Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.02.2017, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 04.02.2017, Qupperneq 24
nfl Þó svo menn láti sem lítið sé þá er mikið persónulegt undir hjá New England Patriots er það spilar úrslitaleikinn í NFL-deildinni gegn Atlanta Falcons. Stjörnuleikstjórnandi New Eng- land, Tom Brady, byrjaði tímabilið í fjögurra leikja banni út af „Deflate- gate-málinu“ sem tröllreið öllu í allt of langan tíma í Bandaríkjunum. Málið umdeilda Í stuttu máli snýst málið um að New England var sakað um að hafa viljandi sett of lítið loft í boltana í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar fyrir tveimur árum. Brady fékk fjögurra leikja bannið fyrir sinn þátt í málinu. Hann var verulega ósáttur við bannið sem og allt félagið. Það var yfirmaður NFL-deildar- innar, Roger Goodell, sem setti Brady í leikbannið og félagið veit ekkert sætara en að láta Goodell afhenda því bikarinn í leikslok á morgun. Talað hefur verið um að Tom Brady sé í hefndarför. Hann er einu skrefi frá því að geta glott framan í Goodell. Félög sitt á hvorum pólnum Í þessum leik mætast tvö ólík félög. New England er stórveldi í NFL- deildinni og hefur unnið fjóra titla síðan árið 2002. Að sama skapi hefur Atlanta aldrei unnið Super Bowl-leikinn og hefur aðeins einu sinni komist í úrslit. Það var árið 1999. Brady og þjálfari Patriots, Bill Belichick, þekkja þetta allt saman og hafa gert þetta allt áður. Að sama skapi hefur Atlanta ekki þessa reynslu en þjálfari liðsins, Dan Quinn, fór tvisvar með Seattle Sea- hawks í úrslit sem varnarþjálfari og veit því vel hvað hann er að fara út í. Brady ótrúlegur Brady hefur spilað stórkostlega síðan hann kom úr banninu. Með hann við stýrið tapaði Patriots aðeins einum leik í vetur. Brady spilaði algjörlega stórkostlega og kastaði boltanum aðeins tvisvar sinnum frá sér. Það er ótrúleg töl- fræði hjá leikstjórnanda sem kastaði boltanum 432 sinnum í vetur. Það sem meira er, þá er Brady sig- urvegari. Hann kann þá list betur en flestir í þessari deild að vinna leiki. Hann finnur alltaf leið í samvinnu við Belichick þjálfara. Það er sama með hvaða mönnum Brady þarf að vinna á hverju ári. Þeir eru ekki allt- af hátt skrifaðir en Brady tekst oftar en ekki að gera stjörnur úr þeim. Ef Atlanta ætlar að eiga mögu- leika í þessum leik þá verður liðið að setja pressu á Brady. Hann má ekki fá of mikinn tíma með boltann. Varnarmaður Atlanta, Vic Beasley, verður í aðalhlutverki þar en hann var með flestar leikstjórnandafellur í NFL-deildinni í vetur. Er sókn besta vörnin? Atlanta skoraði flest stig allra liða í NFL-deildinni í vetur og býr yfir fjölda sóknarvopna. Á móti kemur að New England er með bestu vörn deildarinnar. Fékk á sig fæst stig allra liða í vetur eða rúmlega 15 stig í leik. Leikstjórnandi Falcons, Matt Ryan, hefur átt stjörnutímabil og var nálægt því að komast í hinn ein- staka 5.000 jarda klúbb leikstjórn- enda. Aðeins fimm leikstjórnendur hafa náð slíkum árangri og Ryan var aðeins 56 jördum frá því að komast í þann félagsskap. Það sem gerir sóknarleik Atlanta svona hættulegan er hvað liðið á mörg vopn. Ryan kastaði snerti- marks sendingu á þrettán mismun- andi leikmenn í vetur en það er met í