Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.02.2017, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 25.02.2017, Qupperneq 2
Skiptust á skipsbjöllum Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvinasamtaka Óðins, tók í gær á móti skipsbjöllu úr breska togaranum Arctic Corsair úr höndum Victors Whilden, fyrrverandi sjómanns frá Hull. Á móti fékk Whilden skipsbjölluna úr varðskipinu Óðni sem í þorskastríðinu klippti trollið aftan úr Arc- tic Corsair. Á sjóminjasafni í Hull er unnið að sýningu sem varpa á ljósi á sameiginlega sögu þjóðanna tveggja. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Veður Allhvöss eða hvöss suðvestan- og vestanátt og él, en dregur víða úr vindi seinnipartinn og léttir til norðan- og austanlands. Hiti í kringum frostmark. sjá síðu 42 Dublin Páskaferð | 13. apríl | 4 nætur Frábært verð frá: 69.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar. Á mann m.v. 2 í herbergi á O‘Callaghan Mont Clare með morgunmat. Verð án Vildarpunkta: 79.900 kr. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS LögregLumáL Lögreglurannsókn á mögulegu mansali innan Félags heyrnarlausra olli félaginu veruleg- um fjárhagsskaða. Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir í grein í blaði félagsins að helmingi færri happdrættismiðar hafi verið seldir síðasta haust en þurfi til að félagið geti veitt góða þjónustu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er rannsókn málsins ekki lokið. Í maí greindi Fréttablaðið frá því að lögreglan hefði til rannsóknar vinnumansalsmál innan Félags heyrnarlausra. Rússnesk kona, sem komið hefði hingað til starfa til að selja happdrættismiða, dveldi í Kvennaathvarfinu á meðan málið væri til rannsóknar. Heimildir Fréttablaðsins hermdu að konan hefði þurft að borga 1.000 dollara við komuna til landsins án þess að fá atvinnuleyfi. Á tveggja mánaða tímabili hefði hún fengið um 20 þúsund krónur í laun og var rukkuð um skutl á vegum vinnuveit- anda síns í þau hverfi þar sem henni var gert að vinna, allt að 3.000 krón- ur í hvert skipti. Hún hefði komið hingað tvisvar með sama hætti. Rannsókn lögreglu beindist meðal annars að því hvort fleiri þolendur væru í málinu. Markaðs- og fjáröflunarstjóri félagsins var tengiliður konunnar við félagið og hýsti hana á meðan á sölunni stóð. Manninum var sagt upp eftir að málið komst í hámæli. Þá kom í ljós að maðurinn hefði farið fram hjá reglum félagsins um að sölumenn fengju 25 prósent söluþóknun á hvern seldan miða, en vegna þess að konan fékk gistingu hjá manninum borgaði hann henni 15 prósent söluþóknun. Í pistli framkvæmdastjórans í Döffblaðinu, sem kom út í síðustu viku, segir að vegna málsins hafi síð- asta ár verið afar erfitt fyrir starfsfólk Félags heyrnarlausra og stjórn þess. „Eins og flest ykkar vitið fékk Félag heyrnarlausra á sig síðasta vor órétt- mæta ásökun og mannorðshnekki um mansal, og það í fréttum á aðal- fundardegi Félags heyrnarlausra.“ Félagið ákvað að auglýsa einungis eftir íslenskum sölumönnum fyrir næstu happdrættissölu, sem fram fór síðasta haust. „Niðurstaðan var algjört hrun á happdrættissölunni sem búist var við enda flestir heyrnarlausra í vinnu annarsstaðar og lítill áhugi döff Íslendinga að selja happdrætt- ismiða.“ Félagið hefur nú brugðið á það ráð að fá til sín fimm sölumenn frá Tékklandi. „Er því ljóst að við förum aftur í sama far og áður sem bar auðvitað bestan árangur sölunnar að fá til aðstoðar við okkur erlenda duglega sölumenn sem selja hér alla daga, hvernig sem viðrar,“ segir í pistli framkvæmdastjórans. snaeros@frettabladid.is Mansalsmálið lamaði fjárhag heyrnarlausra Félag heyrnarlausra réð fimm Tékka til að rétta við happdrættis miðasölu sem hrundi er lögregla hóf rannsókn á vinnumansalsmáli tengdu sölunni. Fram- kvæmdastjóri félagsins segir ásakanirnar óréttmætar en rannsókninni er ólokið. stjórnsýsLa Stjórnvöld tryggja Per- sónuvernd ekki nægjanlegt fé til að rækja skyldur sínar. Þetta er mat ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, sem telur íslenska ríkið því brjóta gegn ákvæðum Evróputilskipunar. ESA gefur íslenskum stjórnvöldum tvo mánuði til að bæta úr. ESA segir Persónuvernd hafa skort fé í áraraðir. Þáverandi innanríkis- ráðherra hafi ýjað að þessu 2013 er hann sagði stofnunina ekki hafa ráð á frumkvæðisrannsóknum. Fréttablaðið leitaði viðbragða frá innanríkisráðuneytinu við bréfi ESA en fékk ekki svör. – jhh Persónuvernd er sögð í fjársvelti Félag heyrnarlausra seldi 6.000 happdrættismiða eftir að málið komst upp en Daði segir þá þurfa að vera 11 til 12 þúsund talsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bandaríkin Tveir nánustu sam- starfsmenn Donalds Trump, þeir Steve Bannon og Reince Priebus, segjast hafa óbilandi trú á leiðtoga sínum og leggja ómælda vinnu í að hrinda stefnu hans í framkvæmd. Þeir hafa hingað til verið taldir andstæðir pólar í liði Trumps. Prie- bus er kerfismaður úr innsta hring Repú blikanaflokksins en Bannon hefur verið utangarðsmaður í flokknum, kemur úr fjölmiðlum og er harður áróðursmeistari. Á stjórnmálaráðstefnu Repú- blikanaflokksins, sem hófst í vik- unni, segjast þeir hins vegar starfa mjög náið saman og vart geta án hvor annars verið. Hann segist samt reikna með því að glíma Trumps og stjórnar hans við fjölmiðlana muni harðna: „Og það er vegna þess að þetta eru fjöl- miðlar fyrirtækja og alþjóðavæð- ingar, sem eru harðlega andsnúnir efnahagslegri þjóðernisstefnu eins og þeirri sem Trump aðhyllist,“ sagði hann. Bannon segir að strax á fyrsta mánuðinum hafi komið í ljós að stefna Trumps og stjórnar hans hverfist um þrjú lykilatriði. Eitt er fullveldi og öryggi þjóðarinnar, annað er efnahagsleg þjóðernis- stefna og hið þriðja er að afbyggja stjórnkerfið, sundurlima það og saxa niður. – gb Trump mun standa við öll loforðin Steve Bannon og Reince Priebus. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónu- verndar Bar auðvitað bestan árangur sölunnar að fá til aðstoðar við okkur erlenda duglega sölumenn sem selja hér alla daga, hvernig sem viðrar. Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra 2 5 . f e B r ú a r 2 0 1 7 L a u g a r d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 2 5 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 4 F -B 8 3 8 1 C 4 F -B 6 F C 1 C 4 F -B 5 C 0 1 C 4 F -B 4 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.