Morgunblaðið - 22.12.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.12.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 „Íslendingar eru afar hrifnir af partýspilum um jólin. Spilum sem hægt er að koma auðveldlega í gang og eru ekki of flókin,“ segir Svanhildur Eva Stefánsdóttir, annar eigandi verslunarinnar Spilavinir. Hún segir úrvalið fjölbreytt fyrir jólin og erfitt sé að benda á eitthvert eitt spil sem jóla- spilið í ár. „Sjaldan hafa komið jafnmörg stór spil út eins og fyrir jólin í ár. Þetta eru sannkölluð spilajól.“ Svanhildur segir greinilegt að framleiðendur hafi vandað til verka fyrir jólin í ár í vali á spilum til að þýða og staðfæra á íslensku. „Íslendingar eru líka mikið fyrir orðaleiki og finnst gaman að leika sér með tungumálið,“ segir Svanhildur. Nú fyrir jólin kom út íslenska spilið Fuglafár sem Svanhildur segir tilvalið fyrir fólk á öllum aldri. Spilið er fallega myndskreytt með myndum af ís- lensku fuglunum og spurningum um þá. „Þetta er fallegt spil sem hægt er að stilla upp á borð sem skrauti.“ Viðskiptahópur Spilavina er fjölbreyttur og því seljast jafnt spil fyrir börn og fullorðna. Partýspilin alltaf vinsæl „Partýspilin eru vinsæl í jólaboðin en fólk er að átta sig á því að það er hægt að spila á öðrum tímum en bara um jólin,“ segir Svanhildur. Hún segir töluverða aukningu hafa orðið á spilasölu í ár frá því í fyrra hjá Spilavinum en starfs- mannafjöldi verslunarinnar er tífaldaður dagana fyrir jól. „Fólk er farið að spá meira í spil en það gerði áður og hvað henti þeim sem komi til með að spila það. Mikilvægast er þó að velja spil þann- ig að upplifunin verði sem skemmtilegust,“ segir Svanhildur. Ágúst Þorvaldsson, starfsmaður verslunar- innar Nexus, er sammála Svanhildi og segir erfitt að nefna einhvert eitt spil sem jólaspilið í ár. Hann segir þó partýspilið Codenames, kortaspilið 7 Wonders og kúrekaspilið Colt Express hafa verið afar vinsæl fyrir jólin í Nexus. „Spil er vin- sæl jólagjöf og fólki finnst gaman að spila eftir jólamatinn í fríinu.“ kristinedda@mbl.is Íslendingar hrifnir af orðaleikjum Morgunblaðið/Styrmir Kári Jólaspil Spilaúrvalið er fjölbreytt.  Spilasala eykst með ári hverju  Partýspil vinsæl á meðal Íslendinga Guðni Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi Isavia, bendir á að Isavia loki ekki flugvöllum vegna veðurs heldur sé það flugmanna og flug- rekstraraðila að ákveða hvort þeir lendi á viðkomandi velli eða ekki. Ekkert sjúkraflug var á suðvest- urhorni landsins í um sex tíma eftir hádegi í fyrradag. Ekki var hægt að lenda í Reykjavík og Keflavík vegna of mikils hliðarvinds, eins og fram kom í samtali við Þorkel Ás- geir Jóhannesson, flugmann í sjúkraflugi hjá Mýflugi, í Morgun- blaðinu í gær. Guðni Sigurðsson leggur áherslu á að Isavia sjái um rekstur flugvalla og sjái til þess að búnaður sé í lagi, sjái um snjóhreinsun og hálku- varnir, flugumferðarstjórn og fleira. Flugmenn og flugrekstrar- aðilar meti aðstæður og sé þar tek- ið til aðstæðna á brottfararflug- velli, á flugleiðinni og á flugvellinum sem lent er á. Ýmsar ástæður Eftir að ríkið og Reykjavíkur- borg sömdu um að loka braut 06/24 er Reykjavíkurflugvöllur tveggja brauta völlur. „Það er auðvitað besta þjónustan að vera með flug- brautir í sem flestar áttir en það er þó ekki það eina sem veldur því að ekki er flogið. Stundum hafa flug- menn kosið að fljúga ekki jafnvel þegar allar þrjár brautir voru opn- ar,“ segir Guðni og áréttar að það sé alltaf ákvörðun flugstjóra og flugrekstraraðila hvort lent sé eða ekki út frá þeim aðstæðum sem skapast hverju sinni. Loka ekki vegna veð- urskilyrða  Isavia svarar gagnrýni Mýflugs Morgunblaðið/RAX Neyðarbrautin Henni hefur verið lokað á Reykjavíkurflugvelli. Einn Íslendingur var með allar töl- urnar réttar í Víkingalottóinu í gærkvöldi og vann heilar 53,4 millj- ónir króna. Auk hans var einn Norðmaður með fyrsta vinning. Þá fékk einn íslenskur spilari 2. vinning í Jókernum og fær 100 þús- und krónur í sinn hlut. Vinningsmiðinn var keyptur í Olísbásnum í Keflavík og vænlegri jólagjöf vart hægt að hugsa sér. Íslendingur vann 53 milljónir króna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.