Fréttablaðið - 25.02.2017, Page 22

Fréttablaðið - 25.02.2017, Page 22
Heiðrún Lind Mar-teinsdóttir hefur verið talsvert í kastljósi fjölmiðla undanfarna mán-uði. Hún er nýráðin framkvæmdastjóri Samtaka félaga í sjávarútvegi – og fyrsta verkefnið var að ráða fram úr verkfalli sjó- manna sem stóð í tíu vikur og leyst- ist loks á dögunum. Heiðrún Lind var áður meðeigandi á lögmanns- stofunni LEX og er tiltölulega vön að ráðast í umdeild verkefni og nú hefur hún tekið að sér umdeildasta kúnnann, hingað til – sjávarútveg- inn. Friður er teygjanlegt hugtak „Ég held að við munum alltaf rök- ræða fiskinn. Og það er gott og eðli- legt. En ég vona að við getum komið okkur út úr því mynstri að vilja reglulega rífast um sjávarútveg. En friður er kannski teygjanlegt hug- tak. Ég held að við getum í öllu falli gert miklu betur í því að skapa þessa svokölluðu sátt og henni getum við náð með upplýstri umræðu,“ segir Heiðrún og bætir við að það hafi hingað til engin lognmolla verið í starfinu, sem hún tók mjög nýlega við af Kolbeini Árnasyni, enda sjómenn nýkomnir úr löngu og ströngu verkfalli. SFS, Samtök félaga í sjávarút- vegi, urðu til þegar Samtök fisk- vinnslufyrirtækja og Landssam- band íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, sameinuðust. LÍÚ voru umdeild samtök. Þegar SFS varð til breyttist ímynd sjávarútvegs nokkuð, alla- vega sú sem við sáum í fjölmiðlum, því framkvæmdastjórinn, Kolbeinn Árnason, hafði öllu mýkri ásýnd en talsmenn sjávarútvegs fram að því. Voru SFS stofnuð vegna þess að LÍÚ hafði á sér slæmt orð? „SFS verður til við sameiningu LÍÚ og Samtaka fiskvinnslustöðva þannig að eðlilega fengu sameinuð samtök nýtt nafn. Þetta voru ekki lengur bara útgerðir, heldur fiskvinnslur, fiskeldi og sölufyrirtæki – og sam- tökin urðu heildstæð samtök fyrir- tækja í sjávarútvegi. Ég tel þetta hafa verið heillaspor og líklega má segja að stofnun SFS hafi skapað tækifæri til að byrja með autt blað og hugsa um það hvernig við getum gert betur þar sem okkur hefur mis- tekist. Forveri minn vann gott starf og mér finnst ég bara vera að taka við keflinu. Það verður engin grund- vallarbreyting í stefnu SFS núna – það ætlar enginn í neina harðlínu- stefnu eða skotgrafarhernað. Ég lít í öllu falli ekki á sjálfa mig sem neina harðlínumanneskju. Ég hef þó auðvitað heyrt þessa umræðu – að ég sé ekkert annað en Kristján Loftsson með sítt hár og að ég sé afsprengi lýtaaðgerðar sjávarútvegsins. Ég tel það raunar hrós að einhverjir telji mér svipa til jafn mikils hugsjónamanns og Kristjáns. En ég vona að þeir sem hafa haft kynni af mér telji mig í öllu falli rökfasta og sanngjarna. Ég heyri í það minnsta ekki annað og í þess- ari stuttu vegferð sem ég hef farið í þessu starfi þá hef ég átt gott sam- starf við sjómenn og stjórnvöld. Við getum tekist á um einstök málefni, en í grunninn erum við samstarfsað- ilar. Í þeim samskiptum verður að ríkja traust. Traustið er til alls fyrst.“ Sjávarútvegur líti sér nær Heiðrún segist njóta sín vel í starfi. „Ég hef mjög gaman af rökræðum. Ég þrífst vel í því. Þá átti lögmennsk- an vel við mig og vonandi verður líka svo í þessu starfi. Það hafa marg- ir skoðanir á sjávarútvegi og eiga að hafa það. Ég er tilbúin í að taka umræðuna. Mér finnst áhugavert hvernig við tökumst á um sjávarút- veg en mig langar auðvitað að reyna að komast að einhverri niðurstöðu sem flestir geta fellt sig við.