Morgunblaðið - 22.12.2016, Blaðsíða 7
www.heild.issími 568 6787fyrirspurn@heild.is
HEILD
fasteignafélag
Heilsugæslan Höfða og Heilsuborg hafa leigt efri hæðina á Bíldshöfða 9.
Að auki verður Apótekarinn á neðri hæðinni. Ráðgert er að 1.500-2.000
viðskiptavinir sæki þjónustu þangað á hverjum degi.
Bíldshöfðinn liggur sérstaklega vel að helstu samgönguæðum. Samkvæmt
vinningstillögu að rammaskipulagi rís íbúðabyggð fyrir 10 – 15.000 manns
á Ártúnshöfða á næstu árum og liggur Bíldshöfði við fyrirhugað byggingarsvæði.
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Forritunarvilla í lyfjagagnagrunni
Embættis landlæknis olli því að ávís-
anir voru tímabundið skráðar á röng
læknanúmer. Þetta segir verkefnis-
stjóri lyfjamála
hjá embættinu.
Ingunn Björns-
dóttir, dósent við
Óslóarháskóla,
vakti athygli á
þessu í aðsendri
grein í Morgun-
blaðinu í gær
undir yfirskrift-
inni „Tíu þúsund
óafgreiddar am-
fetamíntöflur.“
Í grein sinni segir Ingunn meðal
annars að um ríflega hálfs árs skeið
hafi 10.000 fleiri amfetamíntöflur
verið sóttar í apótek en framleiðand-
inn kannist við að hafa selt til sjúk-
linga. Einnig segir Ingunn í grein-
inni að Embætti landlæknis hafi
skráð rangt magn af ávísuðu amfeta-
míni á sjö lækna.
„Það er ekki hægt að skrifa þetta
á rangfærslur embættisins, heldur
varð umrædd villa til vegna forrit-
unarvillu hjá fyrirtæki sem þjón-
ustar lyfjagagnagrunninn,“ segir
Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri
lyfjamála hjá Embætti landlæknis.
Hann segir að nýr lyfjagagna-
grunnur hafi verið tekinn upp í byrj-
un árs og þegar villan hafi komið
upp hafi hún strax verið leiðrétt. Það
var í mars og síðan þá hafa slíkar
villur ekki komið upp, að sögn Ólafs.
„Það kæmi strax í ljós, því bæði er
notkun á grunninum mikil í
tengslum við eftirlit embættisins og
einnig hjá læknum sem eru að sinna
sjúklingum“ segir hann. „Til dæmis
flettu um 1.000 læknar upp í grunn-
inum í nóvember og ef eitthvað væri
athugavert, yrðu þeir og við strax
varir við það.“
Spurður um í hverju þessi villa
hafi falist segir Ólafur að númer
nokkurra lækna hafi víxlast og það
hafi birst þannig að lyf, sem ávísað
hafi verið af einum lækni, hafi verið
skráð á annan lækni. Þetta hafi ekki
falið í sér að læknar hafi fengið upp-
lýsingar um lyfjanotkun annarra
sjúklinga en sinna eigin. „Upplýs-
ingarnar fylgdu sjúklingunum þann-
ig að það var engin hætta á að
læknar, sem voru að kanna lyfjasögu
sinna skjólstæðinga, sæju rangt
magn ávísað á þá. En þeir sáu hins
vegar aðra lækna skráða fyrir ávís-
ununum,“ segir Ólafur.
Ekki áhrif á tölur um notkun
Hann segir að umrædd villa hafi
verið undantekning. Spurður hvort
þessi kerfisvilla hafi áhrif á tölur um
heildarnotkun Íslendinga á amfeta-
míni segir Ólafur svo ekki vera.
„Nei, þetta var leiðrétt um leið og
þetta kom upp. Ég get fullyrt að vel
er fylgst með gæðum gagna í grunn-
inum. Varðandi töflufjöldann, þá
getur verið erfitt að bera það sem er
leyst út úr apótekunum saman við
sölutölur framleiðenda, því að eitt-
hvað getur verið til á lager hjá apó-
tekunum. Við erum að reka áróður
fyrir því að fleiri læknar noti grunn-
inn í starfi sínu og við höfum áhyggj-
ur af því að endurteknar fréttir af
villu sem kom upp einu sinni geti
dregið úr trú lækna á grunninum.
Það er ekki gott.“
Tölvuvilla olli of-
skráningu amfetamíns
Lyfjaávísanir voru skráðar á aðra lækna en ávísuðu þeim
Morgunblaðið/Sverrir
Lyf Vegna kerfisvillu voru skráðar
of margar ávísanir á amfetamín.
Ólafur B.
Einarsson
lokanir Þingvallamegin og þó svo
að björgunarsveitir og aðrir við-
bragðsaðilar standi sig mjög vel
geti tekið hátt í klukkustund að
manna póstana. Á þeim tíma geti
margir bílar farið af stað án þess að
ökumenn átti sig á aðstæðum.
Hann segir starfsmenn þjóðgarðs-
ins eiga í góðu samstarfi við lög-
regluna á Suðurlandi og björg-
unarsveitir.
Starfsfólk stóð í ströngu
Á Facebook-síðu þjóðgarðsins
sagði Einar á mánudag að starfs-
fólk þjóðgarðsins á Þingvöllum
hefði staðið í ströngu seinnipartinn
á mánudag þegar snörp lægð gekk
yfir Suðvesturland. Þjóðgarðurinn
hefði breyst í biðstöð strandaðra
ferðamanna vegna lokunar á Mos-
fellsheiði og Hellisheiði, slæmrar
færðar og lélegs skyggnis. Ekki
hefði neinni aðstöðu þjóðgarðsins
verið lokað og ferðamenn hefðu
getað sest inn í rólegheitum og beð-
ið af sér storminn. Slíkar aðstæður
hefðu komið upp nokkuð oft undan-
farin ár eftir að lokanir voru teknar
upp á Mosfellsheiði og Lyngdals-
heiði. Þá gætu ferðamenn lokast
inni í þjóðgarðinum og landverðir
hefðu verið á vakt fram eftir til að
aðstoða ferðamenn og veita upplýs-
ingar.
Einar segir að við aðstæður eins
og á mánudag hafi þjóðgarðurinn
haft opið lengur bæði í gestastof-
unni á Haki og Þjónustumiðstöðinni
á Leirum og upplýsingum verið
komið til gesta. Hann segir að
þetta auki öryggi og 100-150 manns
hafi verið í húsunum þegar svona
hafi gerst áður.
Myrkur Mikil umferð er um þjóðgarðinn á Þingvöllum alla daga ársins,
myndin er tekin af rútum við gestastofuna á Haki á mánudagskvöld.