Fréttablaðið - 25.02.2017, Qupperneq 8
Dómur í Guðmundar- og Geir-
finnsmálinu féll í Hæstarétti árið
1980. Sævar Ciesi elski var dæmdur
í sautján ára fangelsi, Kristján Viðar
Viðarsson var dæmdur í sextán ára
fangelsi, Tryggvi Rúnar Leifsson var
dæmdur í 13 ára fangelsi, Guðjón
Skarphéðinsson í tíu ára fangelsi og
Erla Bolladóttir var dæmd í þriggja
ára fangelsi.
Að afplán un lokinni fór Sæv ar
tvisvar fram á endurupp töku en
var synjað. Í fyrra skiptið árið 1994
en í seinna skiptið árið 1999. Þá fór
Erla Bolladóttir fram á end urupp-
töku árið 2000 sem var ekki heldur
fallist á.
Kaflaskil urðu í málinu árið 2011
þegar Ögmundur Jónasson, þáver-
andi innanríkisráðherra, skipaði
starfshóp til þess að fjalla um Guð-
mundar- og Geirfinnsmálið eftir að
birt voru ný gögn í Íslandi í dag á
Stöð 2. Þessar nýju upplýsingar voru
dagbókarfærslur Tryggva Rúnars
og sjónvarpsviðtal við Gísla Guð-
jónsson réttarsálfræðing. „Það sem
er sláandi við þessar dagbækur,
þó þær fari ekki eins langt aftur í
tímann og æskilegt væri til að gefa
okkur mynd af yfirheyrslum og
upphafi rannsóknar málsins, þá
er greinilegt að hann talar eins og
saklaus maður,“ sagði Gísli um dag-
bækurnar. Tók hann jafnframt fram
að það væri tímabært að hefja rann-
sókn málsins að nýju.
Hópurinn hóf síðan störf í lok
október 2011 og var áætlað að
skila áfangaskýrslu undir lok apríl
ári seinna. Það reyndist ekki unnt
en þess í stað skilaði hópurinn
stöðuskýrslu um vinnu hópsins til
ráðherra og óskaði jafnframt eftir
fresti til að skila áfangaskýrslu.
Starfshópnum var veittur frestur
til 1. nóvember 2012 og aftur til
15. febrúar 2013 en tæplega fimm
hundruð blaðsíðna skýrslu starfs-
hópsins var loks skilað í seinni
hluta mars 2013.
Niðurstaða sálfræðilegs mats
þeirra Gísla Guðjónssonar og Jóns
Friðriks Sigurðssonar, sem birt var
í skýrslunni, var að hafið væri yfir
allan skynsamlegan vafa að fram-
Tryggingastofnun
Laugavegi 114 | 105 Reykjavík
Sími 560 4400 | tr@tr.is | tr.is
Eftir 1. mars 2017 er eingöngu hægt að sækja um endurhæfingarlífeyri
rafrænt í gegnum Mínar síður á tr.is.
Viðskiptavinir geta fengið aðstoð við að sækja um í þjónustumiðstöð TR
við Laugaveg og hjá umboðum um land allt. Nánari upplýsingar á tr.is.
Endurhæfingarlífeyrir
Sigur í augsýn eftir baráttu í áratugi
Þrisvar sinnum áður hafa sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu krafist endurupptöku án árangurs. Kaflaskil urðu í málinu
eftir sjónvarpsþátt á Stöð 2. Réttarsálfræðingur sagði tímabært að rannsaka málin upp á nýtt eftir að hafa séð dagbækur sakbornings.
Börn Sævars Ciesielski afhenda innanríkisráðuneytinu gögn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. FréttaBlaðið/GVa
3. októBer 2011
Stöð 2 segir frá
nýjum gögnum í
Guðmundar-og
Geirfinnsmál-
inu. Dagbókum
Tryggva Rúnars
Leifssonar. Gísli
Guðjónsson rétt-
arsálfræðingur tjáir
sig um málið í fyrsta skipti.
