Fréttablaðið - 04.02.2017, Síða 6

Fréttablaðið - 04.02.2017, Síða 6
Vinnumarkaður Eigandi gisti- heimilisins Our Guesthouse á Akur- eyri hafði tvo starfsmenn, stúlkur frá Póllandi og Ungverjalandi, í vinnu hjá sér síðastliðið haust án þess að greiða þeim laun sam- kvæmt kjarasamningum. Komst upp um málið í desember við eftir- grennslan stéttarfélagsins Einingar Iðju og skattayfirvalda. Þetta staðfestir Björn Snæbjörns- son, formaður Einingar Iðju, og segir að fyrirtækið sé til skoðunar hjá stéttarfélaginu en getur ekki farið nánar í málið. „Við gætum trúnaðar við okkar skjólstæðinga sem eru starfsmenn fyrirtækis- ins. Hins vegar get ég staðfest að við höfum þurft að hafa alvarleg afskipti af fyrirtækinu og það er undir smásjá okkar í víðum skiln- ingi þess orðs,“ segir Björn. „Við lítum málin alvarlegum augum.“ Önnur kvennanna hafði komið sem sjálfboðaliði til Íslands í gegnum síðuna Workaway. Frétta- blaðið hefur sagt frá fjölda aug- lýsinga Íslendinga á síðunni, bæði í ferðaþjónustu og í landbúnaði, en hundruð erlendra ungmenna koma til landsins réttindalaus en fá frítt fæði og húsnæði. Til að mynda gisti konan í opnu rými inni í íbúð eig- anda gistiheimilisins. Konan fór af landi brott um leið og málið komst upp. Vildi hún ekki láta innheimta vangoldin laun sín hjá gistiheimilinu og hefur ekki spurst til hennar síðan. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að sjálfboðaliðastarfsemi í ferðaþjón- ustu og eftirlit með starfseminni sé eilífðarverkefni. „Við vöktum þessar heimasíður þar sem verið er að óska eftir sjálfboðaliðum. Margir aðilar í ferðaþjónustu virðast nýta sér þetta,“ segir Drífa. „Við höldum uppi orðið stífu eftirliti og erum að ná til fólks með því að kíkja í heim- sóknir á vinnustaði.“ Eigandi gistiheimilisins á Akur- eyri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Bað hann blaðamann um að fara af gisti- heimilinu þegar spurst var fyrir um málið. sveinn@frettabladid.is Fékk ekki laun og látin sofa inni hjá eiganda Stéttarfélagið Eining Iðja á Akureyri hefur til skoðunar mál tveggja kvenna sem unnu á gistiheimili á Akureyri. Svo virðist sem þær hafi komið hingað til lands sem sjálfboðaliðar en verið látnar vinna kauplaust á gistiheimilinu. Önnur konan bjó í opnu rými á heimili eigandans. Fréttablaðið/Sveinn Hins vegar get ég staðfest að við höfum þurft að hafa alvarleg afskipti af fyrirtækinu Björn Snæbjörns- son, formaður Einingar iðju Stjórnmál Þingmenn Samfylking- arinnar leita nú stuðnings hjá öllum þingmönnum á Alþingi til að for- dæma tilskipun forseta Bandaríkj- anna um að banna fólki frá Sýrlandi, Írak, Íran, Jemen, Lýbíu, Sómalíu og Súdan að koma til Bandaríkjanna. Í tillögu til þingsályktunar sem send hefur verið öllum þingmönn- um segir að Alþingi skuli fordæma harðlega tilskipunina. Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, segir að aðgerð Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sé fordæmalaus og réttlæti að þjóð- þing Íslendinga fordæmi aðgerðina. „Við teljum mjög mikilvægt að þjóðþingið sjálft fordæmi þetta og sendi skýr skilaboð til Bandaríkj- anna og heimsins að íslensk þjóð líði ekki mismunun á grundvelli trúarbragða og þjóðernis,“ segir Logi. Logi hefur ekki áhyggjur af því að ályktunin kunni að hafa vond áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkj- anna. „Ég held að það myndi hafa slæm áhrif á samskipti þjóðanna ef hann kemst óáreittur upp með þessa hegðun sína.“ „Við sendum hana á alla þing- flokka og viljum helst að allir þingmenn séu á henni. Við höfum kallað eftir því að þetta sé ekki til- laga frá Samfylkingunni heldur frá Alþingi,“ segir Logi Einarsson, for- maður Samfylkingarinnar. – snæ Alþingi fordæmi ákvörðun Trumps Samfélag Þyrlusveit Landhelgis- gæslunnar og starfsfólks Veður- stofunnar og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra nýttu veður- blíðuna á fjöllum á fimmtudag til að yfirfara mælitæki og búnað í grennd við Kötlu og Bárðarbungu. Sem kunnugt er hefur jarðskjálfta- virkni verið talsverð á þessum slóðum að undanförnu og því vilja vísindamenn fylgjast grannt með því sem fram fer í jarðskorpunni. Ákveðið var að kanna athug- unarstöðina á Hamrinum, ofan Gráöldu, og sjá hvers vegna hún sendi ekki lengur upplýsingar til bækistöðvar. Þegar flogið var yfir staðinn kom í ljós að allar sólar- sellurnar voru á kafi í snjó og ís. Þá hafði vindrella stöðvarinnar fokið niður. – bb Nýttu góða veðrið til viðhalds Sérfræðingar veðurstofunnar og almannavarnadeildar yfirfóru mælibúnað á Grænufjöllum. Mynd/landhelGiSGæSlan logi einarsson. formaður Sam- fylkingarinnar 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 4 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 2 8 s _ P 1 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 6 _ N ÝK .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 9 -1 F 0 C 1 C 2 9 -1 D D 0 1 C 2 9 -1 C 9 4 1 C 2 9 -1 B 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 3 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.