“ Heiðrúnu finnst greinin ekki allt- af hafa notið sannmælis. Hún segir kerfið í kringum sjávarútveg vissu- lega flókið, en ekki svo flókið að Kölluð stelpuskjáta „Ég er sumsé talin til skrauts og jafnvel kölluð stelpuskjáta,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félaga í sjávarútvegi, um umtal um ráðningu hennar í einstökum miðlum. Hún segir um- ræðuna litast af kvenfyrirlitningu og efast ekki í eina sekúndu um hversu hæf hún er. „Þessi karllæga slagsíða í stjórnunarstöðum mun lagast,“ segir Heiðrún Lind, þess fullviss. FréttabLaðið/SteFán fólk viti ekki í grundvallaratriðum um hvað málið snýst – fiskveiði- stjórnunarkerfið og löggjöfina. „En ég hef líka sagt að sjávarútvegurinn getur litið sér nær í því hvernig hann hefur tjáð sig. Fiskveiðistjórnunarkerfið er gott, hið daglega líf í greininni gengur vel og menn vilja síst rugga þeim bát. Svo kemur að kosningum á fjögurra ára fresti og allt fer í háaloft. Þá er það eðlilega tilhneiging þeirra sem starfa í greininni að tjá sig í vörn. Þessu verður að breyta. Það er ábyrgð SFS og atvinnugreinarinnar allrar að miðla til almennings rétt- um upplýsingum um sjávarútveg og ekki bara þegar eru kosningar. Við þurfum að tala saman um það út á hvað kvótakerfið gengur og sjávar- útvegur almennt, ekki í tölum og í tonnum, heldur á mannamáli. Ég held að þá fyrst geti fólk öðlast skilning á því hvað er verið að gera og hverju þetta hefur skilað til sam- félagsins.“ Ósanngjarnt kvótakerfi? Þú ræðir um kvótakerfið. Er það ekki í grunninn mjög ósanngjarnt kerfi og þar af leiðandi mjög eðlilegt að menn hafi á því sterkar skoðanir?„Alltaf þegar maður kemur á kerfi þar sem ekki hefur verið kerfi mun það verða ósanngjarnt. Hverjir eiga að vera þátttakendur í upphafi? Hvern- ig á að ákvarða það? Til að mynda hverjir fá úthlutað aflaheimildum,“ útskýrir Heiðrún og bætir við: „En þetta er að mörgu leyti orðið svo gamalt að það er ekki lengur hægt að tala um það séu einhverjir sem eru starfandi í geiranum í dag sem hafa fengið hluti gefins eða upp í hendurnar. Langstærstur hluti aflaheimilda hefur skipt um hendur. Þannig að þeir sem hafa keypt kvóta hafa fjármagnað það, ýmist með eigin fjármagni eða lán- töku, til að geta starfað í greininni. Það er ekki fólk sem upphaflega fékk eitthvað gefins. Það hefur líka orðið til þess að þeir sem vildu fara út úr greininni höfðu tækifæri til þess og aðrir hafa komið í staðinn – fólk sem er betur til þess fallið að reka fyrirtækin heldur en þeir sem vildu hætta.“ En af hverju er það svo að ég get til dæmis ekki bara farið núna, keypt mér togara og farið að veiða? „Það geta það allir, en þetta er fjárfrekur iðnaður. Skip sem hafa nýverið komið inn í flotann kosta á bilinu fjóra til sex milljarða króna. Maður hristir þá fjármuni þó ekki fram úr erminni. Aflaheimildir ganga síðan kaupum og sölum á markaði eins og hver önnur markaðsafurð, og að því leytinu til er frjáls markaður.