Morgunblaðið - 22.12.2016, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016
✝ Sigurjón Svein-ar Jónsson Blá-
feld loðdýraræktar-
ráðunautur fæddist
3. mars 1939 að
Vaðstakksheiði á
Snæfellsnesi. Hann
lést á heimili sínu
12. desember 2016.
Foreldrar Sigur-
jóns voru Jón Sig-
urjónsson, f. 20.
september 1899 á
Bláfeldi í Staðarsveit á Snæfells-
nesi, d. 14. júlí 1990, og Helga
Káradóttir, f. 9. apríl 1904 á
Saurum í Helgafellssveit á Snæ-
fellsnesi, d. 31. júlí 1981.
Systkini Sigurjóns: i) Svein-
laug Lilja Jónsdóttir, f. á Barða-
stöðum 7. mars 1925, d. 4. des-
ember 1983. ii) Esther Óskheið-
ur Jónsdóttir, f. á Barðastöðum
24. júní 1926, d. 23. apríl 2011.
iii) Þórdís Rakel Jónsdóttir, f. á
Vaðstakksheiði 1. október 1929.
iV) Sólveig Benedikta Jóns-
börn þeirra eru Hildur, f. 13.
mars 1996, og Kristján, f. 11. júlí
2002. 2) John Snorri Sigur-
jónsson, f. 20. júní 1973. Barn
Johns með núverandi sambýlis-
konu, Línu Móeyju Bjarnadótt-
ur, f. 3. janúar 1979, er Baltazar
Elí, f. 2. apríl 2016. Börn Johns
með fyrrverandi konu, Jónínu
Sigrúnu Björnsdóttur, f. 4. des-
ember 1974, eru Halla Karen, f.
2. janúar 2000, Ragnhildur Vala,
f. 2. febrúar 2007, og Kjartan
Orri, f. 28. apríl 2009. 3) Kristín
Sigurjónsdóttir, f. 13. desember
1975.
Sigurjón og Ragnhildur gift-
ust 13. ágúst 1972. Byggðu þau
sér hús á Asparteigi 1, Mos-
fellsbæ, en fluttu vorið 1976 að
Ingólfshvoli, Ölfusi. Stunduðu
búskap þar til 1992 og fluttust þá
til Reykjavíkur.
Lengst af starfaði hann sem
loðdýraræktarráðunautur hjá
Búnaðarfélagi Íslands. Síðar
starfaði hann sem yfirdýrahirðir
í Húsdýragarðinum í Reykjavík
frá opnun hans og við kennslu
við Landbúnaðarháskólann á
Hvanneyri.
Útför Sigurjóns fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 22. des-
ember 2016, klukkan 13.
dóttir, f. á Vað-
stakksheiði 7. nóv-
ember 1930. v)
Svavar Gylfi Jóns-
son, f. á Vaðstakks-
heiði 25. maí 1932.
vi) Elísa Steinunn
Jónsdóttir, f. á Vað-
stakksheiði 4. júlí
1935, d. 1. október
2016. vii) Kári
Hólmkell Jónsson,
f. á Vaðstakksheiði
3. mars 1939.
Maki Sigurjóns var Ragnhild-
ur Valgerður Johnsdóttir rak-
arameistari, f. 19. júní 1946, d.
13. febrúar 2003. Foreldrar
hennar voru John Sigurjónsson,
f. í Stavanger í Noregi 4. nóv-
ember 1907, d. 6. febrúar 1962,
og Kristín Pálsdóttir, f. í Nesi í
Selvogi 1. desember 1913, d. 2.
maí 1983. Börn þeirra: 1) Karen
Kristjánsdóttir fósturdóttir, f.
15. janúar 1965. Gift Guðmundi
Hafsteinssyni, f. 11. júlí 1962,
Yndislegur maður er fallinn frá
eftir skamma baráttu við krabba-
mein. Ég var svo heppin að eiga
þennan mann að sem frænda og er
alin upp að nokkru leyti með hon-
um ásamt tvíburabróður hans, hon-
um Kára. Sigurjón var pottþéttur í
einu og öllu, ef maður spurði hann
ráða þá fékk maður ætíð góð ráð til
baka sem gott var að fara eftir. Sig-
urjón var af bændum kominn og
starfaði sem slíkur í fleiri ár ásamt
því að starfa sem loðdýraræktar-
ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Ís-
lands. Hann var einstaklega dug-
legur maður alla tíð í hverju sem
hann tók sér fyrir hendur.
