Fréttablaðið - 04.02.2017, Side 112

Fréttablaðið - 04.02.2017, Side 112
Stjórnmál og hagSmunaaðilar eiga það til að rífa lýð- ræðið í Sundur og það er ekki gott. LeikList Andaðu HHHHH eftir Duncan Macmillan Iðnó Leikfélagið Fljúgandi fiskar Leikarar: Þorvaldur Davíð Kristjáns- son og Hera Hilmarsdóttir Leikstjóri: Þórey Sigþórsdóttir Þýðing: Hera Hilmarsdóttir Hreyfingar: Alicja Ziolko Lýsing: Kjartan Darri Kristjánsson Leikfélagið Fljúgandi fiskar frum- sýndi tiltölulega nýtt breskt leik- rit í Iðnó síðastliðinn sunnudag. Í Andaðu leitast breska leikskáldið Duncan Macmillan við að skoða samband ungra einstaklinga og leggur alla veröldina undir á sama tíma. Hugmyndin um barneignir er fyrst nefnd í IKEA, ekki endilega mest viðeigandi staðsetningin, viðbrögðin láta ekki á sér standa. Konan og maðurinn bera engin nöfn en eru ósköp venjulegt ungt fólk að finna sinn stað í veröldinni. Hún er doktorsnemi og hann er fremur misheppnaður tónlistar- maður. Skötuhjúin komast fljótlega að því að lífið lætur illa að stjórn. Stundum er hreinlega ómögulegt að finna hlutunum réttan tíma og farveg. En geta þau borið ábyrgð á því að fæða barn inn í þennan heim sem er að umhverfishruni kominn? Andaðu er maraþonverk fyrir leikara en Þorvaldur Davíð Krist- jánsson og Hera Hilmarsdóttir standa ein á tómu sviðinu í nær tvo tíma. Orðaskiptin eru snörp og tilfinningarússíbaninn spannar nánast allan tilfinningaskalann. En þegar allt kemur til alls er verkið yfirskrifað, þ.e. það er bæði of langt og skortir málefnalegan fókus, sér- staklega síðustu þrjátíu mínút- urnar. Hera þýðir texta Macmillans nokkuð vel en herslumuninn vantar til að finna rétta tóninn. Einnig er breytingin á titlinum afleit, en upp- haflega er verkið kallað Lungu, og staðfæringin óþarfi. Aftur á móti er leikur þeirra beggja virkilega góður. Þorvaldur er trúverðugur sem örlítið mis- heppnaði ungi maðurinn sem gerir sitt besta til að styðja kærustuna sína. Náttúrulegar hreyfingar hans og einlægt augnaráð gefa þessum ósköp venjulega manni dýpt. Hera er að sama skapi góð og vonandi eigum við eftir að sjá hana meira á íslensku leiksviði. Stundum fór móðursýkin aðeins yfir strikið en leikur Heru er skínandi þegar heift- arleg sorg skellur á parinu. Örvænt- ingu og þögn þeirra beggja er virki- lega vel komið til skila, samleikur þeirra er líka eftirtektarverður. Umgjörðin er nánast engin sem gerir vinnu leikaranna ennþá mark- verðari. Áhorfendur sitja á stólum sem stillt hefur verið upp í hring á gólfinu og umkringja leiksviðið. Þessi lausn er bæði skynsamleg og áhugaverð en þess væri óskandi að leikstjórn Þóreyjar Sigþórsdóttur hefði verið aðeins lágstemmdari. Þó að sviðshreyfingarnar eftir Alic- jiu Ziolko séu stundum ágætar þá er þeim algjörlega ofaukið í sýning- unni og verða stundum hreinlega fyrir leikurunum. Kjartan Darri Kristjánsson sér um lýsinguna en hún er djörf að því leytinu til að engar ljósabreytingar eru gerðar á allri sýningunni heldur er unga parið undir smásjá allan tímann. Sviðsetning Fljúgandi fiska er virðingarvert framtak og fleiri leik- hópar mættu taka þau sér til fyrir- myndar. Andaðu er fínasta tæki- færi fyrir áhorfendur til að sjá unga og spennandi leikara takast á við krefjandi hlutverk með takmörkuðu prjáli, bara fínum leik. Sigríður Jónsdóttir NiðurstAðA: Slagkraftinn vantar í annars ágætri sýningu. Eitt barn, eitt par, einn heimur Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Hera Hilmarsdóttir í hlutverkum sínum í Andaðu sem er sýnt í Iðnó um þessar mundir. MynD/KrIStín BogADóttIr Franska kvikmyndahá-tíðin stendur nú sem hæst og fram til þess 10. febrúar hér í Reykja-vík. Það eru Franska sendiráðið og Alliance française í Reykjavík, í samstarfi við Háskólabíó, Institut français og kanadíska sendiráðið, sem standa að baki hátíðinni en þar gefst fólki kostur