Morgunblaðið - 22.12.2016, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.12.2016, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is ÖFLUGUR VINNUFÉLAGI Auðveldaðu þér vinnuna með góðum græjum Hleðsluborvél EY 74A2 PN2G32 Patróna: 13 mm Rafhlaða: 18V, 2 x 3,0 Ah Li-Ion KOLALAUS 1,8 kg ToughTool IP Verð: 43.400 kr. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er ekki bara sanngjarnt að þú leitir réttar þíns heldur er það lífsspursmál fyrir þig. Ráðgáturnar sem blasa við þér í dag eru einmitt þeirrar gerðar sem þú leysir með hraði. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hugsar mikið um tilgang lífsins þessa dagana. Notaðu sköpunargáfu þína til að fegra umhverfi þitt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Rafmagnsleysi, tölvubilanir og önnur skakkaföll tengd tækjabúnaði verða líklega í vinnunni í dag. En ekkert liggur á. Haltu því ótrauður áfram. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Fegurðin er allt í kringum okkur. Mundu að hver er sinnar gæfu smiður og allir þurfa að leggja sig fram. Slíkur er mátt- ur hins jákvæða hugarfars. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú er úr vöndu að ráða svo þú skalt ekki skrifa undir neitt fyrr en þú hefur kynnt þér alla málavöxtu. Hristu af þér slenið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Annríkið er sannarlega mikið. Trú- festa þín gagnvart vinunum er aðdáun- arverð. Eina stjórnunin sem vit er í er sú sem aldrei þarf að beita valdi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú stefnir í að þú hittir fyrir þá sem eru sama sinnis og þú og reiðubúnir að vinna málstað ykkar brautargengi. Forðastu samt togstreitu við vandamenn og ná- granna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ágreiningur kemur upp milli ástvina. Reyndu að líta þetta jákvæðum augum. Láttu allar skoðanir í ljós, þannig getur þú verið viss um að móðga alla. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Atburðir dagsins laða nýjan þátt persónuleika þíns fram í dagsljósið. Ekki koma upp um viðkomandi manneskju. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er nauðsynlegt að huga að hverju smáatriði ef heildarútkoman á að vera rétt. Aðstæður sem virðast fjarstæðu- kenndar og gagnslausar eru í raun lykillinn að tilganginum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sú vinna sem þú hefur lagt á þig að undanförnu mun bera árangur innan skamms. Hækkaðu tónlistina í kvöld og áhyggjur dagsins bráðna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér er verður afar lagið að vinna að rannsóknum á næstu vikum. Haltu þig við það sem þú veist og hugsaðu frekar meira um sjálfan þig. Síðasta sólarhring var stystursólargangur og „sólin stóð kyrr“ að sagt er. Ingólfur Ómar orti: Senn mun húmið flýja frá, fer að birta af vetri. Sólin hækkar himni á, hlýnar sálartetri. „Guðsleitin“ varð mörgum að yrkisefni á Leir. Ármann Þor- grímsson byrjaði: Að mér nokkur ótti læðist, ekki svar við þessu finn ef ég seinna endurfæðist yrði ég hæna næsta sinn? Björn Ingólfsson svaraði: „Neyt- endur geta farið að hlakka til“: Stunda muntu á mjóum leggjum maðkatínslupælingar og verpa bestu brúnum eggjum til bökunar og spælingar. Og Ármann um hæl: „Þetta er kannski bara tilhlökkunarefni“: Framtíðar draumum ég fagna, minn vin, fáir kostir, en sýnast mjög góðir. Viltu hafa þau hörð eða lin eða hrærð ? Þú mátt fá að velja, bróðir. Björn aftur: Áður en tilboð þigg ég þín