Fréttablaðið - 04.02.2017, Side 2
Hjólað í miðbænum
WOW Uphill hjólreiðakeppnin fór fram á Skólavörðustíg í Reykjavík í gær. Keppnin er hluti af Reykjavíkurleikunum og Vetrarhátíð. „Þarna voru
helstu hjólreiðakappar landsins. 27 karlar tóku þátt og tíu konur,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, umsjónarmaður keppninnar. Sjálfur varð Guð-
mundur í öðru sæti í karlaflokki. Sigurvegari í karlaflokki var Emil Þór Guðmundsson en Rakel Logadóttir sigraði í kvennaflokki. Fréttablaðið/Eyþór
Veður
Fremur hæg suðaustanátt í dag, úrkomu-
lítið víðast hvar og léttir til á Norðurlandi.
Snýst í austan golu eða kalda um kvöldið
og fer að rigna á Suðausturlandi.
sjá síðu 62
Betri ferð
fyrir betra verð
- vita.is
Kynntu þér nýjan
sumarbækling 2017
á vita.is
stjórnsýsla Hannes Hólmsteinn
Gissurarson hefur ekki skilað til fjár-
málaráðuneytis skýrslu um erlenda
áhrifaþætti bankahrunsins sem
hann átti að vera búinn með í júlí
árið 2015. Samt sem áður hefur 7,5
milljónum króna verið varið í gerð
skýrslunnar.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
gerði samning við Félagsvísinda-
stofnun sumarið 2014 um að rann-
saka erlenda áhrifaþætti banka-
hrunsins. Átti gerð skýrslunnar að
kosta tíu milljónir króna og verki að
ljúka í júlí 2015. Höfundurinn var
Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
prófessor við Háskóla íslands.
Greiða átti fyrir skýrsluna í fjór-
um jöfnum greiðslum. „Greiddar
hafa verið 7,5 milljónir vegna verk-
efnisins í samræmi við samninginn.
Samkvæmt honum er áætluð loka-
greiðsla, 2,5 milljónir króna, þegar
lokaskýrslu er skilað,“ segir í svari
ráðuneytisins við fyrirspurn Frétta-
blaðsins.
Fjármálaráðuneytið veit ekki enn
hvenær skýrslan mun berast ráðu-
neytinu þrátt fyrir þessa 18 mánaða
töf.
Tafir á birtingu skýrslna úr fjár-
málaráðuneytinu hafa verið gagn-
rýndar nokkuð síðustu vikur eftir
að tvær skýrslur voru birtar á vef
ráðuneytisins eftir áramót sem til-
búnar voru fyrir kosningar í október
síðastliðnum.
Svandís Svavarsdóttir, formaður
VG, segir þessa skýrslu augljóslega
gerða í pólitískum tilgangi og setur
spurningarmerki við að almannafé
sé varið á þennan hátt. „Þegar fjár-
málaráðherra sér sér fært að mæta
til Alþingis eftir frí í Austurríki er
margt sem hann þarf að svara fyrir
og bætir heldur í þann lista,“ segir
Svandís Svavarsdóttir, formaður
þingflokks VG. „Fyrst ber að nefna
drátt aflandsskýrslunnar en einnig
þarf að ræða efni þeirrar skýrslu. Að
auki þarf hann að svara fyrir það af
hverju skýrslan um skuldalækkun
var geymd í ráðuneytinu fram yfir
kosningar,“ bætir Svandís við.
„Til þess eru margar ástæður,
að vinnan við þessa skýrslu hefur
tafist, en alls ekki sú, að slegið hafi
verið slöku við í rannsókninni. Ein
ástæðan er, að beðið var eftir birt-
ingu og afhendingu skjala frá Bret-
landi. Önnur er, að sumir erlendir
viðmælendur voru önnum kafnir
og gáfu ekki kost á sér nema með
margra mánaða fyrirvara,“ segir í
svari Hannesar við fyrirspurn Frétta-
blaðsins. Hann segir þriðju ástæð-
una vera lélegt aðgengi að skjölum
á Íslandi. sveinn@frettabladid.is
Ekkert bólar á skýrslu
Hannesar um hrunið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson birti svar við fyrirspurn Fréttablaðsins á bloggsíðu
sinni síðdegis í gær. Fréttablaðið/Valli
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson prófessor
átti að skila skýrslu
sumarið 2015 um erlend
áhrif bankahrunsins.
Skýrslan hefur enn ekki
borist.
sjávarútvegur Útflutningsverð-
mæti grásleppu á liðnu ári varð um
2,1 milljarður. Er það annað árið í
röð sem verðmæti grásleppuafurða
losar tvo milljarða.
Vöruflokkar afurðanna eru þrír.
Frosin grásleppa, söltuð grásleppu-
hrogn og grásleppukavíar. Kavíar-
inn skilaði mestum verðmætum,
tæpum 900 milljónum, söltuð
hrogn tæpum 700 milljörðum og
frosin grásleppa rúmum hálfum
milljarði. Gengisþróun og sam-
dráttur í veiðum milli ára urðu til
þess að heildarverðmæti lækkar
milli ára um 6,9%, segir í fréttinni.
Aukning varð í sölu á kavíar og
söltuðum hrognum, en samdráttur
í útflutningi á frosinni grásleppu.
Frakkland er langstærsti kaup-
andinn á kavíar, en þangað fóru
yfir 80% og varð góð aukning milli
ára. Svíar keyptu mest þjóða af sölt-
uðum hrognum, nálægt helmingi
alls sem flutt var úr landi. Kínverjar
kaupa bróðurpartinn af gráslepp-
unni. – shá
Grásleppa gaf
tvo milljarða
Hrognin eru verðmætasta afurð grá-
sleppunnar. Fréttablaðið/JSE
atvInna Atvinnuleysi meðal ein-
staklinga með háskólamenntun
minnkaði milli 2015 og 2016.
Í lok desember í fyrra voru tæp-
lega 4.800 á atvinnuleysisskrá en
af þeim voru 1.119 með háskóla-
menntun. Háskólamenntuðum á
skrá hafði þá fækkað um 112 frá því
í lok desember 2015, samkvæmt
upplýsingum frá Vinnumálastofn-
un.
Verkfræðingar sem fluttu til Nor-
egs í kjölfar hrunsins eru farnir að
snúa heim vegna aukinna atvinnu-
tækifæra hér. Í lok desember 2016
voru samt 43 verkfræðingar á
atvinnuleysisskrá, þar af voru sjö
erlendir ríkisborgarar.
Tæknifræðingar á atvinnuleysis-
skrá í lok desember voru 18, þar af
voru fimm erlendir ríkisborgarar.
– ibs
Tæplega fimm
þúsund manns
án atvinnu
Frakkar kaupa langmest
af kavíarnum en Svíar mest
af söltuðum hrognum.
4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð
0
4
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
2
8
-F
7
8
C
1
C
2
8
-F
6
5
0
1
C
2
8
-F
5
1
4
1
C
2
8
-F
3
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
2
8
s
_
3
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K