Morgunblaðið - 22.12.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Bankastræti 4 I 101 Reykjavík HEILL HEIMUR AF HÖNNUNARVÖRUM instagram.com/aurumlifestyle facebook.com/aurumlifestyle Rory Dobner krukka Donna Wilson púði Astier de Villatte ilmkerti Notknot púði Donna Wilson refur Vilac bíll Farmers Market galli Laissez Lucie Faire snyrtiveski Leju armbönd Farmers Market peysa Men’s Society peli Men’s Society Beard Comb Margir fagna snjókomunni í höfuð- borginni og félagarnir Dagur Egg- ertsson og Fannar Freyr Atlason eru á meðal þeirra. Þeir æfa saman hjólreiðar með Hjólreiðafélaginu Tindi, auk þess sem Fannar æfir skíðaíþróttina yfir veturinn. Þeim þótti því tilvalið að sameina æfingarnar með því að láta Dag, á hjólinu, draga Fannar eftir nýfölln- um snjónum. Meira hressandi úti- vist er vart hægt að hugsa sér, enda hverjum manni hollt að hreyfa sig vel fyrir hátíðirnar fram undan. Dagur dró Fannar Morgunblaðið/Golli Halldór Guð- mundsson lætur af störfum sem forstjóri Hörpu þann 1. mars nk. og mun um leið taka við nýrri stöðu erlendis. Halldór var ráð- inn forstjóri Hörpu í maí 2012, ári eftir að húsið var opnað. Í tilkynningu frá Hörpu segir að mjög margt hafi áunnist í starfsemi hússins á þeim tíma og gestum Hörpu hafi fjölgað jafnt og þétt. Stefnir í að þeir verði hátt í tvær milljónir á árinu 2016 og viðburðir vel á annað þúsund. Halldór hefur verið ráðinn af norsku bókmenntamiðstöðinni Norla til að stjórna þátttöku Nor- egs sem verður heiðursgestur bókasýningarinnar í Frankfurt árið 2019. Forstjóri Hörpu lætur af störfum Halldór Guðmundsson Í tilefni 130 ára afmælis KEA af- hentu Halldór Jóhannsson fram- kvæmdastjóri og Birgir Guðmunds- son stjórnarformaður Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) tíu milljónir króna að gjöf til kaupa á nýju gegn- umlýsingartæki. „Hafi félagið hagnað af starfsemi sinni er það vilji KEA að láta gott af sér leiða með stuðningi við menn og málefni. Liður í því er að styðja eins og við getum við bakið á lykilstofn- unum á félagssvæði KEA,“ sagði Halldór við athöfnina. Styrktu SAk í tilefni 130 ára afmælisins Gjöf Forsvarsmenn spítalans og KEA í gær. Jólakötturinn er kominn til byggða, segir Þjóðminjasafnið. Hefur kötturinn falið sig inni í safninu og brugð- ið sér í ýmis líki innan um sýning- argripina. Hægt er að nálgast rat- leik í móttöku safnsins þar sem markmiðið er að finna jólaköttinn í grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til. Ratleikurinn er á sex tungumálum; íslensku, ensku, dönsku, frönsku, pólsku og þýsku. Nánar má lesa um afgreiðslutíma safnsins á vefnum thjodminjasafn.is. Leitað að jólakett- inum í safninu Jólakötturinn fylgir gjarnan Grýlu. Guðni Th. Jó- hannesson, for- seti Íslands, er sá sem oftast hefur verið leitað að á leitarsíðunni Google árið 2016. Var hann „gúgglaður“ rúmlega 34 þús- und sinnum. Næstur er bar- dagakappinn Gunnar Nelson, sem hefur verið „gúgglaður“ u.þ.b. 20 þúsund sinnum. Næst á eftir þeim eru Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, fv. forsætisráðherra, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti, og Ragnar Sigurðsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu. Flestir leituðu að forseta Íslands Google Guðni var vinsæll á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.