á að sjá fjölda áhugaverðra mynda frá frönskum málsvæðum. Alls eru sýndar ellefu myndir á hátíðinni af ólíkum toga þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á meðal aðalmynda í ár er kanadíska myndin My Internship in Canada (Guibord s’en va-t-en guerre) en einn af leikurunum, Irdens Exantus, er staddur hér á landi að kynna myndina. Irdens Exantus hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í myndinni sem hann segir vera pólitíska háðsádeilu sem sé óneitanlega eilítið óvenjulegt á okkar tímum. „Ég leik ungan hugsjónamann frá Haítí sem kemur til Kanada til þess að starfa sem lærlingur hjá óháðum kanadískum þingmanni. En svo kemur upp sú staða að þessi óháði þingmaður stendur allt í einu frammi fyrir því að það er hans atkvæði sem ræður því hvort Kan- ada fer í stríð í Afganistan eða ekki. Lærlingurinn sem kom til hans til þess að læra meira um stjórnmál í þróuðu lýðræðisríki er skyndilega kominn inn í hringiðu svona stórra atburða. En svo eru líka alltaf hags- munaaðilar í öllum málum þannig að það er sitthvað sem blandast inn í þetta.“ Myndin er pólitísk háðsádeila, sem gerist í hinu frönskumælandi fylki Québec, en það form verður að teljast fremur óvenjulegt í kvik- myndum dagsins í dag. Irdens Exan- tus segir að það eigi sér eflaust eðli- lega skýringu. „Þorri fólks í Kanada að minnsta kosti lítur ekki á stjórn- mál sem eitthvað fyndið. Það er ákveðinn ótti við að fjalla af léttúð um það sem er alvarlegt og nálgunin í þessari mynd er óneitanlega frekar frumleg.“ Aðspurður hvort myndin snúist um það landslag stjórnmálanna í Kanada þá segir Irdens Exantus að það sé í raun ekki aðalviðfangsefnið. „Fyrst og fremst snýst þetta um það að velja rétt. Að sjá til þess að lýð- ræðið hafi eðlilegan framgang. Að setja sig inn í sjónarmið allra sem láta sig málið varða og þar hafa allir eitthvað til síns máls en það er erfitt að vega og meta hvaða ákvörðun er rétt þegar hagsmunaðilar úr ólíkum áttum eru allir að berjast fyrir sínu án þess að það fari fram einhver almennileg og eðlileg umræða. Stjórnmál og hagsmunaaðilar eiga það til að rífa lýðræðið í sundur og það er ekki gott. Það er allt bara rétt eða rangt og ekkert þar á milli.“ Irdens Exantus segir að hann hafi alls ekki verið pólitískur áður en hann tók að sér hlutverkið en það hafi þó breyst. „Ég spáði lítið í stjórnmál en þegar ég tók að mér hlutverkið þá fannst mér að ég þyrfti að setja mig inn í þetta og las mér því til um stjórnmál. Það er líka hluti af því að skoða þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð. En ég er líka stoltur af því að vera Kanadamaður, sérstaklega núna þegar við stöndum frammi fyrir því sem er að gerast í Bandaríkjunum. Þannig að í samanburðinum við Bandaríkin í dag þá finnst mér líka satt best að segja að við höfum sitt- hvað til þess að vera stolt af hjá okkur og vonandi getum við verið öðrum góð fyrirmynd.“ Fyrst og fremst snýst þetta um að velja rétt irdens exantus er ungur kvikmyndaleikari frá kanada sem er hingað kominn til þess að taka þátt í frönsku kvikmyndahátíðinni með pólitíska háðsádeilu um hversu erfitt það getur reynst að velja rétt. Irdens Exantus segist vera stoltur af því að vera Kanadamaður, ekki síst í ljósi þess sem er að gerast í stjórnmálunum í Bandaríkjunum. FréttABLAðIð/EyÞór Atriði úr kvikmyndinni My Internship in Canada sem er sýnd á Frönsku kvikmyndahátíðinni um þessar mundir. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 4 . f e b r ú A r 2 0 1 7 L A u G A r D A G u r68 M e N N i N G ∙ f r É t t A b L A ð i ð 0 4 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 2 8 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 2 8 -F C 7 C 1 C 2 8 -F B 4 0 1 C 2 8 -F A 0 4 1 C 2 8 -F 8 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 8 s _ 3 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.