7. októBer 2011
Ögmundur Jónasson, þáverandi
innanríkisráðherra, kynnir starfshóp
sem kannar Guðmundar- og Geir-
finnsmálin að nýju.
14. Janúar 2013
Fréttir af því að starfshópi innan-
ríkisráðuneytis um Guðmundar- og
Geirfinnsmál berist enn skjöl frá
lögreglu sem tengjast rannsókn
málanna.
21. marS 2013
Ráðherra fær skýrslu nefndar um
Guðmundar- og Geirfinnsmál. Niður-
staðan kynnt í kjölfarið. Nefndin
mælir með endurupptöku málanna.
30. marS 2013
erla Bolladóttir
segist ætla að
leggja fram kæru
gegn lögreglu-
manni sem
hún segir hafa
nauðgað sér á
meðan hún sætti
gæsluvarðhaldi í Síðu-
múlafangelsinu.
6. apríl 2013
Skoðanakönnun Fréttablaðsins og
Stöðvar 2 sýnir að
80% þjóðarinnar vilja að Guðmundar- og Geir-
finnsmálin verði tekin upp að nýju.
10. maí 2013
Ríkissaksóknari hættir rannsókn á
kæru Erlu vegna nauðgunar. Hún
sættir sig við niðurstöðuna.
19. Júní 2014
Erla Bolladóttir fer formlega fram á
endurupptöku.
1. októBer 2014
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissak-
sóknari lýsir sig vanhæfa til að
svara erindi endurupptökunefndar
um endurupptöku. Davíð Þór Björg-
vinsson settur ríkissaksóknari.
1. Júní 2016
Settur ríkissaksóknari skilar endur-
upptökunefnd umsögn sinni. Segir
rök fyrir því að taka upp málin að
nýju.
14. Júní 2016
Tveir menn eru handteknir í tengsl-
um við morðið á Guðmundi
Einarssyni sem hvarf árið
1974. Endurupptöku-
nefnd þótti tilefni til
að mennirnir yrðu
yfirheyrðir vegna nýs
vitnisburðar í málinu.
10. áGúSt 2016
Hörður Jóhannes-
son þáverandi
aðstoðaryfir-
lögregluþjónn
segist í samtali
við RÚV furða
sig á því að
sakborningar í
Guðmundar- og Geir-
finnsmálum, sem hafi skáldað sögur
í gæsluvarðhaldi vikum saman, séu
teknir trúanlegir.
24. FeBrúar 2017
Endurupptökunefnd úrskurðar um
endurupptökukröfu.
Atburðarás síðustu ára í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu
Jón Hákon
Halldórsson
jonhakon@365.is
burður og játningar Erlu Bolla-
dóttur, Sævars Ciesielski, Kristjáns
Viðars Viðarssonar, Tryggva Rúnars
Leifssonar, Alberts Klahn Skafta-
sonar og Guðjóns Skarphéðins-
sonar í Guðmundar- og Geirfinns-
málinu voru óáreiðanlegar.
Eftir að niðurstaða nefndar-
innar var gerð opinber var krafist
endurupptöku málsins. Ragnar
Aðalsteinsson, sem krafðist endur-
upptöku fyrir Erlu Bolladóttur og
Guðjón Skarphéðinsson, sagði ekk-
ert mál af þessari stærðargráðu hafa
farið fyrir endurupptökunefnd til
þessa. „Við erum að tala um gríðar-
legt skjalamagn, þúsundir og aftur
þúsundir blaðsíðna,“ sagði Ragnar.
Málið tafðist þegar ríkissaksókn-
ari, sem bar að veita endurupptöku-
nefnd umsögn um kröfuna, lýsti sig
vanhæfan vegna tengsla við einn af
rannsakendum málsins. Davíð Þór
Björgvinsson var svo settur ríkis-
saksóknari í málinu í október 2014
og skilaði umsögn í júní 2015.
