Fréttablaðið - 25.02.2017, Síða 16

Fréttablaðið - 25.02.2017, Síða 16
2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r16 s p o r t ∙ f r É t t a b L a ð i ð Laugardagur 12.25 Leeds - Sheff Wed Sport 14.25 Bayern - Hamburg Sport 2 14.50 Chelsea - Swansea Sport 14.55 Aston Villa - Derby Sport 4 15.05 Víkingur R - FH Sport 3 17.20 Watford - West Ham Sport 18.00 Honda Classic Golfstöðin Sunnudagur 13.20 Tottenham - Stoke Sport 15.10 Atletico - Barcelona Sport 2 16.00 Upphitun: Man. - S’ton Sport 16.25 Man. Utd - S’ton Sport 18.00 Honda Classic Golfstöðin 19.40 Villarreal - Real M. Sport 20.30 Lakers - Spurs Sport 2 Coca-Cola bikar kvenna Úrslitaleikur L 13.30 Stjarnan - Fram Laugard.h. Coco-Cola bikar karla Úrslitaleikur L 16.00 Valur - Afturel. Laugard.h. Um helgina sport Tilbúnar í slaginn á móti Þjóðverjunum í dag Stelpurnar í Ragnarökum keppa á Seltjarnarnesinu Hjólaskautaat er ein nýjasta íþróttin í íslensku íþrótta- flórunni. Íslenska liðið Ragnarök fær góða heimsókn frá Þýskalandi um helgina þegar liðið mætir Karlsruhe RocKArollers. Leikurinn fer fram í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi og hefst klukkan 17.00 í dag. Á Vísi er viðtal við Alex Steinþórsdóttur sem segir frá liðinu sínu, liðsfélögunum og íþróttinni . FRéTTABLAðið/STeFán njarðvík - KR 80-81 Stigahæstir: Logi Gunnarsson 20, Myron Dempsey 18, Björn Kristjánsson 17 - Philip Alawoya 28, Jón Arnór Stefánsson 15, Pavel Ermolinskij 14/11 fráköst/11 stoðs. Nýjast Domino’s-deild karla Valur - FH 20-19 Markahæstir: Anton Rúnarsson 5/4, Sveinn Aron Sveinsson 4, Orri Freyr Gíslason 3 - Óðinn Þór Ríkharðsson 6, Ágúst Birgisson 5, Ásbjörn Friðriksson 3/2. Haukar - Afturelding 28-29 Markahæstir: Adam Haukur Baumruk 8, Daníel Þór Ingason 5 - Elvar Ásgeirsson 7, Ernir Hrafn Arnarson 5, Gunnar Malmquist Þórsson 5/3, Mikk Pinnonen 5. Coca Cola-bikar karla Undanúrslitaviðureignir fótboLti Það lifir enginn á fornri frægð er oft sagt. Það fékk Ítalinn Claudio Ranieri að reyna í lok vik- unnar er hann var rekinn frá Leices- ter City aðeins 298 dögum eftir að hann gerði liðið að Englandsmeist- urum. Það þykir eitt mesta afrek í knattspyrnusögunni. Það reiknuðu fáir með því að Öskubuskuævintýri Leicester- manna myndi halda áfram á þess- ari leiktíð en að sama skapi var ekki reiknað með því að liðið yrði í harðri fallbaráttu þegar vel er liðið á febrúar-mánuð. Leicester er í dag aðeins einu stigi frá fallsæti. Magnaðir í Meistaradeildinni Þrátt fyrir ömurlegt gengi liðsins í úrvalsdeildinni hefur liðinu gengið ótrúlega vel í Meistaradeildinni. Það er stórfurðulegt. Liðið flaug í gegnum riðlakeppnina, vann sinn riðil og hélt þess utan hreinu í fimm fyrstu leikjum sínum í riðlakeppn- inni. Liðið er komið í 16-liða úrslit og á fínan möguleika á að fara áfram eftir að hafa tapað 2-1 á útivelli gegn Sevilla. Í gær bárust þær fréttir að eldri leikmenn liðsins hefðu fundað með eiganda liðsins. Lýst yfir vantrausti á stjórann sem var svo rekinn nokkr- um klukkutímum síðar. Það þótti mörgum lélegt. Að liðið væri ekki til í að standa með stjóranum sínum í gegnum ólgusjóinn. Þess í stað var skipstjóranum kastað í hafið. Gary Lineker, fyrrverandi leik- maður Leicester og stjórnandi Match of the day á BBC, var æva- reiður út í sitt gamla félag og lét menn þar á bæ heyra það. „Þetta er mjög sorglegt. Þetta er óútskýranlegt og óafsakanlegt. Það finnst líka mörgum sem elska fót- bolta. Ég felldi tár í gær fyrir Clau- dio, félagið og fótboltann,“ sagði Lineker dramatískur. „Svona er nútímafótbolti. Það sem gerðist á síðustu leiktíð var einstakt. Skortur á þakklæti eig- endanna er ótrúlegur en við munum aldrei gleyma síðasta tímabili.“ Mourinho sýndi stuðning Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, er nú ekki mjög virkur á samfélags- miðlum en hann skellti sér á Instag- ram. Henti þar inn mynd af sér og Ranieri. Sagði þar að svona væri nútímafótbolti og Ranieri mætti ekki hætta að brosa. Það væri ekki hægt að þurrka út hans einstaka árangur. Mourinho þekkir stöðuna en hann var rekinn frá Chelsea á miðju tímabili eftir að hafa gert liðið að meisturum árið 2014. Það sem vinnur aftur á móti ekki með Ranieri, og styður málstað eig- enda Leicester, er sú staðreynd að titilvörn Leicester er sú lélegasta í sögunni. Á sama tíma í fyrra var liðið með 53 stig á toppnum en í dag er liðið með aðeins 21 stig. Liðið var þá búið að tapa þremur leikjum en töpin eru fjórtán í dag. Staða liðsins er viðkvæm og hættuleg. Eðlilega vill ekkert félag falla en þrátt fyrir fallhlífagreiðslur er tekjutapið mikið í næstu deild fyrir neðan. Það er þess utan ekkert grín að komast aftur upp. Í nútímafótbolta er ekkert pláss fyrir tilfinningar og árangur síðasta tímabils gefur ekkert nokkrum mánuðum síðar. Ekki einu sinni þó svo þú sért stjórnandi mestu Ösku- buskusögu knattspyrnusögunnar. Hollusta við þjálfarann virðist einn- ig vera á undanhaldi ef mið er tekið af þessari atburðarrás. henry@frettabladid.is Kónginum hent á dyr Leicester City rak á fimmtudag stjóra félagsins, Claudio Ranieri. Ákvörðun eiganda Leicester kom mörgum á óvart og gerði fleiri hreinlega bálreiða. Claudio Ranieri er farinn í leit að nýju ævintýri. noRDiCpHoToS/geTTy Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Skíðagleraugu Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af skíðagleraugum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! Cébé hlaupagleraugu kr. 21.900,- Red Bull Lesmo með vandaðri Fire Race linsu kr. 14.950,- Red Bull Parabolica með hágæða Zeiss linsu kr. 43.900,- Auka þokulinsa fylgir með. Red Bull Boavista með hágæða Zeiss linsu kr. 28.800,- Red Bull Rascasse með hágæða Zeiss linsu kr. 28.800,- 2 5 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 4 F -B 3 4 8 1 C 4 F -B 2 0 C 1 C 4 F -B 0 D 0 1 C 4 F -A F 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.