Morgunblaðið - 22.12.2016, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016
Ég er afskaplega
undrandi á útspili sitj-
andi ríkisstjórnar
varðandi kjaramál
okkar eldri borgara,
sem á að taka gildi um
næstu áramót. Að
skerða greiðslur frá
almannatryggingum
vegna smálaunatekna
og greiðslna frá
lífeyrissjóðum, svo og
ef við höfum sýnt þá ráðdeildarsemi
að eiga peninga í banka og fá af þeim
smánarlega vexti, er gjörsamlega fá-
ránlegt, það að þeir séu notaðir til að
skerða greiðslur frá almannatrygg-
ingum, og eru skattlagðir sér-
staklega – það ber vott um rotið og
furðulegt innræti.
Ráðamenn þjóðarinnar virðast
hafa gleymt því algjörlega hver var
uppruni almennra trygginga og
hvernig til þeirra var stofnað. Sá
merki maður Ólafur Thors, fyrr-
v.forsætisráðherra, er brautryðjandi
almannatryggingakerfisins. Þegar
því var komið á fót var það skýrt
tekið fram að greiðslur frá almanna-
tryggingum skyldu allir fá, án tillits
til annarra tekna. Þá var gert ráð
fyrir því að greiðslur frá lífeyris-
sjóðum yrðu viðbót við greiðslur al-
mannatrygginga.
Það er mjög brýnt að hækka líf-
eyrinn frá Tryggingastofnun núna
strax um næstu áramót í a.m.k. kr.
400 þúsund á mánuði fyrir skatt.
Þegar skattur hefur verið greiddur
standa eftir um kr. 320 þúsund, sem
er algjört lágmark, til þess að lifa af,
fyrir þá sem ekkert
hafa annað. Þeir sem
hafa greiðslur úr lífeyr-
issjóðum og hugsan-
legar vaxtatekjur
myndu þá hafa betri
kjör og geta lifað lífinu
lifandi, enda er sjálf-
sagt að umbuna þeim
sem sýnt hafa ráðdeild-
arsemi og fyrirhyggju.
Það er löngu tímabært
hætta að refsa fyrir það
að sýna ráðdeildarsemi
og að ég nú tali ekki um
að viðkomandi leggi gjörva hönd á
einhverskonar vinnu, sem hann fær
þá greitt fyrir. Mér sýnist að það
beri að fagna því ef eldri borgarar
nenna og vilja miðla af þekkingu
sinni og reynslu. Fögnum öllum
vinnandi höndum.
Við skulum taka frændur okkar,
Norðmenn, til fyrirmyndar í þessu
efni og láta okkur eldri borgara og
öryrkja fá lífeyrinn skattfrjálsan.
Það er út í hött að skattleggja lífeyr-
inn og allar skerðingar skulu sendar
út í hafsauga.
Hættum að refsa fyrir
ráðdeild og sparsemi
Eftir Helga K.
Hjálmsson
Helgi K. Hjálmsson
» Við eigum að sjá
sóma okkar í því að
gera ævikvöld okkar
eldri borgara og öryrkja
fjárhagslega áhyggju-
laust.
Höfundur er viðskiptafræðingur
og fv. formaður Landssambands
eldri borgara.
Ytri straumar valda
oft umróti. Fjölgun
ferðamanna og fólks
utanlands frá, sem
leitar starfa og at-
hvarfs, auk annarra
áhrifa, breyta íslensku
samfélagi, en mega
ekki raska kjölfestu ís-
lensks máls, er felur í
sér einstæð verðmæti.
Íslenska geymir forn-
norræna rökvísi, beygingar og brag-
arhætti, sem aðrar Norðurlanda-
tungur gera ekki lengur á sama hátt.
Vesturheimsk tunga og viðhorf setja
mark sitt á íslenskt mál og skekja
stoðir þess. Miðborg Reykjavíkur
hefur líkt og breyst í erlent hverfi,
ekki aðeins vegna erlendra gesta, er
fara um stræti, og fagna ber, heldur
erlendra heita gististaða, verslana
og fyrirtækja. Ekki fer vel á því, en
úr væri hægt að bæta, bæru þau
einnig íslensk nöfn. Veggjakrot og
skrípamyndir lýta líka miðborgina
og votta virðingarleysi fyrir um-
hverfinu. Krotið minnir á niðurnídd
hverfi erlendra stórborga en ekki
fögur miðborgarsvæði.
Enskan brenglar íslenskuna og
dönskuslettur rótast einnig upp úr
jarðvegi. Skyndilega eru menn yfir-
gengilega „upplifaðir“ eftir að hafa
kynnst einhverju, orðið fyrir því,
reynt og skynjað. Þegar komið er á
bernskuslóðir geta menn sagt að
þeir upplifi bernsku sína, er svip-
myndir fortíðar leita á huga. En að
lýsa skynjun sinni í samtíð sem upp-
lifun fellur illa að rökvísi íslensks
máls frá fornu fari, er aðgreinir ytri
og innri veruleika. Ekki samræmist
því að segjast upplifa mátt og fegurð
íslenskra fjalla, heldur hrífast menn
af fegurð og áhrifamætti fjallanna.
