Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.02.2017, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 04.02.2017, Qupperneq 18
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Þá er ótalinn annar kostn- aður sam- félagsins en sama rann- sókn reiknar það svo að um 6 prósent tapaðra vinnustunda í heiminum megi rekja til reykinga. Þar bætist við annar kostn- aðarliður fyrir sam- félagið. Mín skoðun Logi Bergmann #islenskaoperan · Miðasala: opera.is HEFUR ÞÚ UPPLIFAÐ ÁSTARSORG? ÓPERA / LEIKRIT EFTIR POULENC & COCTEAU FRUMSÝNING 9. FEBRÚAR 2017 Í HÖRPU LEIKGERÐ OG LEIKSTJÓRN: BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR FLYTJENDUR AUÐUR GUNNARSDÓTTIR, ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR OG EVA ÞYRI HILMARSDÓTTIR Ef ég væri svona alvöru pistlahöfundur, sem tæki mig hátíðlega, væri ég núna að fara að skrifa pistil um Donald Trump. En vá hvað ég nenni því ekki. Fer hann ekki bara ef við hættum að tala um hann? Í staðinn langar mig að skrifa um annað undarlegt fyrirbæri: Meistaramánuð og hvernig sumir nálgast það, sem kallað er að koma sér í form. Hvað sem það þýðir. Ef það er eitthvað sem allir elska, þá er það einfalda leiðin. Einfalda leiðin til að hætta að reykja, einfalda leiðin til að hætta að borða sykur, léttast, þrífa, læra eða ala upp börn. Við bara elskum þetta og erum alltaf til í að prófa eitthvað sem er bara nógu einfalt. Við vitum alveg innst inni að þetta virkar ekki en okkur langar bara svo sjúklega til þess. Af því þetta er svo einfalt. Sérstak- lega núna, þegar fólk ætlar í einhvers konar panikki að fara að kolefnisjafna ruglið yfir hátíðirnar í Meistara- mánuði. Á einfaldan hátt. Ekki misskilja mig. Einfalt er vissulega gott. Ég vil hafa hluti einfalda. Það segir sig sjálft. Takið til dæmis eftir því hvað orðið einfalt hefur á sér miklu þægi- legri blæ en orðið flókið. Það er vesen og óþægilegt. Vissulega, svona ef maður hugsar það aðeins, er flókið líklegra til að virka. En samt … Þetta er ekki eitthvað sem þessi kynslóð fann upp. Ef internetið hefði verið komið hér áður fyrr þá hefði örugglega einhver leitað að þessu: Einfalda leiðin til að fá sjálfstæði frá Dönum eða einfalda leiðin til að galdra án þess að verða brenndur á báli. Ef ég væri að selja eitthvað þá myndi ég leggja áherslu á að það væri einfalt. Ég held að það sé það fyrsta sem fólk hugsar um. Helst einfalt og kostar enga vinnu. Það er fullkomin vara. Og ég ætla ekki að vera með nein leiðindi út af því. Þannig höfum við fengið alls konar skemmtilega hluti: Bumbubanann, kartöfluflysjarann, alls konar hreinsi- dót. Já, bara allan sjónvarpsmarkaðinn. Einfalt er betra en erfitt Helst af öllu viljum við samt einfalda hluti þegar við þurfum að gera eitthvað erfitt. Eins og grennast. Þá fyrst erum við til í að gera okkur að algjörum fíflum til að komast hjá því að leggja eitthvað á okkur. Æfa í þrjár mínútur á dag og missa 15 kíló. Já, það hljómar eðlilega. Drekka grænt te og breyta engu öðru og missa tíu kíló. Já, það er einmitt það sem ég er tilbúinn til að leggja á mig. Og hver gæti gleymt megrunarkaramellunum eða eyrnalokkunum eða plástrunum eða munnspreyinu eða bara einhverju sem er með orðinu einfalt. Svo voru líka pillurnar. Ein pilla og sex vatnsglös þrisvar á dag og þá ertu ekkert svangur. Og núna síðast. Rauð- vínsglas fyrir svefninn og kílóin fjúka af. Frábært! Í alvöru. Hvað ætli sé almennt að gerast í höfðinu á fólki sem heldur að það grennist við það að borða súkkulaðikaramellur? Sennilega harla lítið en ég ætla ekki að dæma. Þetta er svo einfalt. Einfaldur sannleikur Nú er ég hvorki lærður einkaþjálfari né íþróttakennari