Sigurjón hafði einstaklega góða
nærveru og ekki var hægt að segja
að hávaði eða læti væri að hrjá
hann, verður að segjast eins og er
að af öllum sínum systkinum var
hann sá sem var alla tíð sá rólegasti
úr þeim hópi, en var samt fastur
fyrir á sínum skoðunum. Sigurjón
var yngstur ásamt tvíburabróður
sínum úr hópi átta systkina sem
alla tíð héldu mjög vel saman. Nú
eru fjögur systkini látin úr hópn-
um.
Ég var svo heppin að upplifa
mín fyrstu sveitaböll með honum,
þá var nú aldeilis gaman. Þá sá ég
að frændi minn hafði gott auga
fyrir kvenfólki ekki bara lömbum
og kúm það var spennandi fyrir
litlu frænku að fylgjast með hvað
dömurnar voru hrifnar að honum.
Hann kenndi mér líka á traktor
og var það ekki leiðinlegt komandi
af heyrakstrarvél sem hestar
drógu. Fyrsta bíl minn, bláa
bjöllu, keypti ég náttúrlega af
honum, það hlaut að vera traustur
og góður bíll fyrst ég fékk hann
hjá honum, og reyndist svo vera.
Sigurjón kvæntist sinni góðu
konu Ragnhildi V. Johnsdóttur
1971, og eignuðust þau saman tvö
börn, þau eru; John Snorri og
Kristín, en stjúpdóttir hans er
Karen Kristjánsdóttir. Ragnhildi
missti hann árið 2003. Barnabörn-
in eru sex talsins sem voru hans líf
og yndi.
Undanfarin ár fór Sigurjón í
það áhugamál að taka ljósmyndir
og náði strax góðri tækni og ár-
angri sem slíkur. Hann var ótrú-
lega duglegur að fara í alls konar
fjallgöngur til að ná sem bestu mó-
tívum og myndum um land allt.
Var það ávallt stemning ár hvert
að fá jólakort frá honum með
dásamlegum myndum eftir hann.
Elsku Sigurjón, þakka þér
samferðina í gegnum árin sem
aldrei bar skugga á. Þínum ynd-
islegu börnum og barnabörnum
sendi ég hugheilar samúðarkveðj-
ur og bið þeim guðsblessunar.
Ásta Edda Jónsdóttir.
Það er í raun erfitt að setja sam-
an svo tæmandi sé í stuttu máli orð
sem lýsa vini mínum til 50 ára Sig-
urjóni Bláfeld. Hann var ákaflega
hlýr og gefandi maður sem hafði
mikinn áhuga á allri búfjárrækt;
bæði sem bóndi, kennari og ráðu-
nautur. Í upphafi loðdýraræktar á
seinna skeiði, um 1972, var farið
þess á leit við Búnaðarfélag Ís-
lands að það útvegaði greininni
ráðunaut og varð Halldór Pálsson
búnaðarmálastjóri góðfúslega við
því og taldi að best væri að fá ung-
an ráðunaut sem sendur yrði til
náms erlendis. Benti hann á Sigur-
jón sem góðan kost. Ég var mjög
ánægður með þessa lausn þar sem
kynni okkar voru þá þegar hafin og
hafði því góða trú á honum sem
ráðunaut, eins og kom á daginn.
Hann fór til Noregs og síðar til
Danmerkur og aflaði sér mjög
góðrar þekkingar að öllu sem laut
að greininni, bæði í minka- og refa-
eldi sem við bændurnir nutum
óendanlega góðs af. Hann var boð-
inn og búinn að fara um allt land og
aðstoða bændur í hverju sem upp á
kom og var jafnvígur á heilsuþátt
dýranna sem og fóðurgerð og
flokkun þeirra sem lífdýr. Þetta
þakkaði hann þeim ráðunautum og
dýralæknum sem hann ferðaðist
með á Norðurlöndum í námi sínu
og naut góðrar leiðsagnar þeirra.
