Morgunblaðið - 22.12.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 E-60 Stólar Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð að eigin vali Verð frá kr. 28.400 Íslensk hönnun og framleiðsla Lífstíðarábyrgðá grind og tréverki Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavík • Sími 553 5200 • solo.is ríkið 140 krónur í virðisaukaskatt, milliliðir fengu 736 krónur en meðal- verð til bænda var 540 krónur eða 38% af útsöluverðinu. Bóndinn fékk hlutfallslega enn minna af verði kóteletta. Útsöluverð þeirra var 2.503 krónur/kg. Af því fóru 240 kr. í vsk., milliliðir fengu 1.715 kr. en bóndinn fékk sínar 540 krónur sem voru 22% af útsöluverðinu. „Grunnverð á lambaskrokki sem skilar sér til bóndans, hvar á landinu sem er, er að jafnaði 540 krónur á kíló,“ sagði Þórarinn. Eðli málsins samkvæmt fái bóndinn hlutfallslega minna í sinn hlut eftir því sem varan sé meira unnin. „Við afhendum lifandi lömb í flutningabíl þar sem afurðastöðin tekur við þeim. Hún sér um flutning og sláturkostnað og tekur líka á sig framleiðslukostnað vara sem unnar eru úr lambinu. Inni í þessari 540 króna greiðslu til bóndans fyrir hvert kíló að jafnaði eru kjötið, gær- an, hausinn, innmaturinn og allt ann- að sem til fellur af skepnunni,“ sagði Þórarinn. gott að fá erlenda ferðamenn til að neyta vörunnar hér.“ Hann sagði að unnið hafi verið að því að auka söl- una á íslensku lambakjöti bæði inn- an lands og utan. Nýir búvörusamn- ingar taka gildi um næstu áramót. Þá verður settur enn meiri kraftur í markaðsmálin, að sögn Þórarins. „Við munum reyna að fá enn fleiri íslenska veitingastaði til að kynna lambakjöt fyrir erlendum ferða- mönnum. Við byggjum markaðs- setningu okkar á íslensku lambakjöti hvar sem er í heiminum á því að byrja hér heima, kynna vöruna og segja erlendum ferðamönnum sögu hennar. Síðan þegar þeir koma heim til sín vonum við að þeir vilji kaupa þessa vöru þegar hún verður á boð- stólum á þeirra heimaslóðum.“ Bóndinn fær 540 kr/kg Landssamtök sauðfjárbænda sundurliðuðu hvernig tekjur af sölu lambakjöts deilast niður. Miðað var við útsöluverð í maí 2016, samkvæmt Hagstofunni. Útsöluverð á lamba- læri var 1.416 krónur/kg. Af því tók Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ísland heldur áfram að reka í sundur á fleka- skilum og nú um einn sentimetra á ári til hvorrar áttar. Þetta sýna mælingar Land- mælinga Íslands á hnitakerfi landsins sem unnið var að í sumar. Hreyfing á upptaka- svæði Suðurlandsskjálftanna sem urðu í maí 2008 er þó meiri annars staðar. Þá skera hreyfingar norðan Vatnajökuls sig úr en þar koma til áhrif eldgossins í Holuhrauni sem varði 2014-2015. „Suðurlandsskjálftinn átti upptök sín milli Hveragerðis og Selfoss, og þar fór landið í sundur um 40 cm, samkvæmt því sem mælist nú. Í Kverkfjöllum, þar sem áhrifa frá um- brotasvæðinu í Bárðarbungu gætir mjög, mældum við gliðnun landsins 60 cm. Ég hef ekki frétt um svo miklar breytingar neins- staðar í seinni tíð,“ segir Guðmundur Valsson, verkfræðingur hjá Landmælingum Íslands. „Við vissum að landris við Vatnajökul ykist sem nú er staðfest. Þar koma fram áhrif þynningar á jöklum og aukin kvikumyndun undir ís. Í Jökulheimum mælist landris um 40 cm, en frá 1993 til 2004 var það 20 cm.“ Ísland er nýtt og lifandi Landshnitakerfið er grunnur í öllum ná- kvæmum mælingum á landinu t.d. við fram- kvæmdir, kortagerð eða vöktun eldfjalla. Í sumar voru mældir um 150 punktar en auk þess voru notuð mæligögn frá um 100 föstum mælistöðvum. Hnitakerfið var síðast mælt 2004. Einnig þykir markvert hve mikið sig á jörðu hefur orðið í kringum gufuaflsvirkj- anirnar í Hengli og á Reykjanesi. Þar er sigið yfir 1 cm á ári, eða 18 cm þar sem mest er. Þá þykir einnig vert að skoða hæðarbreyt- ingar meðfram ströndinni, sem geti ýmist unnið með eða gegn áhrifum hækkandi sjáv- arborðs. „Ísland er nýtt land og lifandi. Í Skandi- navíu gætir áhrifa ísaldar enn, en hér eru orsakavaldar breytinga á landinu nærri okkur í tíma, það er atburðir á líðandi stundu,“ segir Guðmundur Valsson. Landið mælist á mikilli hreyfingu  Landrek og breytingar á umbrotasvæðunum  Hnitin tekin út  Atburðir í núinu breyta landinu Morgunblaðið/RAX Náttúran Holuhraunsgosið helgast af miklum breytingum og landgliðnun um 60 cm. Sala á lambakjöti í nóvember síðastliðnum var 31,8% meiri en í sama mánuði í fyrra. Í ársfjórðungnum september, október og nóvember jókst salan um 6,8% og á síðustu 12 mánuðum um 5,8%. Um er að ræða sölu frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana. Í nóvember sl. seldust 533,4 tonn af lambakjöti, 2.452 tonn í ársfjórð- ungnum og 