“ Af hverju ekki að ganga alla leið, fara hreinlega í uppboð aflaheim- ilda þar sem allir sitja við sama borð? „Við erum þegar með gjald- töku í formi veiðigjalda. Þeir sem nýta auðlindina eiga að borga fyrir hana. Veiðigjaldið er gott að mörgu leyti, en það eru agnúar sem verður að sníða af, eins og til dæmis sú stað- reynd að sjávarútvegurinn borgar veiðigjaldið tvö ár aftur í tímann. Árið 2015 var til dæmis eitt besta ár í sögu sjávarútvegs, en við erum að borga veiðigjald aftur í tímann – 2013 var aflaverðmætið ekki nærri jafn mikið. Þannig að mögulega eru lægri veiðigjöld í góðu árferði. Þá kemur alltaf upp þessi umræða; veiðigjöldin eru of lág – og svo getur þetta náttúrlega sveiflast á hinn veginn líka. Það er ekki taktur í forsendum veiðigjalda og afkomu í greininni. Þetta þarf að lagfæra.“ En útgerðarmenn selja fisk úr sjónum sem öll þjóðin á. Af hverju er sjávarútvegurinn ekki bara stoltur af því að borga hér hátt veiðigjald eða einhvers konar skatt – hvernig sem það er útfært? Af hverju þessi stöð- ugu átök? „Sjávarútvegurinn er stolt- ur af því að borga fyrir nýtingu auð- lindar en við verðum alltaf að spyrja okkur: Hvar liggur þröskuldurinn? Við erum í alþjóðlegri samkeppni á mörkuðum og erum þar af leiðandi að keppa um verð. Ef ein þjóð krefst engra veiðigjalda, engrar gjaldtöku af auðlindinni, þá geta fyrirtækin þaðan selt afurðina á töluvert lægra verði en við. Við getum því orðið undir í samkeppninni. Það leiðir til þess að við seljum minna og þá skila lægri fjármunir sér til samfélagsins. Við þurfum því alltaf að huga að þessu heildarsamhengi og reyna að finna þennan jafnvægispunkt í gjaldtöku.“ Mótfallin kynjakvótum Sjávarútvegur hefur löngum haft á sér það orð að vera svokölluð karla- stétt. Er Heiðrún að hefja kvenna- innreið í sjávarútveg? „Ég vona auðvitað að aðrar konur fylgi mínu fordæmi. Konum er að fjölga í sjávarútvegi og vonandi mun það aukast. Sjávarútvegur snerist hér áður fyrr nær eingöngu um veið- ar og vinnslu og þar voru karlmenn í miklum meirihluta. Sjávarútvegur í dag er hins vegar svo miklu meira en bara veiðar og vinnsla. Hann hríslast um allt. Afleiddum greinum og störfum sem tengjast sjávarút- vegi fer sífellt fjölgandi; nýsköpun, tækni, flutningur, sala, rannsóknir, heilsu- og lyfjaiðnaður. Konum fjölgar sífellt í þessum störfum og það er að sjálfsögðu jákvætt.“ En af hverju setjum við þá ekki bara kynjakvóta, eins og við settum fiskveiðikvóta? „Ég er þeirrar skoð- unar að þeir sem eiga hina fjár- hagslegu hagsmuni, hluthafar fyrir- tækjanna, séu best til þess fallnir að ákveða hverjir stýra fyrirtækjunum – karlar, konur, rauðhærðir, kristnir, lágvaxnir – það skiptir ekki máli. Eina sem skiptir máli er einstakl- ingurinn og færni hans. Við eigum þess vegna ekki að vera með neina kvóta. Konur og karlar eru algerlega Ég hef þó auðvitað heyrt þessa umræðu – að Ég sÉ ekkert annað en kristján Loftsson með sítt hár og að Ég sÉ afsprengi Lýtaaðgerðar sjávarútvegsins. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is 2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r22 h e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð 2 5 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 4 F -E 9 9 8 1 C 4 F -E 8 5 C 1 C 4 F -E 7 2 0 1 C 4 F -E 5 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.