Í júní 2016 dró svo til tíðinda
þegar greint var frá því að tveir
menn hefðu verið handteknir í
tengslum við morðið á Guðmundi
Einarssyni. Endurupptökunefnd
þótti tilefni til að mennirnir yrðu
yfirheyrður vegna nýs vitnisburð-
ar i málinu. Var gerð húsleit hjá
sambýliskonu annars mannsins í
tengslum við handtökurnar. Hand-
tökurnar voru byggðar á nýjum
vitnisburði sem embætti sérstaks
saksóknara hafði undir höndum.
Við erum að tala um
gríðarlegt skjala-
magn, þúsundir og aftur
þúsundir blaðsíðna.
Ragnar Aðalsteinsson
17
ára fangelsi hlaut Sævar
Ciesielski í Hæstarétti fyrir
morðin á Guðmundi Einars-
syni og Geirfinni Einarssyni.
Hvarf Guðmundar Einarssonar var
tilkynnt þann 29. janúar 1974 til
lögreglunnar en síðast sást til hans
í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar
1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu
í Hafnarfirði. Í skýrslu starfshóps
innanríkisráðuneytisins kemur
fram að leit stóð til 3. febrúar
1974 en skilaði engum árangri.
Gögn lögreglunnar í Keflavík
benda til þess að það hafi verið
eiginkona Geirfinns sem sá hann
síðast um klukkan hálfellefu
þriðjudaginn 19. nóvember 1974,
áður en hann fór að heiman. Talið
er að tæpum tveimur sólarhring-
um síðar hafi vinnuveitandi hans
tilkynnt hvarf hans til lögreglu.
Leit hófst að Geirfinni en um leið
hófst viðamikil sakamálarannsókn
að því er virðist vegna upplýsinga
lögreglu um dularfullt stefnu-
mót sem Geirfinnur átti að eiga í
Hafnarbúðinni.
Hvorki hafa jarðneskar leifar
Guðmundar né Geirfinns fundist.
Dregið var úr rannsókn lög-
reglunnar í Keflavík sumarið 1975.
Starfshópurinn segir að í gögnum
lögreglunnar í Keflavík sé ekkert
sem gefi beinlínis til kynna að
Geirfinnur Einarsson hafi tengst
nokkru saknæmu né að hvarf hans
hafi borið að með saknæmum
hætti.
Í desember 1975 hóf rann-
sóknarlögreglan í Reykjavík á ný
rannsókn á hvarfi Guðmundar
Einarssonar. Samkvæmt máls-
gögnum hafði lögreglunni borist
til eyrna að Sævar Ciesielski væri
viðriðinn hvarf Guðmundar. Þá
voru Erla Bolladóttir og Sævar í
gæsluvarðhaldi vegna gruns um
aðild að svokölluðu póstsvikamáli.
Í framhaldi af framburðum sem
Erla og Sævar gáfu voru Kristján
Viðar Viðarsson, Tryggvi Rúnar
Leifsson og Albert Klahn Skafta-
son úrskurðaðir í gæsluvarðhald
dagana fyrir jól 1975.
Í lok árs 1977 var Albert sak-
felldur fyrir að tálma rannsókn
á morðinu á Guðmundi, Erla var
fundin sek um rangar sakargiftir
sem leiddi til handtöku fjögurra
saklausra einstaklinga og að tálma
rannsókn lögreglu. Guðjón var
fundinn sekur um að hafa orðið
Geirfinni að bana ásamt þeim
Kristjáni Viðari og Sævari, Tryggvi
Rúnar var dæmdur fyrir að hafa
svipt Guðmund lífi ásamt þeim
Kristjáni Viðari og Sævari. Þeir
Kristján Viðar og Sævar voru sak-
felldir fyrir að hafa banað bæði
Guðmundi og Geirfinni.
Margra ára meðferð
málsins í réttarkerfinu
2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð
2
5
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
4
F
-F
3
7
8
1
C
4
F
-F
2
3
C
1
C
4
F
-F
1
0
0
1
C
4
F
-E
F
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
1
2
s
_
2
4
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K