Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 22. desember 2016 Sigrún Ruth López Jack er ein af fjögur hundruð Sjöunda dags aðventistum á Íslandi. Hún er alin upp í skipulögðu kirkjustarfi og hefur lifað fyrir guð síðan hún var 19 ára. „Ég ólst eiginlega upp í kirkju Sjö- unda dags aðventista því mamma mín var aðventisti. Pabbi minn varð það reyndar ekki fyrr en ég varð unglingur en það var hluti af minni æsku að taka þátt í skipu- lögðu kirkjustarfi og lesa í Biblí- unni. Ég gerði það samt aðallega vegna þess að mamma vildi að ég gerði það. Ég hafði enga sérstaka þörf fyrir það sjálf. Þetta var eitt- hvað sem við fjölskyldan gerðum og engin sérstök ástríða hjá mér. Þegar ég var fimmtán ára ákvað ég að skírast, og það var líka vegna þess að mér fannst ég þurfa að gera það. Ég hafði hinsvegar oft heyrt að það væri nauðsynlegt að eiga persónulegt samband við Jesú og þó ég trúði frásögnum fólks af þeirra trú, þá hafði ég aldrei upp- lifað það sjálf. Það var ekki fyrr en ég var nítján ára gömul að þetta breyttist. Þá varð trúin mín raun- veruleg og ekki til komin af því að mamma eða einhver annar vildi það. Síðan hefur ekki verið aftur snúið.“ Sigrún segist hafa fundið fyrir vendipunkti áramótin 2012-2013, þegar hún var stödd á hóteli í Seattle í Bandaríkjunum. „Á þess- um tíma var ég með allskonar áætl- anir um allt sem mig langaði til að gera í lífinu. Ekki endilega það sem guð vildi að ég gerði. Ég sá lífið fyr- ir mér með ákveðnum hætti. For- eldrum mínum fannst ég þurfa að taka trú mína alvarlega og ég hafði oft fengið leiðbeiningar frá þeim um hvernig væri hægt að gera það. Lifir fyrir guð Þau sögðu mér til dæmis að ég gæti leitað til guðs og beðið hann um hjálp. Svo ég ákvað að prófa það. Ég bað hann um að hjálpa mér að skilja hann, um að gefa mig hon- um og helga honum líf mitt. Þessi sérstöku áramót fann ég að það gerðist eitthvað innra með mér. Ég fann að mig langaði ekki lengur til að lifa bara fyrir sjálfa mig. Ég sá engan tilgang með lífinu án þess að hafa guð. Upp frá þessu ákvað ég að lifa fyrir guð, ekki bara fyrir sjálfa mig.” Varð miklu hamingjusamari Sigrún segir svo margt hafa breyst eftir þessi sérstöku áramót. „Mér finnst ég miklu hamingjusamari. Ég var oft svo neikvæð og þarna fann ég hvað ég varð miklu já- kvæðari. Þegar maður hættir að hugsa um að lífið snúist bara um sjálfan sig. Því það er enginn sem ég get reitt mig alfarið á, og mun aldrei bregðast mér, nema guð. Þegar allt fer úrskeiðis og það er engin ástæða til að vera hamingju- samur, þá hef ég guð – og þar með ástæðu til að vera hamingjusöm. Svo öðlast maður einhvernvegin aðra sýn á heiminn og sér hann frá öðru sjónarhorni þegar maður hef- ur guð.“ –Og á hvað trúir þú? „Ég trúi á Krist. Ég trúi á Biblí- una. Ég trúi eitt hundrað prósent að Biblían sé orð guðs. Og að það sem hún segir, hvert einasta orð, sé innblásið af guði.“ Ekki erfitt að tengja við Biblíuna –Finnst þér ekkert erfitt að túlka hana eða tengja við atburðina sem hún fjallar um? „Nei, mér finnst ótrúlega merki- legt að svona gömul bók hafi enn svona sterk áhrif á fólk og geti breytt lífi þess. Biblían er mest selda bók í heimi enn í dag. Það hlýtur að vera vegna þess að það er hægt að tengja við sögurnar og fólkið sem var uppi á þessum tíma. Það er auðvitað margt flók- ið í henni, eins og spádómar og svona. En hún útskýrir sig sjálf og ef maður rýnir vel í hana, og með guðs hjálp, þá lærir maður alltaf eitthvað nýtt.