Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 22. desember 2016 Vinsælustu rafmagnstækin 2016 Sodastreamtæki og blandari Óvæntustu hástökkvarar ársins Fréttatíminn hafði samband við nokkrar af raftækjaverslunum bæjarins til að komast að því hvað landinn er að kaupa í hörðu jólapakkana þetta árið. Sum tæki eru löngu orðin klassíkerar á meðan aðrir eru óvæntir hástökkvarar. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Allir geta verið kokkar „Þetta tæki hefur verið þekkt á veitingastöðum í mörg ár en kom til almennings í fyrra og er að springa út núna. Við vorum vel birg fyrir törnina en salan var svo mikil að við urðum að fljúga inn með hraði einni sendingu í lokin sem er líka við það að seljast upp,“ segir Hlíðar Þór Finnsson, framkvæmdastjóri Heimilistækja. Varan sem um ræðir er Sous Vide hitatækið sem sett er í pott með vatni til að hægelda og fá jafna eldun á steikur eða fisk. Vin- sælasta tækið kostar 18.000 kr. Meira gos og minna plast Eftir að Sodatream auglýsingin með Hafþóri Júlíusi Björnssyni, eða Fjallinu, var birt um allan heim hefur sala á tækjunum margfald- ast hérlendis og erlendis. Auglýs- ingaherferðin leggur áherslu á að minnka plastnotkun með því að gera sitt eigið gosvatn en auk þess leggur fyrirtækið áherslu á hollustu gosvatnsins en ekki líkindi með sykurdrykkjum líkt og gert var á ní- unda áratugnum. Hlíðar Þór, fram- kvæmdastjóri Heimilistækja, segir Sodastreamið hafa tekið gríðarlegan kipp fyrir jólin, tækin séu að seljast upp í öllum litum, þökk sé auglýs- ingunni. Hástökkvari ársins Íslendingar hafa alltaf verið hrifnir af rafmagnstækjum sem eiga að ýta undir heilbrigðari lífsstíl og kemur því kannski ekki á óvart að blandari og heilsuúr séu vinsælustu tækin þetta árið. Blandarar seljast grimmt í öllum heimsins litum og merkjum í öllum vinsælustu verslunum lands- ins og segir Óttar Örn Sigurbergs- son, innkaupastjóri hjá Elko, hann klárlega vera hástökkvara ársins. Verð á blöndurum er jafn misjafnt og þeir eru margir, frá 15.000 og upp í 40.000 krónur. Finndu barnið þitt Sala á heilsu- og snjallúrum hefur aukist jafn og þétt síðustu tvö ár en þau hafa aldrei selst jafn vel og þetta árið. Úrin eru til í öllum stærðum og gerðum og kosta frá 8-75.000 krónur en í ár eru snjallúr fyrir börn sér- staklega vinsæl. Barnaúrin eru með innbyggðu staðsetningartæki, sos- hnappi og aðeins er hægt að hringja í nokkur leyfileg númer. Óvæntar vinsældir Eftir að hafa þurft að þola geisladiskinn í nokkur ár er fólk far- ið að leita aftur á náðir plötunnar. Það eru ekki lengur bara sérvitrir grúskarar sem vilja setja tónlist und- ir nálina því plötuspilarar hafa tekið óvæntan sölukipp þetta árið, sala á þeim hefur til dæmis tvöfaldast í Elko frá því í fyrra. Klassíkerar Playstation er gríðarlega vinsæl gjöf en vinsældirnar koma verslunar- fólki ekki á óvart enda verið ein vin- sælasta jólagjöfin í nokkuð mörg ár. Eða eins og einn viðmælandi okkar sagði; „Playstationtölva er klassíker, það er bara þannig.“ Verð á Playstation 4 tölvu er um 50.000 kr. Sala á símum er alltaf mikil en eykst gríðarlega í desember og er orðin að öðrum klassíker í harða pakkann. Jóladagskráin í nýju tæki Sjónvörpin mokast úr verslunum í ár eins og alltaf fyrir jólin. Elko gerði könnun á viðskiptavinum í nóvem- ber þar sem í ljós kom að tæp 40% vildu nýtt sjónvarp í jólagjöf en fast á hæla þess komu símar og leikja- tölvur. Verslunarmenn segja fólk al- mennt vera að fara í stærri og stærri skjái og eru til að mynda flestir 65 tommu skjáir uppseldir í Heimilis- tækjum. „Sjónvarp er það sem fólk óskar sér þó það sé nú ekki það sem það endilega fær, en það eru margir sem vilja sjá jóladagskrána í nýju tæki,“ segir Óttar Örn Sigurbergs- son, innkaupastjóri Elko. VIÐ FÆRUM ÞÉR HEIMINN GEFÐU ÓGLEYMANLEGT FRÍ MEÐ WOW AIR Nú á einhver von á góðu. Gjafabréf WOW air gilda í eitt ár til allra áfangastaða okkar. Þú velur þá upphæð sem þú vilt og gildir hún sem greiðsla inn á ferð út í heim með WOW air. Gjafabréfið er svo sent til kaupanda eða viðtakanda, hvort sem hentar betur. Nánar á wowair.is. KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.