Fréttablaðið - 04.02.2017, Side 12

Fréttablaðið - 04.02.2017, Side 12
Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum í Hljóðritasjóð. Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla hljóðritun á íslenskri tónlist. Veittir eru styrkir til að taka upp nýja, frumsamda íslenska tónlist og þannig er stutt við nýsköpun hennar. Hljóðritin skulu kostuð af íslenskum aðilum en mega einnig vera samstarfsverkefni við erlenda aðila. Styrkir eru veittir til ákveðinna verkefna að hámarki til eins árs. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári, 15. mars og 15. september. Næsti umsóknarfrestur rennur út 15. mars kl. 17.00. Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á www.rannis.is. Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi. Stjórn Hljóðritasjóðs Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík Netfang: hljodritasjodur@rannis.is H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ö n n u n Umsóknarfrestur til 15. mars Hljóðritasjóður Styrkir úr Vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands www.krabb.is Vísindasjóður Krabbameins- félags Íslands auglýsir eftir um- sóknum um styrki úr sjóðnum. Markmið sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabba- meinum með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, for- vörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Með hliðsjón af því stofnframlagi sem kom úr sjóði Kristínar Björnsdóttur fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna er sér- staklega tekið fram að hluti styrkveitinga úr sjóðnum skal vera til að styðja við rann- sóknir krabbameina í börnum og unglingum og aðhlynningu krabbameinssjúkra barna. Stofnfé Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands er 250 milljónir króna og í samræmi við ákvæði í stofnskrá sjóðsins mun stjórn sjóðsins úthluta allt að 100 milljónum króna til vísindarannsókna og annarra verkefna á næstu þremur árum. Stjórn sjóðsins mun veita styrki til smærri verkefna og rannsókna en einnig til umfangsmeiri vísindarannsókna. Hámarksupphæð styrks til viðameiri vísinda- rannsókna er 10 milljónir króna á ári. Umsóknareyðublað, stofnskrá, úthlutunar- reglur og aðrar upplýsingar um Vísindasjóð Krabbameinsfélags Íslands er að finna á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands, krabb.is/visindasjodur. Umsóknir skal senda rafrænt á visindasjodur@krabb.is. Umsóknir um styrki vegna vísindarannsókna verða sendar Vísindaráði Krabbameinsfélags Íslands til skoðunar, sem fer yfir allar um- sóknir og veitir stjórn sjóðsins umsögn um þær, eins og nánar er fjallað um í úthlutunar- reglum sjóðsins. Umsóknum um styrki vegna aðhlynningar krabbameinssjúkra barna skal skila á sama umsóknareyðublaði og fylltir út þeir reitir sem við eiga. Úthlutun úr sjóðnum verður í byrjun maí nk. á aðalfundi Krabba- meinsfélags Íslands. Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 1. mars nk. kl. 16:00. Reykjavík, 4. febrúar 2017 Stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands Bandaríkin Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ákvað í gær að beita Írana viðskipta- þvingunum vegna nýrra eldflauga- tilrauna þeirra. Ákvörðunin beinist gegn þrettán einstaklingum  og tólf fyrirtækjum sem annaðhvort eru írönsk eða tengjast írönskum stjórnvöldum. Verða eignir viðkomandi í Banda- ríkjunum frystar og Bandaríkja- mönnum verður meinað að stunda viðskipti við viðkomandi aðila. „Þessar aðgerðir endurspegla skuldbindingu Bandaríkjanna gagn- vart því að framfylgja þvingunarað- gerðum gegn Írönum vegna eld- flaugaverkefnis þeirra og tilrauna þeirra til þess að koma á óreiðu á svæðinu,“ segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þá er aðgerðin talin tengjast til- skipun Trumps um að meina ríkis- borgurum sjö þjóða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum inngöngu í Bandaríkin. Eitt þeirra ríkja er Íran. Vegna tilskipunarinnar bönnuðu írönsk stjórnvöld bandarískum glímuköppum sem áttu að keppa á móti í höfuðborginni Teher- an að koma til landsins. Sjálfur tjáði Trump sig um eldflaugatil- raunir Írana á Twitter í gær. „Íranar leika sér að eldinum. Þeir átta sig ekki á því hversu linur Obama forseti var í þeirra garð. Það verð ég ekki,“ skrifaði Trump og vísaði þar til forvera síns í starfi. Írönsk stjórnvöld svara Trump hins vegar fullum hálsi. Ali-Akbar Velayati, utanríkismála- ráðgjafi æðstaklerksins Khamenei, sagði að Bandaríkin myndu tapa þessari deilu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem barnalegur Bandaríkja- maður hótar Írönum,“ sagði hann í gær. Árið 2015 komust Íranar að sam- komulagi við Bandaríkin, Bretland, Rússland, Frakkland, Kína, Þýska- land og Evrópusambandið um að hætta þróun kjarnorkuvopna gegn því að viðskiptaþvingunum yrði aflétt. Ráðamenn í Bandaríkjunum halda því fram að nýjar tilraunir brjóti á þessu samkomulagi. Því neita Íranar. Tilraunirnar eru sagðar liður í að styrkja varnir ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki komist að niðurstöðu um hvort til- raunirnar brjóti á samkomulaginu. Áður en tilkynnt var um nýjar þvinganir sagði utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, að hótanir myndu ekki bíta á írönsk stjórnvöld. thorgnyr@frettabladid.is Beita Írana þvingunum Nýjar eldflaugatilraunir Írana leggjast illa í Banda- ríkjamenn. Ríkisstjórnin hefur beitt þvingunum. Bandaríkjaforseti segir Obama hafa verið of linan. Íranar leika sér að eldinum. Þeir átta sig ekki á því hversu linur Obama forseti var í þeirra garð. Það verð ég ekki. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna Viðbúnaður við Louvre Þungvopnað lið lögreglunnar í París var við Louvre-safnið í gær. Karlmaður, sem sagður er Egypti á þrítugs- aldri, reyndi að komast inn í verslunarhluta safnsins. Var hann vopnaður sveðju og ógnaði viðstöddum áður en franskur hermaður sem var á vakt skaut hann. Nordicphotos/AFp 4 . f e B r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r d a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 0 4 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 2 8 s _ P 1 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 9 -1 A 1 C 1 C 2 9 -1 8 E 0 1 C 2 9 -1 7 A 4 1 C 2 9 -1 6 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 8 s _ 3 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.