Morgunblaðið - 22.12.2016, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016
Eiríkur Kristján Að-alsteinsson, iðn-rekstrarfræð-
ingur og þjónustustjóri
upplýsingatæknisviðs hjá
útgerðarfyrirtækinu Sam-
herja, á 50 ára afmæli í
dag. „Ég verð að viður-
kenna að ég lít alltaf á mig
sem Akureyring. Ég fædd-
ist hér á fjórðungssjúkra-
húsinu en var snemma
kominn suður yfir heiðar
enda foreldrarnir búsettir
þar. Alltaf vildi ég þó
norður og man varla eftir
mér öðruvísi en hér á Ak-
ureyri hjá afa og ömmu í
öllum fríum. Það kom síð-
an aldrei annað til greina
en að fara í MA. Ég flutti
hingað aftur þegar ég fór í
menntaskólann og hef bú-
ið hér síðan.
Ætli það sé ekki hreyf-
ing, flug og tölvur sem eru áhugamál,“ segir Eiríkur aðspurður. „Ég
er með einkaflugmannsskírteini sem er reyndar útrunnið í augnablik-
inu þó skömm sé frá að segja, en ég hef alltaf haft gaman af flugvélum
og flestu því sem tengist flugi. Ég mæti reglulega í þrekþjálfun yfir
vetrartímann og stunda strandblakið á sumrin í Kjarnaskógi með
óskaplega skemmtilegu fólki. Svo eru það skíðin. Það er alveg skelfi-
legt snjóleysið sem er búið að vera hérna. Um þetta er þrasað auðvit-
að því sumir vilja snjó og aðrir ekki. Ég er með snjónum. Það birtir
svo mikið þegar hann er yfir öllu og mér finnst það yfirgnæfandi rök
plús skíðin auðvitað.“
Á afmælisdaginn hefur verið sá háttur á hjá Eiríki að hafa opið hús.
„Á virkum degi eins og núna er þetta milli 17 og 23. Þá getur fólk í
jólastressi komið heim og fengið sér kaffi og kökur á milli búða. Það
er erfitt að fá fólk í partýstand á þessum degi þannig að afmælishófið
verður 7. janúar á afmælisdegi frænda míns og uppeldisbróður Júl-
íusar Más Larsen. Hann er einnig fimmtugur og við ætlum að halda
sameiginlega 100 ára gleði þá.“
Sambýliskona Eiríks er Guðrún Sigurjónsdóttir, þjónustuliði í
Verkmenntaskóla Akureyrar, en þau eru nýtrúlofuð eftir 14 ára sam-
búð. Synir Eiríks af fyrra sambandi eru Egill Örn, f. 1989, og Atli
Freyr, f. 1992 og dóttir Eiríks og Guðrúnar er Sigrún Dalrós, f. 2006.
Feðginin Eiríkur og Sigrún Dalrós.
Venjan að hafa opið
hús á afmælisdaginn
Eiríkur K. Aðalsteinsson er fimmtugur í dag
Þ
orgeir Daníelsson fædd-
ist í Reykjavík 22.12.
1946 og ólst þar upp í
húsi foreldra sinna að
Laugavegi 76. Auk þess
var hann mikið hjá afa sínum og
ömmu, Þorgeiri nafna sínum og Al-
dísi, sem bjuggu í næsta nágrenni,
við Lindargötuna: „Það var gott að
eiga innhlaup hjá afa og ömmu, en
þar gat ég verið með dúfnakofann
minn. Á þessum árum var það mikið
sport hjá strákum að eiga dúfur.
Auk þess var ég með mikla bíladellu
á þessum árum og fylgdist náið með
nýjum árgerðum af Ford og Chevr-
olet og öðrum flottum glæsikerrum
frá Bandaríkjunum.“
Þorgeir var í Austurbæjarskóla
og lauk gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar.
Þorgeir hóf kornungur störf við
fjölskyldufyrirtækið Vinnufatabúð-
ina, sem alla tíð hefur verið til húsa
að Laugavegi 76. Þar vann hann
með skóla á lager fyrirtækisins og
við afgreiðslustörf. Hann tók síðan
við verslunarrekstrinum, ásamt
bróður sínum, Daníel, við lát föður
þeirra, 1992, en skömmu síðar tóku
Þorgeir og eiginkona hans við
rekstri fyrirtækisins og hafa verið
starfrækt Vinnufatabúðina síðan.
„Það var afi minn, hann Þórarinn
Kjartansson, sem keypti húsið
Laugaveg 76 og flutti þá fyrirtækið
sitt Gúmmívinnustofuna þangað.
Hann mun hafa verið fyrstur til
að setja upp dekkjaviðgerðarverk-
stæði hér á landi, sinnti auk þess
öðrum gúmmíviðgerðum bjó til
gúmmílímið Gretti og framleiddi
gúmmískó úr slöngum úr hjól-
börðum. Einnig voru í Gúmmí-
vinnustofunni framleiddar vatns-
heldar svuntur fyrir fiskverkunar-
húsin.
Vinnufatabúðin var rekin í húsinu
frá 1940. Afi stofnaði fyrirtækið sem
faðir minn tók síðan við en nú starf-
ar þar fjórða kynslóðin. Fyrirtækið
hefur ætíð verið að Laugavegi 76 en
auk þess á fleiri stöðum um hríð, s.s.
á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs.
Við höfum alltaf verið stolt af okk-
ar fyrirtæki, höfum fyrst og fremst
lagt áherslu á að þjónusta vinnandi
Þorgeir Daníelsson, eigandi Vinnufatabúðarinnar – 70 ára
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Traust fyrirtæki Í þessu húsi hóf Vinnufatabúðin rekstur sinn árið 1940 og hefur verið starfrækt þar síðan.
Frægt fjölskyldu-
fyrirtæki í fjóra ættliði
Akureyri Hrafndís Rós Jó-
hannsdóttir fæddist 5. októ-
ber 2015 kl. 13.06. Hún vó
4.340 g og var 53 cm löng.
Foreldrar hennar eru Ragna
Kristín Jónsdóttir og Jóhann
Rúnar Sigurðsson.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Verkfærasalan - Síðumúla 11 - Dalshrauni 13 - 560-8888 - www.vfs.is
Herslulykill 1/2" 18V
Hámarks átak 400 Nm, 3 átaksstillingar
1,5 Ah rafhlaða og hleðslutæki fylgir ásamt
lofttoppum 17, 19, 21mm. Kemur í tösku
RB 5133002476
33.921
Tilboð
Áður 37.690.-
10.990
Tilboð
Áður 16.900.-
Topplyklasett 1/2" 10-36mm
Vandað topplyklasett frá RedTex.
Toppar 10-36mm, skrall 1/2", framlengingar,
átaksskaft og liður. Samtals 23 stk.
RT MS423