“ –Þannig að þegar fólk les Arnald og Yrsu um jólin, þá lest þú Bibl- íuna? „Já, ég les hana á hverjum degi. Ég hef gert það í mörg ár,“ segir Sigrún og hlær. –Hvernig lestu bók sem þú hefur lesið svona oft áður? „Stundum ákveð ég að mig langar að læra meira um einhverja ákveðna bók, eða ákveðna lexíu. Í alþjóðakirkju sjöunda dags að- ventista, fáum við ákveðið efni sem allir aðventistar í heiminum fara yfir á sama tíma. Þeir eru um tuttugu milljónir. Svo ræðum við um lexíuna í hvíldardagsskólanum þegar við hittumst á laugardögum. Þá er mjög skemmtilegt að tala við fólk sem er búið að vera pæla í ná- kvæmlega sömu hlutunum alla vik- una.“ Hvíldardagarnir framandi öðrum Sigrún segir að í kirkju Sjöunda dags aðventista fái hún auk þess verkefni fyrir hvern dag. Hún sé því virkur iðkandi og í því felist ákveðin menning sem hún kann vel við. „Svona lifi ég bara og það er ýmislegt sem ég geri ekki, eða segi ekki, þó að allir hinir geri það. Ég reyni að vera jákvæð og láta gott af mér leiða. Það er mikil- vægur hluti af því að vera kristinn, að deila trúnni og segja óhræddur frá henni. Ég reyni að gera það og mér finnst spennandi þegar fólk er móttækilegt. Stundum rekst ég á fólk sem kannski var með mér í skóla, sem trúir en þorði aldrei að segja frá því. Flestir halda að öðr- um þyki það asnalegt. Ég held að mjög mörgum þyki trúin áhuga- verð. Gagnrýnisraddirnar eru bara háværari.“ –Upplifir þú að það geti verið erfitt að vera aktífur kristinn? „Nei, því þegar þú iðkar trúna þá veistu að hún skiptir meira máli en álit annarra. En það getur verið erfitt að hafa skoðanir sem stang- ast á við skoðanir fjöldans.“ Hún viðurkennir þó að stundum hafi hún skorið sig úr hópnum fyrir að vera aðventisti. „Til dæmis vegna hvíldardaganna. Ég vinn ekki á laugardögum, ég fer ekki í skól- ann, tek ekki próf, versla eða geri neitt sem veldur stressi og áhyggj- um. Það olli því stundum að ég tók ekki þátt í mótum þó ég væri að æfa badminton og sumum fannst það kannski skrítið. Ég fer í kirkju á hvíldardögum. Eftir það förum við stundum saman í göngutúra út í náttúruna, borðum saman um kvöldið og njótum samveru með fjölskyldu og trúsystkinum. Ég held að þó að einhverjum hafi fund- ist það skrítið, hafi ég bara orðið sterkari fyrir vikið og er þakklát fyrir það í dag.“ –Hvernig er samband þitt við Jesú? „Það er stöðugt og það er alltaf. Ég reiði mig mjög mikið á hann. Lífið kastar alltaf einhverju í mann og þá verð ég að hafa Jesú. Ég á auðvitað margar fyrirmyndir sem láta gott af sér leiða og lít sennilega mest upp til mömmu minnar fyrir það. En Jesús er algjör „utlimate“ fyrirmynd.“ Sigrún Ruth López Jack segir Jesú vera sína helstu fyrirmynd í lífinu. Myndir | Hari „Ég fann að mig langaði ekki lengur til að lifa bara fyrir sjálfa mig. Ég sá engan tilgang með lífinu án þess að hafa guð.“ „Þegar þú iðkar trúna þá veistu að hún skipt- ir meira máli en álit annarra. En það getur verið erfitt að hafa skoð- anir sem stangast á við skoðanir fjöldans.“ Vissir þú að Gunnar B. Eydal er bróðir þeirra landskunnu tónlistarmanna, Ingimars og Finns? Hann lærði lögfræði og var skrifstofustjóri borgarstjórnar í 30 ár og starfaði með 12 borgarstjórum. Glefsurnar hans Gunnars eru mjög forvitnilegar. Fæst í bóka- verslunum um land allt

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.