það er rétt að bíða og sjá. Kannski verð ég sjálfur svín sem að étur eggin hrá. Að verði ennþá verra tjón og viðbjóðslegra uggir mig. Vera kann ég verði ljón og vilji frekar éta þig. Jón Arnljótsson lét sig málið varða: Einu sinni át ég mann einn með sultu og rjóma. Orðinn vaffla var þá hann, víst með heiðri og sóma. Gústi Mar átti síðasta orðið: Lítillæti er ljúfur vani, lítið Ármann stærir sig. Ég tel þú verðir heldur hani með hænur allt í kringum þig. Þannig metur Ármann stöðuna: Upp frá dauðum ef ég rís er mér náðin hvergi vís Fagna því með frændum kýs frekar en einn í Paradís. Ingólfur Ómar hefur orð á því, að jólasnjórinn sé kominn og nokkuð kalt, enda frost og á eftir að snjóa meira: Freðin gljáir fósturjörð, frostið bítur vanga. Hjarn og klaki hylja skörð, hlíð og fjalladranga. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Guðsleitin á vetrarsólhvörfum Í klípu GÆTI ÉG NOKKUÐ FENGIÐ ÆFINGAHJÓL HÉRNA? ÉG VIL EKKI VERÐA EINS OG ÞÚ. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „GETUM VIÐ NOTAÐ ÞETTA FYRIR NESTISBORÐ?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að taka upp brotin og byrja upp á nýtt. SJÁÐU GRETTIR, SJÁLFVIRKUR BANANASKERI! HELDURÐU AÐ LÍSA MYNDI VILJA HANN Í JÓLAGJÖF? AF HVERJU HORFIR ÞÚ SVONA Á MIG? VILTU FREKAR AÐ ÉG RANGHVOLFI AUGUNUM? HRÓLFUR, MANSTU ÞEGAR BÁTURINN OKKAR SÖKK OG ÞÚ SAGÐI MÉR AÐ BJARGA MINNI VERÐMÆTUSTU EIGN? HVERJU BJARGAÐIR ÞÚ? JÁ… STEIKARPÖNN- UNNI MINNI, ÚR GEGNHEILU JÁRNI Víkverji fékk sér á dögunum nýjanbíl. Svo sem ekki í frásögur fær- andi, nema hvað þetta var í fyrsta sinn á ævinni sem Víkverji keypti sinn eigin bíl í staðinn fyrir að fá ein- hvern „skrjóð“ í arf. Víkverji vildi því vanda til verka og endaði á að kaupa tiltölulega ungan og tiltölu- lega lítið keyrðan Suzuki Swift. x x x Raunar má segja að það sé við-skiptabanki Víkverja sem hafi keypt bílinn, og leyfi honum svo að nota hann næstu fimm árin. Að þeim tíma liðnum fær Víkverji bílinn í nokkurs konar „arf“ frá bankanum. x x x Í því samhengi má nefna að fyrri bíllVíkverja fékk heitið Græna þrum- an, þar sem sífelld vandamál með púströr og vél bílsins gáfu honum hina fínustu „viskírödd“ til þess að hrella nágranna Víkverja með á morgnana. Nýi bíllinn þjáist ekki af neinum slíkum kvilla enn. Hefur Víkverji því gefið honum heitið Silfureldingin. Þó fylgir oftast sög- unni að þegar Víkverji verði búinn að borga fyrir bílinn muni hann heita Silfurþruman. x x x Víkverji er enginn snjódýrkandi,og var satt að segja feginn því að jólin virtust ætla að verða rauð í ár, og fátt finnst honum leiðinlegra en að skafa rúður. Víkverji finnur hins vegar þegar fyrir einum mun á öllu skafinu, nefnilega þann að hann þarf ekki að skafa rúðurnar að inn- an, eins og á Grænu þrumunni. x x x Á sínum tíma fannst sú „lausn“ árakavandamálum Þrumunnar að setja sokka fulla af kattasandi hér og þar í bílinn. Þegar Frú Víkverji brá sér í gæludýrabúð til þess að út- vega meiri sand hélt ábúðarfull sölu- kona mikla tölu fyrir frúnni um að hún ætti nú virkilega að íhuga að kaupa dýrari gerð af sandi, þar sem kettinum þætti hann þægilegri og betri. Þurfti frúin að viðurkenna að sandurinn væri nú ekki fyrir neinn kött, heldur bíl, og urðu viðskiptin víst heldur vandræðaleg í kjölfarið. vikverji@mbl.is Víkverji Finnið og sjáið að Drottinn er góður, sæll er sá maður sem leitar hælis hjá honum. (Sálm. 34:9)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.