Það var einkennandi fyrir Sig-
urjón hve hann var hæverskur
þegar hann leiðbeindi okkur. Hann
fullyrti ekki neitt, en kom yfirleitt
með dæmisögur um hvernig menn
hefðu leyst úr viðkomandi vanda-
málum annars staðar og hvað hefði
komið vel út og hvað ekki. Þessar
kennslustundir voru gefandi og
fróðlegar og augljóst var að leið-
beinandinn hafði gott og farsælt
minni sem reyndist okkur bændum
vel. Loðdýraræktin var samt ekki
eina hugðarefni Sigurjóns, en hann
ferðaðist á tímabili um landið og
dæmdi á hrútasýningum. Það
skipti í raun ekki máli hver áhugi
viðmælenda hans var, hann átti
auðvelt með að ræða um allt sem
laut að búskap og skepnuhaldi,
málefni líðandi stundar, pólitík og
fleira. Hann sótti allar sýningar og
hestamannamót og hafði yndi af
hestaferðum og fjallgöngum bæði
hérlendis og erlendis.
Hann var einnig alvörumaður
og hugsaði mikið um trúmál og
framhaldslíf, sérstaklega eftir að
hann missti sína góðu konu. Hann
las mikið og fór á miðilsfundi og
það sannfærði hann um tilurð
framhaldslífsins. Sigurjón, eins og
svo margir aðrir, átti erfitt með að
sætta sig við að bankahrunið
kæmi svo harkalega niður á venju-
legu fólki, sem missti allt sitt og
meira til.
Hann var því einn af þeim sem
stóðu vaktina niðri á Austurvelli,
barði bumbur og mótmælti kröft-
uglega. Sigurjón var stór hluti af
fjölskyldunni okkar og er hans
sárt saknað. Heimsóknir hans
hingað og ferðalögin sem við átt-
um saman eru okkur mikils virði
og minningarnar munu ylja okkur
áfram.
Við vottum fjölskyldu Sigur-
jóns okkar dýpstu samúð og ósk-
um honum sjálfum alls góðs á nýj-
um slóðum því við höfum vissu
fyrir því að þar er fögnuður mikill.
Guð blessi góðan dreng.
Ásgeir Pétursson.
Ágætur félagi okkar, Sigurjón
Sveinar Jónsson Bláfeld, er látinn.
Við sorgarfrétt sem þessa rifj-
ast upp gamlar minningar frá liðn-
um samverustundum og glaðvær-
um námsárum á Hvanneyri árin
1967-1970.
Haustið 1967 hófu níu ungir
menn framhaldsnám í búvísindum
við Bændaskólann á Hvanneyri og
var Sigurjón einn þeirra. Allir
höfðum við áður lokið búfræði-
námi, sumir frá Hvanneyri og aðr-
ir frá Hólum.
Sigurjón, sem var nokkru eldri
en aðrir í hópnum, hafði lokið bú-
fræðinámi árið 1962 og gerðist þá
bóndi að Ási í Leirár- og Mela-
sveit. Eftir nokkur ár við búskap
hvarf hann frá því starfi og sótti
sér viðbótarmenntun í búvísind-
um til Danmerkur, áður en hann
hóf búfræðikandídatsnámið á
Hvanneyri.
Hópurinn sem kom saman
haustið 1967 náði fljótt saman og
frá fyrsta degi mynduðust vina-
bönd sem aldrei bar skugga á.
Þrátt fyrir aldursmun féll Sigur-
jón strax vel inn í hópinn, enda
hvers manns hugljúfi, glaðvær, fé-
lagslyndur og lífsreyndari en aðrir
í hópnum. Við bárum strax tals-
verða virðingu fyrir okkur eldri og
reyndari manni, sem miðlaði
gjarnan reynslu sinni og yfirsýn á
íslenskum landbúnaði, bæði sem
bóndi og námsmaður úr Dana-
veldi. Á námsárunum stundaði
Sigurjón sjálfstæðan atvinnu-
rekstur, sem hann hafði áður lagt
grunn að, samhliða og eftir bú-
skaparlok. Það hentaði vel hans
lífsviðhorfi að vera sinn eigin
herra.
Sigurjón var oftar en ekki kjör-
inn fulltrúi hópsins við margs kon-
ar félagsmálavafstur sem fylgir
skólasamfélagi á öllum tímum.
