Morgunblaðið - 22.12.2016, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016
Halldór Guðmundsson lætur af störfum sem for-
stjóri Hörpu í byrjun mars og mun um leið taka
við nýrri stöðu í Noregi. Hann hefur verið ráðinn
af norsku bókmenntamiðstöðinni Norla til að
stjórna þátttöku Noregs sem verður heiðurs-
gestur bókasýningarinnar í Frankfurt árið 2019.
Halldór stýrði þátttöku Íslands á sömu bókasýn-
ingu árið 2011 þegar íslenskar bókmenntir voru í
öndvegi.
Í tilkynningu frá Hörpu er haft eftir Halldóri
að mikil eftirsjá sé fyrir hann að Hörpu og því
frábæra starfsfólki sem þar vinnur, en um leið sé
honum mikill heiður sýndur með því að vera boð-
ið að annast svo mikilvægt bókmenntakynningarverkefni fyrir annað land,
og bókmenntir og bókaútgáfa séu það svið sem hann hefur helgað mestan
hluta starfsævi sinnar.
Halldór var ráðinn forstjóri Hörpu í maí 2012, ári eftir að húsið var opnað.
Stýrir þátttöku Noregs í Frankfurt
Halldór Guðmundsson
Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir
gith@mbl.is
„Vissulega er komin spenna og til-
hlökkun. Það eru alltaf forréttindi að
fá tækifæri til að setja upp nýjar leik-
sýningar og skapa eitthvað nýtt með
frábærlega hæfu fólki,“ segir Gísli
Örn Garðarsson, leikstjóri sýningar-
innar Óþelló eftir Shakespeare, sem
Þjóðleikhúsið stendur að í samstarfi
við Vesturport og frumsýnd verður á
stóra sviðinu í kvöld.
Gísli er ekki alls ókunnugur verk-
um Shakespeare, en auk þess að hafa
árið 2002 ásamt Vesturporti sett upp
sýninguna Rómeó og Júlíu, sem nú
hefur verið leikin ríflega 400 sinnum
á þremur tungumálum, setti hann
upp Ofviðrið í München í Þýskalandi
fyrir tveimur árum. Þrátt fyrir þetta
segir Gísli glímuna við Shakespeare
ekki verða auðveldari með reynsl-
unni.
„Eitt af því sem er nefnilega svo
magnað við Shakespeare er að hann
endurtekur sig ekki mikið. Þessi þrjú
verk eru þannig öll mjög ólík og inn-
tak þeirra sömuleiðis. Rómeó og Júl-
ía fjallar auðvitað um ástina, Ofviðrið
fjallar um uppgjör gamals manns við
feril sinn og Óþelló tekst síðan á við
afbrýðisemi og einhvers konar sið-
blindu. Það sem sameinar verkin er
hins vegar tungumálið – á bak við
þau öll er ótrúleg orðalist.“
Kona leikur Jagó í fyrsta sinn
Það orð hefur einmitt löngum farið
af verkum Shakespeare að þau séu
þung og jafnvel ekki fyrir hvern sem
er að takast á við þau. Þessu er Gísli
ósammála.
„Shakespeare getur verið hvers-
dagslegur, alveg
eins og hvað ann-
að. Ég held að
hver sem er eigi
að geta gert sér
mat úr Shake-
speare og það er
nú kannski þess
vegna sem þessi
verk hafa lifað í
400 ár – þarna eru
óteljandi gluggar
inn í hið mannlega eðli. Þetta eru stór
og mikil verk og hver og einn sem
glímir við Shakespeare þarf að finna
sína leið. Þetta held ég að sé líka hluti
af ástæðunni fyrir því að menn geta
sett Shakespeare upp aftur og aftur
og alltaf fundið eitthvað nýtt. Maður
verður að gera þetta að sínu og fara í
sínar eigin áttir.“
Þá kviknar vitaskuld strax sú spurning hvaða átt Gísli fann sér í
Óþelló. „Strax þegar þú stígur frá
frumtextanum og þýðir leikritið ert
þú farinn að eigna þér verkið á ein-
hvern hátt,“ svarar Gísli, en höf-
undur þýðingarinnar sem notuð er í
þessari uppfærslu er Hallgrímur
Helgason. „Ég var í tökum í Eng-
landi svo til allt síðasta ár, sat þar
uppi í Hálöndum og hafði góðan tíma
til að lesa mikið, m.a. Óþelló. Mína
leið að verkinu fann ég síðan þegar
ég ákvað að máta konu í hlutverk
Jagó,“ útskýrir Gísli og segist sam-
tímis hafa fundið hjá sér þörf til að
gera eitthvað úr leikritinu. Þess má
geta að þetta er í fyrsta sinn í 400 ára
sögu Óþelló sem kona leikur Jagó,
svo vitað sé til.
Breytt dýnamík í verkinu
En hverju breytir það að skipta
karli út fyrir konu í hlutverki Jagó,
manneskjunnar sem drífur söguþráð
verksins áfram með ísköldu og að því
er virðist tilgangslausu ráðabruggi
er á endanum kostar sumar sögu-
hetjanna lífið?
„Þetta er í sjálfu sér bara hlutverk
eins og önnur hlutverk,“ svarar Gísli.
„Það er vöntun á góðum kven-
hlutverkum og leikrit Shakespeare
eru mikil karlaleikrit, þannig að
hvers vegna ekki að spyrna við fótum
og búa til í þeim hlutverk fyrir kon-
ur? Þegar við settum upp Rómeó og
Júlíu lék Ólafur Darri hlutverk fóstr-
unnar en aldrei var ég spurður hvers
vegna ég léti karl leika kvenhlutverk.
Það virðist hins vegar teljast til tíð-
inda að kona leiki hlutverk karls, sem
að mínu mati sýnir glöggt hversu aft-
arlega við erum á merinni hvað varð-
ar jafnrétti kynjanna, ekki síður í
leikhúsinu en annars staðar. Þetta er
manneskja sem er í raun siðblind og
virðist fá eitthvað út úr því að níðast
á þeim sem standa henni næst, án
þess að hún viti endilega hvert loka-
markmiðið er – það er ekkert í þessu
„Óteljandi gluggar
inn í mannlegt eðli“
Þjóðleikhúsið frumsýnir Óþelló eftir Shakespeare í kvöld
Gísli Örn
Garðarsson
Spenna Ólafur Egill (Emil), Nína Dögg (Jagó), Björn
Hlynur (Brabantíó), Ingvar (Óþelló), Arnmundur Ernst
(Kassíó), Aldís (Desdemóna) og Guðjón Davíð (Ráðríkur).
alvöru grillaður kjúklingur
Grensásvegi 5 I Reykjavík I Sími 588 8585
Opið alla daga kl. 11-22
A9
KR. 339.900,-
Beolit15
KR. 78.000,-
H2
KR. 29.900,-
H6
KR. 49.900,-
A1
KR. 39.900,-
Einstök vinátta frá fyrstu hlustun
lágmúla 8 · sími 530 2800
Verið velkomin í glæsilega verslun
Bang & Olufsen í Lágmúla 8 og heyrið
hljóminn. Það breytir öllu.
Þráðlaust hljómtæki. Frumleg hönnun og
einstakur hljómur.
Bluetooth ferðahátalari.Öflugur bluetooth hátalari.