Ekki fer vel á að fjalla um að upplifa
stríð og stríðstíma heldur að lifa
slíka tíma. Á sama veg fer illa á því
að segja að menn upplifi öryggi, en
betur að orða hugsun sína með því
að segja, að menn finni
til öryggis eða njóti
þess. „Upplifun og æv-
intýri í Húsdýragarð-
inum,“ kveður við úr
Ríkisútvarpinu. Betra
væri: Ánægjustundir
og ævintýri í Húsdýra-
garðinum. „Upplifðu
glæsilegan staðalbúnað
í BMW,“ segir í auglýs-
ingu, er fær óáreitt að
heyrast þaðan líka.
Einnig önnur: „Gefðu
ógleymanlega upplifun
með þyrluflugi.“ Betra væri: Gefðu
ógleymanlegt þyrluflug.
Stjórnendur sjónvarps- og út-
varpsþátta heilsa viðmælendum sín-
um oft með því að segja: „Velkomnir
báðir tveir eða velkomnar báðar
tvær eða velkomin bæði tvö.“ Óþarft
er að bæta „dönskum“ hortittum við
kveðjuna. Íslenskan þarfnast ekki
slíkra viðbóta því beygingarmyndin
gefur til kynna við hverja er rætt,
karla, konur eða konu og karl. Sé
„báðum tveim“ bætt við kveðjuna,
læðist að sá grunur að annar við-
mælenda gæti verið óvelkominn og
nauðsyn því að staðfesta að hann
eigi erindi í þáttinn.
Vaxandi áhrif ensku á íslenskt mál
birtast í því, að viðtengingarháttur
sagna er oft sniðgenginn í töluðu og
rituðu máli, og framsöguháttur eða
nafnháttur hafður í stað hans. Mikils
er misst úr íslensku sé vikið frá
notkun viðtengingarháttar sem tjáir
margvísleg blæbrigði tungunnar.
Menn furða sig á því hvernig eitt-
hvað getur gerst fremur en að segja
hvernig það geti gerst. „Framtíð
vöruflutninga á sjó gæti falist í því,
að sjálfsiglandi skip sigla um heims-
ins höf,“ var skrifað undir mynd af
slíku skipi í Morgunblaði, og gæti
gengið, en betra væri að hafa við-
tengingarhátt og rita svo; … að
sjálfsiglandi skip sigli um höfin.
Annarrar og fyrstu persónu for-
nöfnin, þú og við, eru í seinni tíð
mjög viðhöfð í tali og rituðu máli
eins og í ensku í stað þolmyndar og
miðmyndar sagna. Við það verður ís-
lenskt mál óskýrt og rýrt gæðum.
„Þegar þú ferð upp á Everest“
heyrðist í útvarpsþætti og gátu þá
allir er á hlýddu gert ráð fyrir að
eiga það afrek eftir. Betra væri að
segja: Þegar farið er upp á Everest-
fjall. Meira að segja velvirtir frétta-
og dagskrárgerðarmenn Ríkis-
útvarpsins víkja oft frá þolmynd og
temja sér enskuafbökunina.
Von er að spurt sé hvort málfars-
ráðunautar séu hættir að starfa hjá
fjölmiðlum eða hirði ekki lengur um
að verja stoðir íslenskrar tungu,
hörfi undan holskeflu erlendra
áhrifa og sætti sig við að tungan sé
svipt eigindum sínum og kostum?
Fagna ber að mannlífs- og menn-
ingarstraumar víða að berist að
landinu, og fjölþætt samskipti séu
við umheiminn. Samfara því er þó
ekki sjálfsagt að fjölmenning og
óheft innrás enskunnar hertaki ís-
lenska menningu og umbreyti innri
gerð íslenskrar tungu. Hún á sér
djúpar norrænar og líka keltneskar
rætur, hefur frá upphafi Íslands-
byggðar mótað hugsunarhátt hér-
lendis og orðsnið og málskilningur
borist milli kynslóða.
Íslenska hefur fyrr og síðar orðið
fyrir margvíslegum áhrifum, en
fram að þessu hefur tekist að aðlaga
þau innri gerð hennar og viðhalda
eigindum, blæbrigðum og bragar-
háttum málsins og miklu varðar að
svo verði áfram. Litlu munaði að
innri stoðir þess brystu um miðja 19.
öld. Fjölnismenn komu þá íslensk-
unni til bjargar og þýðingar Svein-
björns Egilssonar á erlendum önd-
vegisritum höfðu líka mikið að segja
í baráttunni. Slíkra árvökulla ís-
lenskuvina er vant í umróti sam-
tíðar, þegar vegið er að grunn-
stoðum íslensks máls, og óskandi að
þeir komi fram og láti vel að sér
kveða.
Íslenska í umróti
Eftir Gunnþór
Ingason » Von er að spurt sé
hvort málfars-
ráðunautar séu hættir
að starfa hjá fjölmiðlum
eða hirði ekki lengur um
að verja stoðir íslenskr-
ar tungu …
Sr. Gunnþór Þ. Ingason
Höfundur er prestur.
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
Pilot
síðan 1937
ERNA
Skipholti 3 - Sími: 552 0775
www.erna. is
Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA
Það er nú eða aldrei!
1ct demantshringur (IP1) 1.000.000,-
0.50ct demantshringur (HS1) 400.000,-
0.25ct demantshringur (HS1) 200.000,-
KR. 339.900,-
Bluetooth & WiFi -
Kraftmikill og þéttur
hljómur - Fimm innbyggðir
magnarar samtals 480 W.
- Einfaldur í notkun með
BeoMusic smáforriti
A9
Þráðlaus hátalari
lágmúla 8 · sími 530 2800