Morgunblaðið - 22.12.2016, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016
Þegar minna verður meira
Langur skuggi
bbbbm
Kvartettar og septett eftir íslensk
tónskáld [allir heimsfrumfluttir].
Atli Heimir Sveinsson: Sjö smá-
munir (6:18; ca. 1960/1990). Karól-
ína Eiríksdóttir: Sex lög fyrir
strengjakvartett (9:29; 1983). John
Speight: Strengjakvartett nr. 2
(9:48; 1974). Leifur Þórarinsson:
Kvartett nr. 3 (9:58; 1992). Sveinn
Lúðvík Björnsson: ...og í augunum
blik minninga (13:45; 2006). Hauk-
ur Tómasson: Langur skuggi*
(17:35; 1999). Félagar úr Kammer-
sveit Reykjavíkur: Rut Ingólfsdóttir
& Sigurlaug Eðvaldsdóttir f., Þór-
unn Ósk Marinósdóttir vla., Hrafn-
kell Orri Egilsson s. + [í *] Júlíana
Elín Kjartansdóttir f., Sigurður
Bjarki Gunnarsson s. og Richard
Korn kb. Hljóðritun: Tæknirekstrar-
deild Ríkisútvarpsins og Stúdíó
Sýrland. Tekið upp í Víðistaðakirkju
2/2006, 2/2007 og 6/2012. Hljóð-
meistari: Páll Sveinn Guðmunds-
son. Meistrun: Hljóðstafir. Smekk-
leysa SMK90, 2015. Heildartími:
67:35.
Virtasta grein („genre“)
kammertónlistar, allt frá því er
Haydn festi hana í sessi á ofan-
verðri 18. öld,
er vafalítið
strengjakvar-
tettinn fyrir
tvær fiðlur,
víólu og selló.
Þrátt fyrir
árklassískar
rætur og 250
ára hefð að baki hefur hún staðið
af sér flestar form- og stílbylt-
ingar með þvílíkum glæsibrag að
enn í dag er greinin jafnvel fram-
sæknustu tónsmiðum eftirsótt
keppikefli og metnaðarfullur
áfangi á sköpunarferlinum.
Í stuttri listmúsíksögu Íslands
bar framan af lítið á frumsömdum
verkum fyrir strengjakvartett og
varla nema von. Fagmenntuðum
tónskáldum tók fyrst að fjölga upp
úr miðri 20. öld, og flytjendur með
næga kammerreynslu voru fyrst í
stað af skornum skammti. Ef
treysta má New Music in Iceland
Görans Bergendal gætu verkin
fram að því (1991) verið innan við
tug að tölu; nánar tiltekið eftir Jón
Leifs [2], Helga Pálsson, Þorkel
Sigurbjörnsson, Gunnar Reyni
Sveinsson, Atla Heimi Sveinsson,
Karólínu Eiríksdóttir [Sex lög] og
Snorra Sigfús Birgisson.
Þótt kvartettsmíðum hafi fjölgað
verulega síðan (h.u.b. 60 virðast nú
skráð hjá Íslenzkri tónverkamið-
stöð), þá hefur enn ekkert strok-
fereyki starfað lengur en fáein ár í
senn. Jafnvel þótt íslenzkir
strengjaleikarar hafi í seinni tíð
skilað ótrúlegum árangri nánast í
hjáverkum, þá hefur vantað slíkan
fastan hóp til frambúðar og hvatn-
ingar frumsmíða, líkt og þegar
Beethoven gat gengið að Schupp-
anzigh vísum – með sögulegum ár-
angri.
Það er því athyglivert hvað tón-
höfundar landsins hafa samt náð
að sinna kvartettsmíðum á undan-
förnum 2-3 áratugum í ljósi að-
stæðna – svo bætist ekki við ötul
útþensla dægurtóngreina á ann-
arra kostnað í æ stórmarkaðs-
væddara framboði. Að skuli þrátt
fyrir allt takast að gefa út disk
með framsækna nútímatónlist við
hæfi líklega fámennasta hlustenda-
hóps landsmanna má að sama
skapi kalla afrek á mörkum hins
mögulega. Veit það vonandi á við-
eigandi framhald.
Alltjent spillir sízt fyrir frábær
upptaka. Hún er í senn skýr og
hljómmikil, og samstillt gæðatúlk-
un flytjenda sömuleiðis eftirrenn-
urum til fyrirmyndar. Það er enda
sláandi hvað hugverk höfunda
virðast njóta sín vel í þessari
tignu umgjörð, og ætti frágang-
urinn sízt að letja til frekari dáða
síðar meir.
Eins og gengur er engu hægt
að spá um endingargildi nýrra
tónverka, sem birtast að auki í
fyrsta sinn í hljóðriti. Viðtaka
augnabliksins ræður þá mestu, og
bezt í sveit eru jafnan sett þau
verk er hvetja til ítrekaðrar hlust-
unar, háð forsendum og smekk
hvers og eins. Hvað undirritaðan
varðar stóð hvað mest upp úr síð-
asta og lengsta verkið (raunar
ekki kvartett heldur septett fyrir
3 fiðlur, víólu, 2 selló og bassa)
eftir Hauk Tómasson, m.a. fyrir
að leyfa sér nú sjaldheyrðan en
því skemmtilegri bullandi púls-
rytma í hröðu þáttunum, auk ör-
þáttasyrpna Atla Heimis og Kar-
ólínu Eiríksdóttur er sýndu og
sönnuðu að ,minna er meira‘ eins
og Engilsaxar segja. Þarnæst
nokkru vandteknari kvartett Leifs
Þórarinssonar heitins. En öll
höfðu verkin sinn sjarma á einn
eða annan hátt, og er því óhætt að
mæla með þessum – innan síns
sérgeira – magnaða hljómdiski.