Vegna þeirra starfa hans, og eins
að hann var eldri og virðulegri en
við hinir, þá fékk hann fljótlega
aukanafnið „Formaðurinn“ sem
notað var í tíma og ótíma. Á náms-
árunum kynntist hann verðandi
eiginkonu sinni, Ragnhildi Jo-
hnsdóttur, og var það mikið gæfu-
spor þeirra beggja. Ragnhildur
lést árið 2003 og var það mikill
missir fyrir Sigurjón.
Að námi loknu fóru félagarnir
til margvíslegra starfa, tengdir ís-
lenskum landbúnaði. Sigurjón
starfaði við landbúnaðarrann-
sóknir, leiðbeiningastörf og
kennslu, auk þess sem hann gerð-
ist bóndi á Ingólfshvoli í Ölfusi um
skeið, samhliða öðrum störfum.
Það fór aldrei fram hjá okkur
að í honum blundaði íslenski bónd-
inn. Vera má að hann hafi á vissan
hátt séð eftir því að hafa á yngri
árum horfið frá góðri bújörð.
En hvað sem því líður þá skilaði
hann góðu og farsælu ævistarfi á
þeim vettvangi sem hann kaus
sér.
Við kveðjum Sigurjón með
söknuði, hann var þessi góði og
trausti félagi sem aldrei gleymist.
Börnum hans og ættingjum fær-
um við samúðarkveðjur.
Fyrir hönd búfræðikandídata
frá Hvanneyri 1970,
Árni Snæbjörnsson.
Sigurjón Sveinar
Jónsson Bláfeld
✝ Reynir Jóseps-son fæddist
31. október 1941 í
Reykjavík. Reynir
lést á Sjúkrahús-
inu á Selfossi 16.
desember 2016.
Foreldrar hans
voru Jónína Sig-
ríður Guðmunds-
dóttir Waage, f.
1918, og Jósep Jón
Þorbjörn Jóhann-
esson, f. 1918.
Systur Reynis: Erla, Björg,
látin, og Sigurlaug.
Eftirlifandi eiginkona hans
er Ingibjörg Harðardóttir, f.
Sverrir kvæntur Karitas Otte-
sen, 2) Sævar Ingi, 3) Steinar,
maki Rebekka Lind. Þorbjörn
Jósep, kvæntur Helgu Gústavs-
dóttur, börn þeirra 1) Guðni
Reynir, maki Sigrún Elva, 2)
Sigríður, 3) Halldór. Dóttir
Reynis: Jenný gift Borgþóri
Freysteinssyni, börn þeirra 1)
Sæunn María, maki, Björgvin,
2) Freysteinn Smári, maki
Anna Lilja, 3) Berglind Ósk,
maki Jón Vilberg. Barna-
barnabörnin eru níu.
Reynir og Ingibjörg bjuggu
lengst af í Langagerði 126 í
Reykjavík, en frá árinu 2008
bjuggu þau í Miðengi í Gríms-
nesi.
Útför Reynis fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 22. des-
ember 2016, kl. 13.
26. október 1942 í
Reykjavík. For-
eldrar hennar voru
Sigríður Guðjóns-
dóttir, f. 1920, og
Hörður Steinþórs-
son, f. 1920. Ingi-
björg og Reynir
gengu í hjónaband
6. nóvember 1960.
Börn þeirra:
Hörður, kvæntur
Margréti Theó-
dóru Ingibergsdóttur, synir
þeirra 1) Ingi Sveinn, 2) Reyn-
ir Már.
Sigurjón, kvæntur Lindu
Sverrisdóttur, synir þeirra, 1)
Elsku pabbi, tengdapabbi og
afi.
Það er mikið sem við söknum
þín, en allar þær góðu minningar
sem þú skilur eftir þig fylgja okk-
ur alla ævi. Það sem okkur langar
einna helst að nefna, fyrir utan
kærleikann í kringum þig, eru
frasarnir sem fylgdu þér hvert
sem þú fórst. Þú hikaðir ekki við
að bjóða fólki góða kvöldið ef það
vaknaði eða mætti eftir klukkan
átta á morgnana, því að yfirleitt
varstu alltaf vaknaður og mættur
fyrstur.
