Morgunblaðið - 22.12.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.2016, Blaðsíða 12
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég er fædd og uppalin áBarðaströndinni, á bæn-um Seftjörn, en ég fluttiað heiman þegar ég var fimmtán ára, af því ég þurfti að fara í skóla, burt frá sveitinni. Fyrst fór ég í Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði, síðan í Menntaskólann á Ísafirði, þá í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi og þaðan í Háskóla Íslands í Reykjavík til að nema guðfræði. Ég bætti svo við mig námi í Kennaraháskóla Ís- lands og fór svo aftur í háskólann til að læra mannfræði. Seinna fluttist ég til Patreks- fjarðar og enn seinna til Noregs, og þar vant- aði mig rætur. Ég fann mig knúna til að fara til heimahaganna, svo ég skellti mér í einu sumarfríinu á Ís- landi heim á Barðaströndina í gönguferð og í framhaldinu fór að ganga meira um þetta svæði. Ég gekk það eiginlega í mig að eiga heima þarna, gat staðsett mig í heiminum,“ segir Elva Björg Ein- arsdóttir, höfundur bókarinnar Barðastrandahreppur, göngubók. „Eftir að ég flutti heim frá Noregi fyrir tólf árum fór ég að ganga meira fyrir vestan og ég átt- aði mig á að það var ekkert minna að sjá á Barðaströnd en víða annarsstaðar þar sem ég hafði gengið. Upp úr því kviknaði þessi hugmynd að segja frá því. Bókin hefur því verið í vinnslu í áratug.“ Talaði við heimafólk Elva Björg segir að hún og yngsta dóttir hennar, Þuríður, hafi markvisst byrjað að ganga um Barðaströndina fyrir átta árum, en þá með það í huga að gera bók um barnagönguleiðir. „Þuríður hefur gengið flestar þessar leiðir sem eru í bókinni, frá því hún var sex ára, sem er yndis- legt, því samvera með barni í gönguferðum er mjög gefandi,“ segir Elva Björg sem stúderaði Ég þurfti að stað- setja mig í heiminum Fyrir um áratug fór Elva Björg Einarsdóttir markvisst að ganga um æskuslóðir sínar, Barðaströndina, með dóttur sinni, með það í huga að gera bók um barnagönguleiðir. En á leiðinni breyttist bókin í göngubók fyrir alla aldurshópa með hugleiðingum höfundar, fróðleik um jarðfræði, fornleifar, örnefni og sögur á bak við þau. Göngugarpur Elva Björg á leiðinni á Auðnaöxl sem er á Hjarðarnesi. Svalar þorsta Þuríður dóttir Elvu og göngufélagi við upptök Miðhlíðarár. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Besta aðferðin til að geyma brauð er við stofuhita í óemeleruðum leirpotti. Aðrir möguleikar eru brauðkassar, vaxhúðaðir brauðpokar eða pappírs- pokinn sem bakarinn pakkaði brauðinu í. Á vefsíðu Landssambands bakara- meistara, www.labak.is, er ýmis fróð- leikur um brauð og geymslu þeirra. Þar segir m.a. að í leirpotti sé lítil hætta á að mygla myndist og sama eigi við um brauðkassa sem lokast ekki loftþétt. Þá er ráðlagt að strjúka yfir brauð- geymsluna með klút vættum ediki til að hindra myglumyndun. Best er að geyma skorin brauð þannig að skurðarflöturinn snúi niður því þá þornar brauðið hægar. Brauð með háu hlutfalli af rúg, heil- korni eða súrdeigi geymast best. Með réttri meðhöndlun má geyma hvít brauð í allt að 2 daga, hveitibrauð blönduð með rúg í 2 til 4 daga, rúg- brauð blönduð með hveiti í 3 til 4 daga, rúgbrauð í 4 til 6 daga og kjarnarúgbrauð í 7 til 9 daga. Vefsíðan www.labak.is Morgunblaðið/Ómar Brauðmeti Fátt bragðast betur en nýbakað brauð. Hin stökka sæla varir þó ekki. Kanntu brauð að geyma? Á jólatónleikunum KEXMas á KEX Hostel, sem hefjast kl. 21 í kvöld, fimmtudag 22. desember, á KEX Hostel koma m.a. fram tónlistar- mennirnir góðkunnu Salka Sól, Snorri Helga og Valdimar. Þegar blóðþrýstingurinn fer yfir heilbrigð mörk í jólastressinu get- ur verið afslappandi að koma sér fyrir á notalegum stað og njóta tónleika húsbandsins á KEX við tólgarkertaljós í rólegheitum. Um leið má gæða sér á eggjapúnsi, jólabjór, möndlum og því sem er á jólamatseðli Sæmundar í spari- fötunum. Húsbandið skipa þau Andri Ólafs- son, Magnús Magnússon, Salka Sól Eyfeld, Snorri Helgason, Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn. Þau hafa getið sér gott orð í hljóm- sveitum á borð við Moses Hightower, Ylja, Valdimar, Tilbury, AmabAdamA og Snorri Helgason. Á dagskránni eru sígræn íslensk jólalög í bland við nokkur erlend, t.d. Líða fer að jólum, Fyrir jól og Little Christmas. Aðgangur er ókeypis. KEXMas stemning á KEX Hosteli í kvöld Sígræn íslensk og erlend jólalög Húsbandið Örn Eldjárn, Snorri Helgason og Salka Sól í fremri röð. Fyrir aftan þau standa f.v. Andri Ólafsson, Magnús Magnússon og Valdimar Guðmundsson. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Reykjavík: GÞ - skartgripir & úr, Bankastræti 12 s: 551-4007, Meba, Kringlunni s: 553-1199, Meba - Rhodium, Smáralind s: 555-7711 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554 4320 Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úr- smiður, Hafnargötu 49 s: 421-575 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi s: 462-2509 RAYMOND WEIL söluaðilar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.