NFL-deildinni. Aðalútherji liðsins, Julio Jones, er líklega besti útherji deildarinnar í dag. Liðið á tvo frábæra hlaup- ara í Devonta Freeman og Tevin Coleman. Þeir eru ekki bara góðir að hlaupa heldur líka að grípa boltann. Slíka menn er erfitt að stöðva. Heldur vörn Fálkanna? Varnarleikur liðsins var einn sá lélegasti í vetur en hefur tekið ótrú- legum framförum síðustu vikur. Meirihluti varnarlínunnar er aftur á móti með aðeins eins og tveggja ára reynslu. Þessir kjúklingar héldu samt bæði Aaron Rodgers og Russell Wilson í skefjum í fyrstu leikjum liðsins í úrslitakeppninni. New England er sigurstrang- legra liðið en þetta er samt ótrúlega áhugaverður leikur sem getur hæg- lega farið á hvorn veginn sem er. henry@frettabladid.is Hefndarför Bradys lýkur í Houston Einn stærsti íþróttaviðburður heims fer fram í Houston á morgun. Þá fer Super Bowl-leikurinn fram þar sem New England Patriots og Atlanta Falcons bítast um meistaratitilinn í NFL-deildinni. Búist er við hörkuleik tveggja frábærra liða en hvað ræður úrslitum? Tom Brady er af mörgum talinn besti leikstjórnandi sögunnar. Hann hefur unnið Super Bowl fjórum sinnum rétt eins og Joe Montana og Terry Bradshaw. Með sigri á morgun verður hann sá sigursælasti frá upphafi. FréTTaBlaðið/gETTy 7 Þetta er sjöundi Super Bowl- leikur Toms Brady. Hann hefur unnið fjórum sinnum og tapað tvisvar. ✿ Patriots og falcons mætast í Super Bowl lI © GRAPHIC NEWS New England Patriots Níundi Super Bowl-leikur félagsins sem er met. Reyna að vinna mmta titilinn síðan 2001. Í leit að sínum fyrsta meistaratitli. Liðið tapaði í úrslitum árið 1999 gegn Denver. Patriots hefur unnið síðustu óra leiki liðanna. Þar af 30-23 sigur árið 2013. Tímabilið 2016 S14-T2-J0 Átta liða úrslit v. Houston 34-16 Úrslitaleikur AFC v. Pittsburgh 36-17 Tímabilið 2016 AFC Champions NFC Champions S11-T5-J0 Átta liða úrslit v. Seattle 36-20 Úrslitaleikur NFC v. Green Bay 44-21 Atlanta Falcons Innbyrðisárangur liðanna 5. febrúar NRG Stadium, Houston, TX Patriots 7 Falcons 6 Patriots Falcons Sókn Meðaltal (2016) Heildarjardar Hlaupajardar Kastjardar Stig Vörn Kasttölfræði leikstjórnendanna Kasttilraunir Kláraðar sendingar Prósent Jardar Snertimarkssendingar Kastað frá sér 69,9 291 432 67,4 3.554 28 2 Tom Brady Matt Ryan 373 534 4.944 38 7 27,6 33,8 386,2 415,8 117,0 120,5 269,2 295,3 Patriots Falcons 15,6 25,4 326,4 371,2 88,6 104,5 237,9 266,7 Heimild: NFL Vegleg upphitun Stöð 2 Sport verður með alvöru upphitun fyrir leikinn og verður farið í loftið 22.30 eða klukkutíma fyrir leik. Þar munu Andri Ólafsson, Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Henry Birgir Gunnarsson renna ítarlega yfir kosti og galla beggja liða og einnig verður kíkt á stemninguna í Super Bowl-teitum kvöldsins. Tómas Þór Þórðarson mun svo lýsa leiknum sem hefst um hálf tólf. 4 . f e B r ú a r 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r24 S P o r t ∙ f r É t t a B l a ð I ð 0 4 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 2 8 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 9 -3 C A C 1 C 2 9 -3 B 7 0 1 C 2 9 -3 A 3 4 1 C 2 9 -3 8 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 8 s _ 3 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.