Þú varst mjög góður gestgjafi
og alltaf jafn yndislegt að heim-
sækja ykkur ömmu og koma með
strákana yfir. Þú varst svo dug-
legur og ósérhlífinn við alls konar
vinnu og verkefni og hikaðir ekki
við að segja fólki að það minnsta
sem einn maður geti gert væri að
vera ekki fyrir ef viðkomandi var
að trufla vinnuna. Karlpeningur-
inn á torfunni gat líka alltaf
treyst á að fá hinn fullkomna
bindishnút frá þér. Þú gast alltaf
lagað þá og þín verður alltaf
minnst fyrir þá. Það er ekki held-
ur hægt að minnast þín án þess að
talan 7:16 komi upp, en þú sagðir
alltaf að þá væri mæting þangað
sem átti að fara hvert sinn. Síð-
asti frasinn sem okkur langar að
nefna er þegar þú spurðir fólk
alltaf hvort það hefði bitið það
rolla þegar það slasaði sig, það
var alltaf þín skýring á meiðslum.
Nú ertu hins vegar kominn á vit
nýrra ævintýra með gömlum vin-
um þínum á þeirri yfirferð sem
þér líkar best og ekkert stoppar
þig, njóttu þess, elsku karlinn
okkar, og takk fyrir allt sem að þú
gafst okkur. Ást þín, kærleikur
og frasar gleymast aldrei. Góða
ferð.
Þorbjörn (Bjössi) og fjöl-
skylda, Miðengi 6.
Elsku afi, þegar ég sit hér og
reyni að finna réttu orðin minnist
ég þín með bros á vör. Ég gæti
skrifað heillanga ritgerð um
hversu yndislegur afi og langafi
þú varst og um allt það sem við
gerðum saman en það var nú þinn
stíll að vera ekki að hanga yfir
hlutunum heldur keyra þá áfram
þannig að ég geri það þér til heið-
urs.
Við gerðum ótalmargt saman í
sveitinni heima, allskonar tilfall-
andi verkefni en það sem ég
minnist einna helst með þér er
girðingarvinna og sauðburður.
Þú varst svo duglegur að keyra út
með mér féð á vorin og það eru
minningar sem mér þykir óend-
anlega vænt um, sérstaklega líka
vegna þess að þú sýndir gífurlega
mikla þolinmæði í kringum sér-
visku mína í sauðburði, þótt þol-
inmæði væri kannski ekki alveg
þín sterkasta hlið þá sýndirðu
mér hana alltaf í sauðburðarsérv-
iskunni, enda held ég að þér hafi
bara fundist gaman að þessu. Ég
er mjög þakklátur fyrir tíma okk-
ar saman og að þú hafir kynnst
strákunum okkar, við munum
passa vel upp á minningu þína, að
þeir muni eftir þér, yndislegum
manni. Nú ertu eflaust kominn á
Blesa þinn og þið félagarnir eltist
við Faxa yfir girðingarnar. Takk
fyrir allt og við elskum þig,
sjáumst seinna.
Kveðja
Guðni, Sigrún og strákarnir.
Mín fyrsta minning af afa er í
Langagerðinu, þar sem hann sit-
ur í stólnum sínum, með yfirvara-
skeggið og að reykja pípuna sína.
Alltaf þegar við komum í heim-
sókn til afa hafði hann einstak-
lega gaman af því að espa mig
upp með kitli og stríðni og ávallt
sagði amma að lokum: „Reynir
minn, hættu nú að æsa strákinn
upp, hann sofnar aldrei.“
Amma og afi voru mikið úti-
vistarfólk og ferðuðust mikið, og
undu sér vel í náttúrunni. Þau
eyddu því svo til öllum sínum frí-
tíma í sveitinni og þýddi ekkert
slór á föstudögum eftir vinnu við
að koma sér austur í sveitina. Afi
var duglegur að hjálpa til við öll
störf sem til féllu, girða, moka,
heyja og hvað eina sem þurfti að
gera, og oftast var ég einhvers-
staðar í kringum hann og þá sagði
hann oftar en ekki: Sverrir minn,
það minnsta sem einn maður get-
ur gert er að vera ekki fyrir!“
Hann reyndi líka eftir fremsta
megni að kenna mér að ganga frá
verkfærum o.þ.h. eftir mig, en
það tók hann mörg ár að koma því
hausinn á mér og óvíst að það
verk sé fullunnið. Þau voru mörg
orðatiltækin sem maður lærði af
því að umgangast afa, og vin hans
Hrein, en oftast nær voru þeir
tveir saman að bralla eitthvað. Ef
maður var svo óheppinn að meiða
sig eitthvað og kveinkaði sér gat
maður stólað á að afi segði: „hva,
beit þig rolla?“
Það var mikið sem maður lærði
af því að fá að vinna með og um-
gangast afa jafn mikið og raun
bar vitni í mínu tilfelli og ekki of-
sögum sagt að það séu mikil for-
ettindi fyrir barn og ungling að fá
að eyða svona miklum tíma með
afa sínum við leik og störf, en auk
þess að verja miklum tíma með
afa við sveitastörfin voru þeir ófá-
ir reiðtúrarnir sem við fórum í.
