Morgunblaðið - 22.12.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.12.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira en bara ódýrt! VIAIR Loftdælur, Mikið úrval Tjakkur 2.25T Viðgerðar- kollur, hækkanlegur Mössunarvél Viðgerðarbretti Loftpressa 180L/24L kútur Multitoppur 9-21mm frá 7.495 frá 14.995 4.995 19.995 2.485 17.995 7.495 Í aðfararorðum Andvara víkurritstjórinn að frægri fyrirsát gegn forsætisráðherra landsins:    Íslenskir sjónvarpsáhorfendurhafa aldrei orðið vitni að ann- arri eins framgöngu gagnvart stjórnmálamanni og sjá mátti sunnudaginn 3. apríl. Tveir rann- sóknarblaðamenn, Svíinn Sven Bergman og Jóhannes Kr. Krist- jánsson, eigandi Reykjavik Media og þarna verktaki hjá Ríkisútvarp- inu, leiddu forsætisráðherra í gildru með blekkingum.“    Ritstjórinn lýsir því hvernigkastljósið var einangrað við Sigmund Davíð og segir svo:    Þá vaknar óhjákvæmilega súspurning hvort markmiðið með hinni harðvítugu umfjöllun um Panamaskjölin hérlendis hafi ekki síst verið að ryðja Sigmundi úr vegi sem stjórnmálamanni og tilgangur- inn helgað meðalið í því efni. Hinar ofsafengnu árásir á Sigmund Davíð alla hans ráðherratíð ýta undir þá skoðun.    Það er dapurlegt fyrir mann semhefur alla tíð virt Ríkisút- varpið mikils og unnið þar mestalla starfsævina eins og undirritaður, að verða vitni að þeim aðförum á þess vegum sem birtust í hinum fræga Kastljósþætti 3. apríl 2016. Slíku hefði enginn spáð fyrir nokkrum árum.“    Þessi áfellisdómur var skrifaðurfyrir kosningar og birtist þessa daga. Ritstjórinn gat ekki séð fyrir að aðfararmenn væru enn að. Hefði enginn spáð STAKSTEINAR Veður víða um heim 21.12., kl. 18.00 Reykjavík -3 léttskýjað Bolungarvík -3 alskýjað Akureyri -4 alskýjað Nuuk -13 skýjað Þórshöfn 1 skúrir Ósló 3 rigning Kaupmannahöfn 3 þoka Stokkhólmur 2 alskýjað Helsinki 3 skýjað Lúxemborg 2 þoka Brussel 5 léttskýjað Dublin 5 léttskýjað Glasgow 4 rigning London 10 rigning París 6 skýjað Amsterdam 6 þoka Hamborg 4 léttskýjað Berlín 1 heiðskírt Vín -3 skýjað Moskva 0 alskýjað Algarve 15 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 14 léttskýjað Róm 16 heiðskírt Aþena 5 súld Winnipeg -9 skýjað Montreal 0 léttskýjað New York 0 skýjað Chicago -3 þoka Orlando 14 þoka Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:23 15:31 ÍSAFJÖRÐUR 12:10 14:54 SIGLUFJÖRÐUR 11:55 14:35 DJÚPIVOGUR 11:02 14:51 Maðurinn sem stakk konu með hnífi í Grein- ingar- og ráðgjaf- armiðstöð ríkis- ins í Kópavogi á mánudag, skildi eftir sig hníf og grímu á vett- vangi. Gríman sem árásarmað- urinn klæddist er lík þeirri sem fræg varð í Scream- hryllingsmyndunum að því er RÚV greindi frá í gær. Lögreglan rannsakar nú munina og freistar þess að finna vísbend- ingar um hver árásarmaðurinn er. Árásin átti sér stað í stigagangi hússins að Digranesvegi 5 í Kópa- vogi, á milli jarðhæðar og annarrar hæðar. Var konan, sem er starfs- maður við stöðina, á leið upp og árásarmaðurinn á leið niður. Konan fékk skurð á handlegg þannig að blæddi úr. Að sögn Gríms Grímssonar, yfir- lögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur töluverður fjöldi ábendinga borist lögreglunni vegna málsins. Skildi eftir sig hníf og grímu  Líktist grímu úr þekktri kvikmynd Scream Gríman úr myndinni Scream. Jón Þórisson jonth@mbl.is „Eimskipafélagið var með svona skip í rekstri á 8. áratug síðustu aldar, Eyrarfoss og Álafoss svo dæmi sé tekið,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Í Morgunblaðinu í gær var frá því greint að færeyska skipafélagið Smyril Line Cargo væri að hefja sigl- ingar með ferju, milli Þorlákshafnar og Rotterdam í Hollandi. Kom jafn- framt fram að ferjan tæki 90 tengi- vagna og 500 bíla í hverri ferð. Ferjur af þessu tagi hafa verið nefndar ekju- skip. Sömuleiðis kom fram að þriðj- ungi meira magn kæmist í tengivagn en hefðbundinn 40 feta gám. „Á níunda áratugnum tóku menn ákvörðun um að hætta rekstri þess- ara skipa því þau hentuðu ekki rekstrarumhverfi viðskiptavina fé- lagsins. Eimskip er áætlunar- siglingafélag sem siglir á margar hafnir. Þær eru ekki allar útbúnar til að taka ekjuskipum. En alþjóðlega eru gámaflutningar algerlega ráðandi við flutning vara á milli landa.“ Ólafur segir varðandi þann þátt að meira magn komist í tengivagn en hefðbundinn 40 feta gám, að það ráð- ist af þyngd vörunnar sem flutt er. „Þær vörur sem mest er flutt af frá landinu eru fiskur, ál og önnur þunga- vara. Það eru mjög strangar reglur hér á landi og annars staðar í Evrópu um hversu þungur flutningabíll má vera á vegum. Það er því oftar en ekki að flutningsrými er ekki fullnýtt í gámi vegna þyngdar farmsins. Hann segir Eimskipafélagið oft hafa horft til þessarar flutningaaðferðar í gegnum tíðina. „Niðurstaðan hefur ávallt orðið sú að gámar henti betur.“ Leitað var viðbragða Samskipa af sama tilefni en félagið kaus að tjá sig ekki um efnið. Telja gáma hentugri til sjóflutninga  Eimskipafélagið hætti rekstri ekjuskipa snemma á níunda áratug síðustu aldar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.