Úr liðinni framtíð
I call it
bbbmn
Verk eftir Atla Heimi Sveinsson [öll
heimsfrumflutt]. Píanókvintett*
(17:07; 1994/2002). Fjórir söngvar
við pólsk og íslensk ljóð** (15:22;
1979). I call it*** (24:10; 1974).
Anna Guðný Guðmundsdóttir pí-
anó, Rut Ingólfsdóttir & Sigurlaug
Eðvaldsdóttir f., Þórunn Ósk Mar-
inósdóttir vla. og Sigurður Bjarki
Gunnarsson s.* – Rannveig Braga-
dóttir MS, Einar Jóhannesson klar.,
Rut Ingólfsdóttir f., Þórunn Ósk
Marinósdóttir vla. og Inga Rós Ing-
ólfsdóttir s.** – Signý Sæmunds-
dóttir S, Hrafnkell Orri Egilsson s.,
Eggert Pálsson & Árni Áskelsson
slagverk, Anna Guðný Guðmunds-
dóttir píanó.; stjórnandi: Bern-
harður Wilkinson.*** Hljóðritað í
Víðistaðakirkju 6/2002 og 2/
2005. Hljóðmeistari: Páll Sveinn
Guðmundsson. Smekkleysa SMK87,
2015. Heildartími: 59:25.
Fjölbreytninni sem birtist í tón-
verkum Atla Heimis Sveinssonar
er við brugðið; jafnvel svo að gár-
ungar hafa líkt honum við marg-
lita kameljón. En eins og Atli Ing-
ólfsson tónskáld skrifar í disk-
bæklingi á óvenjuþjálu og auð-
skildu máli
var þessi fyrr-
verandi enfant
terrible nýrr-
ar íslenzkrar
tónsköpunar í
rauninni aldr-
ei neinn upp-
reisnarseggur
per se heldur aðeins þjónn list-
rænna þarfa hvers verks og ávallt
reiðubúinn að sniðganga módern-
íska tízku tímans þegar með
þurfti, án þess að gera sér neitt að
reglu – þótt hafi flestum fremur
fylgzt með straumum og stefnum
á löngum ferli.
Með undangengnum fyrirvara
mynda mörg verk hans því jafn-
framt furðunæm tímahylki úr lið-
inni framtíð ef svo má kalla. Verk-
in þrjú á þessum diski eru í öfugri
tilurðarröð, og vill svo skemmti-
lega til að hið yngsta, þríþætti
Píanókvintettinn frá 1994/2002, er
á sinn hátt n.k. síðbúin ,brúkunar-
músík‘ í 60 ára eldri anda Hindem-
iths, enda upphaflega saminn fyrir
flinkustu nemendur Tónlistarskól-
ans í Reykjavík. Bráðskemmtilegt
stykki með stöðuga tilvísun í Eng-
inn grætur Íslending (alías Yfir
kaldan eyðisand) í hæga Elegie
miðþættinum og gáskafullan drop-
ótt skoppandi lokaþátt að hætti
franskra miðaldadansa.
Næst fylgja Fjórir söngvar við
pólsk og íslenzk ljóð (2+2) í dún-
þýðri söngtúlkun Rannveigar
Fríðu Bragadóttur er lýsa mikilli
textainnlifun höfundar. Að því
loknu kemur svo I call it, ,kantata‘
að hætti postexpressjónískra radd-
tækniþróuða 8. áratugar sem Ruth
Little Magnússon frumflutti á sín-
um tíma en hér í glampandi með-
ferð Signýjar Sæmundsdóttur, er
spannar allt frá talsöng Schön-
bergs í fjölbarkabeitta nálgun Ber-
ios og Cathy Berberian.
Síðasta verkið er að minni vit-
und hlutfallslega tormeltast í með-
töku, en dulrómantísku pólsk-
íslenzku söngvarnir kváðu hins
vegar hafa fagnað óvenjumiklum
vinsældum þegar í upphafi. Hvað
sem því annars líður er túlkun
flytjenda þar sem fyrr með mikl-
um ágætum.
Stutt saga – en
í stöðugri sókn
Yfirlit yfir nýjar íslenskar
klassískar plötur
Ríkarður Ö. Pálsson rikardur@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
I call it „Með undangengnum fyrirvara mynda
mörg verk [Atla Heimis] því jafnframt furðunæm
tímahylki úr liðinni framtíð ef svo má kalla.“
ATH: Sýningartíma dagsins í dag (22.des), má finna inná midi.is eða laugarasbio.is
LITLU JÓLIN Í LAUGARÁSBÍÓI
á allar myndir
allan daginn, á morgun.*
Jólin byrja í Laugarásbíói
750 kr
á morgun, þorláksmessu
*Nammipoki frá Nóa Síríus ásamt Svala eða kók frá Vífilfelli
fylgir öllum miðum á allar sýningar fyrir kl. 19:00
GUNTER
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR AULINN ÉG
Skötuveisla
Veislumiðstöðvarinnar
Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6
Þorláksmessu
23. desember 2016
frá kl. 11-15
Pantanir í síma 517 0102
Yfirforinginn
Sveinn Valtýsson
býður ykkur uppá:
Vel kæsta skötu
Mildari skötu
Tindabykkju
Saltfisk
Úrvals síldarétti
Gratineraðan plokkfisk
Hamsatólgur
Feiti
Rófustappa
Hnoðmör
Kartöflur
Rúgbrauð og flatkökur
Verð kr. 3990.-
Hrímaðir snapsar og kaldir
bjórar á tilboði
veislumidstodin.is