Morgunblaðið - 22.12.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016
majubud.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Jólatré eitt hefur sett sinn svip á
Egilsstaði á aðventunni. Þetta er
líklega stærsta jólatréð á Héraði
og þótt víðar væri leitað. Umrætt
tré stendur við Tjarnarbraut en
þar reka Ívar Ingimarsson fyrrum
knattspyrnukappi og fjölskylda
hans tvö gistiheimili, Birtu og
Olgu.
„Við keyptum þessi hús fyrir
stuttu síðan og þá var okkur sagt
að við fengjum þau ekki nema við
skreyttum tréð. Við létum verða af
því nú fyrir jólin,“ segir Ívar.
Jólatréð er lifandi tré, sitka-
greni, sem plantað var upp úr
1950. „Trjám var plantað víða um
bæinn á þessum árum enda taka
menn eftir því þegar þeir koma inn
í Egilsstaði að það eru ótrúlega
falleg tré víða í bænum. Þau voru
færð úr trjálundi í Hallormsstað.“
Eftir að serían var sett upp tóku
menn fyrst almennilega eftir því
hve tréð var hátt og myndarlegt.
Hafa margir komið að máli við
Ívar og lýst yfir ánægju sinni með
þetta fallega og vel skreytta tré.
„Ég fékk landfræðing til að mæla
tréð og reyndist það vera 19,6
metrar að hæð. Mér er sagt að
þessi tré geti orðið allt að 400 ára
gömul svo þetta tré er bara ung-
lingur,“ segir Ívar.
Alls eru 14 herbergi í Olgu og
Birtu og hefur aðsókn verið stöðug
og jöfn á þessu ári. „Þetta ár hefur
verið mjög gott, við höfum verið
með gesti alla daga ársins.“
Í forgrunni myndarinnar er
listaverk sem vígt var á Vilhjálms-
velli í nóvember síðastliðnum í til-
efni af því að 60 ár voru liðin frá
silfurstökki Vilhjálms Einarssonar
á Ólympíuleikunum árið 1956.
sisi@mbl.is
20 metra hátt jólatré
setur svip á Egilsstaði
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Mikil ánægja með fallegt og vel skreytt lifandi sitkagreni
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Bæjaryfirvöldum í Kópavogsbæ
barst nýverið ábending frá bæjarbú-
um um að fulltrúi fasteignasölunnar
Húseignar hafi gengið milli húsa í
Traðarhverfi í Kópabogi og gert íbú-
um tilboð í fasteignir þeirra. Um er að
ræða göturnar Háveg, Álftröð og
Skólatröð. Ekki er vitað hvort íbúar
hafi sýnt tilboðum fasteignasölunnar
áhuga.
Birgir Hlynur Sigurðsson, skipu-
lagsstjóri Kópavogsbæjar, staðfestir
að ábendingin hafi borist, en að öðru
leyti hafi málið ekki komið inn á borð
bæjaryfirvalda. Baldvin Ómar Magn-
ússon, löggiltur fasteignasali hjá Hús-
eign, segist lítið geta tjáð sig um málið
en segir fasteignasöluna vinna fyrir
fjárfesta sem hafi áhuga á svæðinu.
Göturnar sem um ræðir, Hávegur,
Álftröð og Skólatröð, eru staðsettar
nærri miðbæ Kópavogs, Hamraborg
og skrifstofum bæjarins. Menntaskól-
inn í Kópavogi og Kópavogsskóli eru
einnig í næsta nágrenni. Traðarhverf-
ið er eitt það elsta í bænum, en elstu
fasteignirnar þar voru byggðar um
miðja síðustu öld og eru því margar
hverjar um 50-60 ára gamlar.
Áhugi á fasteignum
í Traðarhverfi
Íbúum gerð tilboð í eignir sínar
Hjörtur J. Guðmundsson
Þorsteinn Ásgrímsson
Laufey Rún Ketilsdóttir
Fjárlaganefnd lagði til viðbótarútgjöld upp á 12
milljarða króna en fjárlagafrumvarpið var afgreitt
úr fjárlaganefnd í gær með stuðningi allra flokka.
