Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 22. desember 2016 Klofnaði fimm sinnum Saga Alþýðuflokksins er síðan of- boðsleg átakasaga og má segja að oft hafi verið mikið hatur á milli fylkinga í flokknum sem klofnaði fimm sinnum alvarlega. Fyrst voru kommúnistarnir innan borðs en þeir mynduðu vinstri andstöðu í flokknum en síðan er Kommúnista- flokkur Íslands stofnaður árið 1930 og þá klofnar Alþýðuflokkurinn í fyrsta sinn. Síðan gerist það að Kommúnist- arnir verða ansi öflugir og verka- lýðshreyfingin verður á kreppuár- unum mjög hlynnt þeim. Einn af leiðtogum Alþýðuflokksins, verka- lýðsforinginn Héðinn Valdimars- son, vildi sameina þessa flokka aftur og þar er talað um að mynda Samfylkingu. Héðinn var mjög ósáttur við það að Alþýðuflokks- menn vildu ekki sameiningu sem verður til þess að árið 1938 gengur hann úr flokknum með hópi fólks sem sameinast Kommunum og það er stofnaður Sósíalistaflokkurinn – Sameiningarflokkur alþýðu. Þriðji klofningurinn kemur í kjölfarið á deilum um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en Alþýð- uf lokkurinn starfaði með Sjálf- stæðisflokknum í Þjóðstjórninni 1939 og svo aftur eftir stríð. Það mynduðust í raun tvær fylkingar í flokkum, Reykvískir og hafnfirsk- ir kratar á móti landsbyggðinni. Á landsbyggðinni vildu flestir ekkert samneyti við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta endar með því að árið 1952 er Stefáni Jóhanni Stefánssyni, sem var formaður flokksins, velt og Ís- firðingurinn Hannibal Valdimars- son kosinn formaður. Þetta verða alveg ofboðsleg átök og þeir sætta sig ekki við þetta Stefán og félagar svo Hannibal er velt aftur tveim- ur árum seinna, það er einfaldlega safnað liði. Þetta verður svo til þess Hannibal gengur til samstarfs við Sósíalistaflokkinn og stofnað er Al- þýðubandalagið. Fjórði klofningurinn er svo árið 1983 þegar Vilmundur Gylfason stofnar Bandalag jafnaðarmanna og sá fimmti var svo þegar Jóhanna Sigurðardóttir stofnar Þjóðvaka 1995. Alþýðuf lokkurinn gekk líka í gegnum miklar hugmyndafræði- legar breytingar og var það í anda sósíaldemókrataf lokka annars staðar því upprunalega var þetta þjóðnýtingar flokkur og marxískur í hugsun. Það eru svo sænskir krat- ar sem fara að breyta þessu og telja að það geti alveg samrýmst stefnu jafnaðarmanna að einkaframtak sé við hliðina á opinberum rekstri. Á stríðsárunum er Marxisminn eigin- lega tekinn út og menn fara leggja áherslu á blandað hagkerfi. Hug- myndafræðin fer þá eiginlega að verða meiri siðferðislegur boðskap- ur, að kratarnir eigi að sjá um að velferðarkerfið sé í lagi og að gæta hagsmuna almennings í samlífi með einkaframtakinu. En það breyttist þó ekki að flokkar eins og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru með hagsmuni framleiðenda, bænda og sjávarútvegsins í forgrunni en Alþýðuflokkurinn gætti hagsmuna almennings. Það var alltaf megin- hugmyndafræði Alþýðuflokksins að sjá til þess að hérna væri allt í lagi með almannatryggingakerfið og félagslega þjónustu hverskyns. Rofin tenging við verkafólk Ég má til með að spyrja þig hvenær eða hvernig það gerðist að flokkur jafnaðarmanna missti þessa sterku tengingu við verkafólk? En eins og kannanir sína þá eru helstu stuðn- ingsmenn Samfylkingarinnar há- skólamenntað fólk á miðjum aldri. Já, það er alveg rétt. Samfélagið hefur náttúrulega breyst svo gíf- urlega mikið. Það er komin hérna gríðarlega stór og vel mennt- uð millistétt og hópar ófaglærðs fólks er orðinn miklu fámennari. Mér finnst í raun Samfylkingin að mörgu leyti bara vera flokk- ur menntafólks. Það er mjög lítil og kannski enginn tenging við verkalýðshreyfinguna. Það má nú reyndar segja að kannski er verka- lýðshreyfingunni líka stjórnað af menntafólki en ekki þeim sem eiga þar mest heima. Þannig að það er bara liðin tíð að hér sé sérstakur flokkur verkamanna og sjómanna í raun og veru. Er einhver tímapuktur í sögunni sem þetta breyttist eða breytist þetta hægt og rólega með samfélaginu? Kannski á nú Alþýðuflokkurinn mikinn þátt í þessari breytingu af því að á dögum Viðreisnarstjórn- arinnar, þegar Alþýðuflokkurinn var í stjórn með Sjálfstæðisflokkn- um, þá beitti Gylfi Þ. Gíslason, þá- verandi formaður, sér fyrir gjör- breytingu á skólakerfinu. Gylfi beitti sér fyrir því að fjölga fram- haldsskólum og að greiða fyr- ir því að sem flestir gætu farið í nám. Háskóli Íslands var stórefld- ur sem og Lánasjóður íslenskra námsmanna sem varð til þess að miklu fleiri gátu farið til útlanda og lært í erlendum háskólum. Það Alþýðuflokkurinn gekk líka í gegnum miklar hugmyndafræðilegar breytingar og var það í anda sósíaldemókrata- flokka annars staðar því upprunalega var þetta þjóðnýtingar flokkur og marxískur í hugsun. Það eru svo sænskir kratar sem fara að breyta þessu og telja að það geti alveg samrýmst stefnu jafnað- armanna að einkaframtak sé við hliðina á opinber- um rekstri. Samfylkingin er að mörgu leyti bara flokkur menntafólks. KR. 339.900,- Bluetooth & WiFi - Kraftmikill og þéttur hljómur - Fimm innbyggðir magnarar samtals 480 W. - Einfaldur í notkun með BeoMusic smáforriti A9 Þráðlaus hátalari lágmúla 8 · sími 530 2800

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.