Fréttablaðið - 04.02.2017, Page 8
Kynnt verður niðurstaða skýrslu háskólanna MIT í
Bandaríkjunum og IIT Comillas á Spáni sem unnin hefur verið
í samstarfi við Orkustofnun, Landsvirkjun og Landsnet.
Dr. Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri verður með
inngangserindi.
Fyrirspurnir til höfunda skýrslunnar í lok fundar.
Hádegisfundur um orkuöryggi og
stefnu í orkumálum á Íslandi verður
haldinn í fundar sal Orkustofnunar
að Grensásvegi 9.
Orkuöryggi
og stefna
í orkumálum
HÁDEGISFUNDUR
MÁNUDAGINN 6. FEBRÚAR
FRÁ KL.12.00 TIL 13.30
Vinsamlegast skráðu þátttöku á orkustofnun.is/orka
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
70
23
8
20–40%
afsláttur af öllum vítamínum
hjá Lyfjum & heilsu.
Vítamíndagar
Alþingi Þeir flutningsmenn nýs
frumvarps, sem myndi meðal annars
gefa sölu áfengis frjálsa, sem Frétta-
blaðið náði tali af telja líklegra nú en
áður að frumvarpið nái í gegn. Sams
konar frumvörp voru lögð fram á
tveimur síðustu þingum.
Alls eru flutningsmenn frum-
varpsins níu og koma þeir úr fjórum
flokkum. Samanlagður þingstyrkur
flokkanna er 42 þingmenn.
Fyrsti flutningsmaður frumvarps-
ins og þingmaður Sjálfstæðisflokks,
Teitur Björn Einarsson, segist treysta
því að málið fái málefnalega með-
ferð og að um það verði uppbyggileg
umræða í þinginu sem og í nefndum
og í umsögnum sem berast.
Á þeim grunni telur hann að líkur
séu á því að málið fái brautargengi.
Það eigi hins vegar eftir að koma í
ljós.
„Fólk er farið að átta sig á því að
þetta er ekki eins hættulegt mál og
margir vilja meina,“ segir Vilhjálmur
Árnason, einn flutningsmanna, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins og flutn-
ingsmaður fyrri frumvarpa sama
efnis.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, rit-
ari Sjálfstæðisflokks, segist bjartsýn á
að málið komist í gegn. „Ég held það
sé líklegra nú en áður. Til dæmis út af
frjálslyndri ríkisstjórn.“
Þá segja Vilhjálmur og Teitur
Björn báðir að helsti munurinn á
þessu frumvarpi og fyrri frumvörp-
um felist í tveimur þáttum; gerð er
frekari krafa um aðgreiningu áfengis
inni í verslunum frá annarri matvöru
og heimilað verði að auglýsa áfengi.
Teitur Björn segir að reglur muni
gilda um áfengisauglýsingar. Aug-
lýsendum beri að taka fram skaðleg
áhrif óhóflegrar neyslu og skerpt
verði á því að slíkar auglýsingar megi
ekki höfða til barna.
Áslaug Arna segir málið ekki for-
gangsmál. „Það er hins vegar áhuga-
vert að heyra fólk tala um að þetta sé
ekki mikilvægt mál á sama tíma og
það talar um að málið eigi að fara í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er smá
andstæða í því,“ segir hún.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður
Pírata, hvatti til þess á Facebook í
gær að málið færi í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Alþingi ætti frekar að ein-
beita sér að mikilvægari málum.
Vilhjálmur segir málið aldrei
hafa verið forgangsatriði. „En þetta
er stórt prinsippmál. Mér finnst að
menn megi ekki gera lítið úr því.“
thorgnyr@frettabladid.is
Frjálslyndara
þing nær
málinu í gegn
Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir
á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri
frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu.
Mótmæltu Trump
Malasar mótmæltu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í höfuðborginni Kúala Lúmpúr í gær. Mótmælin
fóru fram fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna og söfnuðust hundruð mótmælenda saman. Var þess krafist að
Trump aflétti banni við komu ríkisborgara sjö ríkja í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. Nordicphotos/AFp
Áslaug Arna
sigurbjörnsdóttir,
þingmaður
teitur Björn
Einarsson,
þingmaður
4 . f e b r ú A r 2 0 1 7 l A U g A r D A g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð
0
4
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
2
9
-3
2
C
C
1
C
2
9
-3
1
9
0
1
C
2
9
-3
0
5
4
1
C
2
9
-2
F
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
2
8
s
_
3
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K