ Kjúklingur Stebbi og Eyfi ↔ Keppnisleyfi Vinskapur ↔ Vínskápur Klám ↔ Klovn Amma ↔ Gamma Ást sem kviknar í desember Desember er mánuður rómantíkurinnar. Ástin og væntumþykjan eru allsráðandi og oft vill ástareldurinn kvikna manna á milli. Fréttatíminn leitaði uppi ástarsögur sem áttu upptök sín í desember. Klara og Fiddi kynntust þegar þau voru að vinna saman á veitingastað í miðbæ Reykjavík. Mynd | Hari Bassi tók ástarmálkin í sínar eigin hendur og sendi Ernu vina- beiðni á Facebook.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.