Fréttablaðið - 02.02.2017, Page 62

Fréttablaðið - 02.02.2017, Page 62
„Þetta er mjög sérstakur viðburður – ég held að þetta sé fyrsta rapp- „actið“ sem kemur hingað til lands á hátindi ferils síns. Hann gaf út þrjár plötur í fyrra og þær fóru allar inn á topp fimm á rapplista Billboard. Svo var hann að tilkynna núna að hann er að fara að túra um Evrópu með Drake sem svo kallaður „co- headliner“, þannig að þeir taka þrjá- tíu og tvær borgir saman. Hann er sem sagt ekki „support act“ heldur er hann settur til jafns við Drake. Þetta er mjög svipað og Kanye og Jay-Z gerðu um árið – hann er alveg kominn á þá stærðargráðu. Í til- kynningunni fyrir þann túr eru þeir sagðir vera tvö stærstu nöfnin í rappinu sem eru að sameinast. Það verður mikill fengur að fá hann og sérstaklega svona á hátindi ferilsins. Þetta verður alvöru „show“,“ segir Róbert Aron Magnússon, eða Robbi Kronik, en útvarpsþátturinn Kronik ásamt Hr. Örlygi stendur fyrir komu Young Thug til landsins. Tónleikarnir munu fara fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 7. júlí. Þetta verður rappveisla en upphitunarsveitir verða tilkynntar síðar. Fyrir tónleika og meðan á þeim stendur verður hægt að tylla sér fyrir utan höllina og njóta matar og drykkjar en það verða „street food“-vagnar á svæðinu og sett verður upp sérstakt svæði fyrir tónleikagesti í kringum það. Ekkert aldurstakmark verður en sérstök barsvæði verða opin öllum þeim sem eru komnir á réttan aldur og vilja fá sér einn ískaldan með tón- leikunum. Miðasalan hefst klukkan tíu að morgni 10. febrúar en notendum Aur-appsins verður gert kleift að kaupa sér miða sólarhring fyrr. Í boði verða venjulegir miðar og VIP- miðar, en um VIP-miðana verður nánar tilkynnt síðar. Miðaverð er 9.900 krónur fyrir venjulegan miða en eins og áður segir koma upp- lýsingar og verð fyrir VIP-miðana síðar. stefanthor@frettabladid.is SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Það verður mikill fengur að fá hann og sérstaklega svona á hátindi ferilsins. Þetta verður alvöru „show“. Young Thug hefur aldrei verið þekktur fyrir að fara hefðbundnar leiðir, hvorki í tón- listarsköpun sinni, klæðaburði né nokkru öðru. NORDICPHOTOS/GETTY rappveisla í sumar í laugardalshöllinni Samkvæmt heimildum Fréttblaðsins úr heimi dægurtónlistar á Íslandi er söngvarinn góðkunni Helgi Björns- son nú í óðaönn að vinna að nýrri og uppfærðri útgáfu af lagi SSSólar Toppurinn. Hljómsveitin fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári og vafa- laust er ákveðinn hópur sem fagnar fregnum um endurkomu sveitarinn- ar og finnur fyrir mikilli nostalgíu. Hins vegar herma heimildir Fréttablaðsins einnig að það gangi erfiðlega að finna unga rappara í lagið – en meðlimir SSSólar hafa gjarnan kallað upprunalegu útgáf- una „fyrsta rapplagið á íslensku“. Hafa víst margir meðlimir rappsen- unnar á Íslandi fengið boð og virðist sem margir þeirra hafi hafnað því þar sem engin staðfesting fæst á því hverjir ætla að vera með. Ástæðan kann að vera sú að það er almennt ekki talið gott „lúkk“ fyrir rappara á hátindi ferilsins, en rapp á um þessar mundir miklum vin- sældum að fagna, að taka þátt í einhverju sem gæti talist jafn h a l l æ r i s l e g t og endurgerð lags sem naut vinsælda fyrir heilum 25 árum. Rapptón- list virkar líka öðruvísi en dægur- tónlist og menn almennt ekkert æðislega til í að gera þvinguð lög eins og endurgerðir af gömlum smellum vilja oft verða. Á þessu eru auðvitað undantekningar en það eru þó oftast endur- gerðir gerðar út frá forsendum rapparans þar sem boð- skapur upprunalegu útgáfunnar er settur í annað samhengi eða snúið á haus. helgi reynir að beisla vinsældir rapps Helgi Björns ætlar að vekja upp fyrri vinsældir með hjálp rapptónlistar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Rapparinn Young Thug er væntan- legur til landsins í júlí. Rapparinn er á hátindi ferils síns um þessar mundir en það er ekki algengt að Íslendingar fái að njóta nærveru rapp- ara á þessum stað. Miðasala hefst 10. febrúar en tilkynnt verður um upphitun- aratriði síðar. 2 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r54 L í f I ð ∙ f r É T T a b L a ð I ð SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON 25.01.17 - 31.01.17 1 2 5 6 7 8 109 43 8 vikna blóðsykurkúrinn Michael Mosley Löggan Jo Nesbø Schritte 2 international Ýmsir höfundar Schritte 3 international Ýmsir höfundar The Absolutely True Diary of a Part-time Indian Alexie Sherman Heiða Steinunn Sigurðardóttir Synt með þeim sem drukkna Lars Mytting Tvísaga Ásdís Halla Bragadóttir Aflausn Yrsa Sigurðuardóttir Jarðfræði 103/203 Jóhann Ísak P./ Jón Gauti J. 0 2 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 2 5 -5 D 7 8 1 C 2 5 -5 C 3 C 1 C 2 5 -5 B 0 0 1 C 2 5 -5 9 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.