Afi hafði mjög gaman af hesta-
mennsku og útreiðum og voru að-
alhestarnir hans Blesi og Faxi, og
síðar Spuni og Harpa. Allt voru
þetta skemmtilegir hestar sem
svo til allir gátu riðið og stólað á,
enda vinsælt að fá þá lánaða í
hestaferðir og smalamennsku
þegar þannig bar undir.
Afi var alltaf einstaklega ósér-
hlífinn og ef hann tók að sér verk-
efni þá kláraði hann það sama
hverju gekk á. Ef ákveðið var að
bíða með verk til morguns var
öruggt að afi sagði: „Við förum þá
á fætur sjö sextán.“
Eftir að ég eignaðist sjálfur
börn voru þau svo heppin að fá að
umgangast langafa sinn og með-
an við bjuggum í næsta húsi
hlupu börnin oft í heimsókn til
ömmu Ingu og afa Reynis. Afi var
alltaf góður við krakkana og voru
þau hænd að honum.
Ég er óendanlega stoltur af því
að að hafa fengið að alast upp í
kringum afa og það var oftast
nær ekki hægt að finna fyrir ald-
ursmun þegar við vorum saman,
ég ætla að kveðja hann með sömu
orðum og hann kvaddi mig oft
með: „við sjáumst í næsta stríði.“
Sverrir Sigurjónsson.
Hann Reynir okkar er dáinn.
Þessi ljúfi hægláti maður sem var
ávallt fyrstur til vinnu á morgn-
ana. Ætíð mættur kl. 7.16 og
hvorki mínútu fyrr né síðar. Eða
svo er sagt. Ég sé fyrir mér
skelmislegt brosið hans þegar
yngra fólkið geispaði yfir morg-
unkaffinu og heyri hann þusa
góðlátlega um svefnpurkur og
aumingjaskap.
Reynir var samviskusamur og
ötull starfsmaður og afar góður
vinnufélagi, alltaf tilbúinn að að-
stoða og útskýra ef nýgræðingur
þurfti aðstoðar við. Maður sem
hægt var að treysta. En þótt
hann væri rólegur og yfirvegaður
kraumuðu sterkar tilfinningar
undir niðri. Um þær tjáði hann
sig þó ekki en það var eins og það
streymdi frá honum ástin og um-
hyggjan fyrir fólkinu sínu. Þau
Inga voru í hestamennsku og ef
til vill hefði hann átt að verða
bóndi. Þegar sonur hans steig
það skref og fluttist í Miðengi
eyddu þau hjónin flestum frí-
stundum þar, hjálpuðu til við bú-
skapinn og fluttu þangað þegar
hann hætti störfum fyrir VR. Í
sveitinni virtist hann í essinu
sínu.
Við sem unnum með honum
söknuðum hans sárt, en hann var
búinn að gera sitt, hafði unnið í
kjarabaráttu fyrir félagsmenn
VR nánast alla sína starfsævi,
fyrst sem trúnaðarmaður og
stjórnarmaður og síðan starfs-
maður til áratuga.
Ekki er hægt að minnast
Reynis án þess að hugsa líka til
Grétars Hannessonar sem einnig
er látinn og einstakrar vináttu
þessara tveggja öðlinga. Ólíkra
en sterkra karaktera sem hafa
með nærveru sinni auðgað líf
okkar hinna og minnt okkur á
hvílík gjöf góð vinátta er.
Góða ferð, kæri Reynir. Ég er
þakklát fyrir að hafa verið þér
samferða hjá VR um tuttugu ára
skeið.
Elsku Inga, innilegar samúð-
arkveðjur til þín og þinna.
Anna Björg Siggeirsdóttir.
Reynir Jósepsson