6.870 tonn á ári. Hlutdeild kjöts af sauðfé var 25,6% og kom það næst á eftir alifuglakjöti sem var með 33,2% markaðshlutdeild. Hlut- deild svínakjöts var 23%, nautgripakjöts 16,3% og hrossakjöts 1,8%. Miðað við sama ársfjórðung í fyrra dróst svínakjötssalan saman um 14,2% og hrossakjötssalan um 21,8%, samkvæmt yfirliti búnaðarmála- skrifstofu Matvælastofnunar. Hlutur lambakjöts fer vaxandi ÍSLENDINGAR KAUPA TÆP 26.800 TONN AF KJÖTI Á ÁRI Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er tvímælalaust aukning í sölu lambakjöts hér innanlands,“ sagði Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Hann sagði að tölur um söluaukn- ingu lambakjöts á einu ári og árs- fjórðungi gefi gleggri mynd af þró- uninni en sölutölur frá einum mánuði, þ.e. nóvember síðastliðnum, þegar salan jókst um 31,8%. Þórarinn sagði að margir sam- verkandi þættir hafi stuðlað að auk- inni sölu. Átak Markaðsráðs kinda- kjöts í að fá veitingahús til að setja íslenskt lambakjöt í öndvegi hafi skilað árangri. Auk þess hafi af- urðastöðvar þróað nýjar vörur úr lambakjöti sem neytendur hafi tekið vel. Þá sé verð á lambakjöti hag- stætt. Gerðir voru um 60 samstarfs- samningar við framleiðendur og smásala, þar af um 40 veitingahús, vegna markaðsátaksins sem hófst fyrir rúmu ári. Icelandair-hótelin taka m.a. þátt í átakinu. „Þetta gengur fyrst og fremst út á að lambakjöt sé á boðstólum á veit- ingastöðunum. Árangurinn hefur verið mjög góður,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að á tilteknu veitinga- húsi hafi salan á lambakjöti aukist um 70%. Þar var boðið upp á nokkra lambakjötsrétti, m.a. lambaborgara. „Lambakjötssalan hjá þessu veit- ingahúsi hefur verið mjög góð. Það eru ekki bara erlendir ferðamenn sem matast þar heldur einnig Ís- lendingar.“ Á hverju ári eru framleidd að jafn- aði 9.500 til 10.000 tonn af lambakjöti og innanlandsneyslan er tæp 6.900 tonn á ári, að sögn Þórarins. „Innan- landsmarkaðurinn er okkar lang- besti markaður. Það er líka mjög Morgunblaðið/RAX Lambaslátrun Lambakjötið nýtur vaxandi vinsælda og salan innanlands er að aukast, ekki síst á veitingahúsum. Ferðamönnum komið á lambakjötsbragðið  Markaðsátak á veitingahúsum hefur skilað árangri Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis og skipulagsráðs, segir að hann líti ekki á orð Hreins Haralds- sonar, forstjóra Vegagerðarinnar, um að brýnt sé að ráðast í fram- kvæmdir á gatnakerfi í Reykjavík vegna álags á vissum vegaköflum á álagstímum samhliða fyrirsjáanlega auknum umferðarþunga, sem gagn- rýni á stefnu meirihlutans í borginni um áherslu á almenningssamgöngur. Veltir hann þeirri spurningu upp hvort menn telji réttlætanlegt að fara í milljarða framkvæmdir vegna aukins um- ferðarþunga vegna ferða- manna. Ítrekar hann að það sé sýn borgaryfir- valda að til fram- tíðar sé betra að auka vægi al- menningssamgangna í stað þess að fara í dýrar framkvæmdir á gatna- kerfinu. Spurður hvort þetta geti ekki farið saman; stórar fram- kvæmdir eins og mislæg gatnamót á mótum Reykjanesbrautar og Bú- staðavegar til að mæta auknum um- ferðarþunga þar og áhersla á al- menningssamgöngur, þá segir Hjálmar: ,,Það getur vel verið að ekki sé gert nóg. Þá er spurningin hvað þurfi að gera því menn eru sammála um það að langar biðraðir og umferð- arteppur eru ekki af hinu góða.“ Vís- ar hann þar á ný til almennings- samgangna. Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um nær 30% frá 2005 til 2015 og um 25% frá árinu 2012 samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu. Spurður hvort ekki blasi við að bregðast þurfi við þessu með stórum framkvæmdum á álagsstöðum í gatnakerfinu segir Hjálmar að taka þurfi tillit til þess að þriðjungur aukningar á allra síðustu árum sé vegna umferðar ferðamanna á bíla- leigubílum. ,,Það væri einsdæmi í heiminum ef við myndum byggja upp öflugt vegakerfi til að mæta þörfum ferðamanna á bílaleigubílum í stað þess að beina þeim í almennings- samgöngur.“ Engin önnur lausn í boði Hann segir að markmiðið sé að hlutfall þeirra sem notist við almenn- ingssamgöngur fari úr 5% í 12% árið 2030. ,,Að mínu mati er engin önnur lausn í boði [en að leggja áherslu á al- menningssamgöngur]. Það er búið að margreyna hitt víða í heiminum og m.a. í Reykjavík. Með því að bæta sí- fellt við nýjum akreinum og mis- lægum gatnamótum, þá fyllast þess- ar nýju akreinar um leið,“ segir Hjálmar. vidar@mbl.is Ferðamenn ráða ekki áherslum  Nýjar akreinar fyllast um leið Hjálmar Sveinsson Morgunblaðið/Ómar Umferð Miklabraut er þéttskipuð að morgni og aftur síðdegis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.