en ég held að það sé í raun búið að rannsaka þetta allt. Ef þú ætlar að léttast þá þarftu að brenna fleiri hita- einingum en þú innbyrðir. Sem er vissulega einfalt en kannski ekki jafn skemmtilegt að æfa í þrjár mínútur tvisvar í mánuði og borða megrunarkaramellur og drekka rauðvín þess á milli. En þegar þið hugsið ykkur aðeins um. Hefur einhver sagt að lífið sé einfalt? P.s.: Einfalt kemur fyrir 22svar sinnum í þessum pistli. Bara ef þú varst að pæla í því. Já, eða 23svar með þessu síðasta. Einfalda leiðin Heilbrigðiskerfi í heiminum eyða tæp-lega 1.500 milljörðum Bandaríkja-dala á ári hverju í læknisþjónustu vegna sjúkdóma og kvilla sem tengj-ast reykingum, samkvæmt nýlegri rannsókn Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar WHO. Talan er vissulega svimandi há. Ef til vill er auð- veldara að átta sig á umfanginu með því að benda á að fyrir hverjar 100 krónur sem fara í útgjöld af hvaða toga sem er, hvar sem er í heiminum, fara tvær krónur í þennan eina kostnaðarlið. Tæplega ein af hverjum tíu krónum sem fara í heilbrigðismál á heimsvísu rennur að endingu í meðferðir og annan kostnað vegna fylgikvilla reykinga. Þá er ótalinn annar kostnaður samfélagsins en sama rannsókn reiknar það svo að um sex prósent tapaðra vinnustunda í heiminum megi rekja til reykinga. Þar bætist við annar kostnaðarliður fyrir samfélagið. Löngu er orðið þekkt að reykingar valda ýmiss konar heilsutapi. Reykingafólk er líklegra til að glíma við hjartasjúkdóma og rannsóknir benda til að reykingar geti valdið allt að sautján tegundum af krabbameini. WHO telur að á ári hverju megi rekja um 12 prósent allra dauðsfalla í aldurshópnum 30 til 69 ára til reykinga. Í ofangreindum tölum eru ótaldir fylgikvillar óbeinna reykinga, sem vissulega er erfiðara að festa hendur á. Haft er fyrir satt að allt að sex milljónir manna deyi af þeirra völdum á ári hverju. „Reykingar eru einhver stærsta heilsuvá sem mann- kynið hefur staðið frammi fyrir,“ segir í skýrslu WHO. Stofnunin gengur ekki svo langt að leggja til allsherjar bann við reykingum. En bendir á að reynslan sýni að ofurskattlagning á tóbaki sé besta leiðin til að berjast gegn aukinni neyslu. Hér á Íslandi voru opinber gjöld á tóbak hækkuð um áramótin; svokallað tóbaksgjald nemur nú rúmum 480 krónum á hvern pakka. Við bætist síðan 24% virðisaukaskattur. Ef miðað er við að sígarettu- pakki kosti 1.500 krónur renna 60 prósent verðsins til ríkisins. Miðað við ráðleggingar WHO er það ekki nóg. Ljóst er að gjald þetta hrekkur hvergi nærri til að standa undir þeim mikla þjóðfélagslega kostnaði sem hlýst af reykingum. Reykingar eru líka ólíkar mörgum öðrum skað- völdum, að því leyti að reykingamaðurinn skaðar ekki einungis sjálfan sig með háttsemi sinni, heldur einnig aðra gegnum óbeinar reykingar. Kostnaður sem af hlýst vegna óhófsneyslu greiðist svo úr sam- eiginlegum sjóðum. Þau hófsömu borga fyrir hin sem ráða ekki við neyslu sína. Það er ósanngjarnt. Reykingar eru sjálf- skaparvíti öfugt við flesta sjúkdóma sem herja á fólk. Úttekt WHO minnir okkur á skaðsemi tóbaks. Kannski er ástæða til að banna hreinlega neyslu skað- valdsins. Sennilega er ekki lengra en ein mannsævi í að sú verði raunin. Sjálfskaparvíti 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r18 s k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð i ð SKOÐUN 0 4 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 2 8 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 9 -0 1 6 C 1 C 2 9 -0 0 3 0 1 C 2 8 -F E F 4 1 C 2 8 -F D B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 8 s _ 3 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.