„Það hefði ekki tekist nema vegna þess að stjórn-
málaflokkarnir hafa teygt sig gríðarlega langt til
þess að ná samkomulagi og unnið af miklum heil-
indum í nefndarstarfinu,“ segir Haraldur Bene-
diktsson, formaður fjárlaganefndar, við mbl.is og
telur sáttina að mörgu leyti merkilega.
Framlög verða m.a. aukin um 4,6 milljarða króna
til samgöngumála, til viðbótar við það sem áður var
gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Einnig er lagt
til að hálfur milljarður til viðbótar fari til löggæslu-
mála og 1,7 milljarðar í menntamál.
Þá verða settir 5,2 milljarðar til viðbótar í heil-
brigðiskerfið. Þar er áherslan, að sögn Haraldar,
að bæta rekstrarstöðu heilbrigðisstofnana um allt
land, átak í biðlistum og aðgerðir til þess að létta á
fráflæðivanda Landspítalans og rekstri og upp-
byggingu hjúkrunarheimila.
Fjármunir settir í Dýrafjarðargöng
Haraldur segir að á móti komi m.a. ýmsar van-
taldar tekjur þannig að þrátt fyrir útgjaldaaukn-
inguna upp á um 12 milljarða verði eftir sem áður
afgangur af rekstri ríkissjóðs upp á 24 milljarða
króna. Hann segir rétt að halda því til haga að gríð-
arleg útgjaldaaukning hafi verið í frumvarpinu áð-
ur en til þessara breytinga hafi komið.
„Það er gríðarlega ánægjulegt að þetta hafi farið
í gegn. Þetta er stórt fyrir sunnanverða Vestfirði,“
segir Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri
Fjórðungssambands Vestfjarða, en gert er ráð fyr-
ir fjármunum í Dýrafjarðargöng sem tengja saman
Dýrafjörð og Arnarfjörð.
Nefndin ákvað einnig að hækka tóbaksgjald á
hvert gramm neftóbaks umtalsvert meira en gert
hafði verið ráð fyrir í frumvarpinu. Hækkunin mun
hafa allt að 500 milljóna kr. jákvæð áhrif á afkomu
ríkissjóðs á árinu 2017. Þá mun hún hafa áhrif til
hækkunar á vísitölu neysluverðs.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis lagði
einnig til í gær að 31 einstaklingi yrði veittur ís-
lenskur ríkisborgararéttur.
„Fólk vinnur þvert á flokka“
„Þetta hefur gengið vel og fólk vinnur vel þvert á
flokka og ég er bjartsýnn á að þetta geti klárast
annað kvöld [í kvöld],“ segir Guðlaugur Þór Þórð-
arson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins,
spurður um möguleg þinglok fyrir jól.
12 milljarðar til viðbótar
Framlög aukin til heilbrigðiskerfis og menntakerfis Fjárlagafrumvarp af-
greitt úr nefnd í sátt allra flokka Guðlaugur Þór bjartsýnn á þinglok í kvöld
Morgunblaðið/Golli
Sátt Fjárlagafrumvarpið boðar 5,2 milljarða til viðbótar í heilbrigðiskerfi og hækkun tóbaksgjalds.
Forsvarsmenn BSRB, SFR og
BHM létu sjá sig á Alþingi í gær,
en þá lauk 2. umræðu um frum-
varp til laga um breytingu á A-
deild Lífeyrissjóðs starfsmanna
ríkisins.
Í yfirlýsingu frá BHM frá því á
þriðjudag sagði að efnahags- og
viðskiptanefnd hefði haft að
engu athugasemdir félagsins
við frumvarpið fyrir aðra um-
ræðu, um að það væri ekki í
samræmi við samkomulag um
jöfnun lífeyrisréttinda frá 19.
september.
Meirihluti nefndarinnar, auk
þriggja minnihluta, skiluðu
nefndarálitum á þriðjudag áður
en önnur umræða hófst. Í kjöl-
far hennar gekk málið til nefnd-
arinnar aftur og var afgreitt
þaðan nær óbreytt.
Málið var þó ekki tekið fyrir á
dagskrá þingsins í gærkvöldi og
má því búast við því að þriðja
umræða fari fram í dag.
LÍFEYRISSJÓÐSMÁL
Morgunblaðið/Golli
Alþingi Forystumenn BSRB, SFR og
BHM mættu á þingpalla í gær.
Ósátt með
frumvarpið