Fréttablaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 62
„Þetta er mjög sérstakur viðburður – ég held að þetta sé fyrsta rapp- „actið“ sem kemur hingað til lands á hátindi ferils síns. Hann gaf út þrjár plötur í fyrra og þær fóru allar inn á topp fimm á rapplista Billboard. Svo var hann að tilkynna núna að hann er að fara að túra um Evrópu með Drake sem svo kallaður „co- headliner“, þannig að þeir taka þrjá- tíu og tvær borgir saman. Hann er sem sagt ekki „support act“ heldur er hann settur til jafns við Drake. Þetta er mjög svipað og Kanye og Jay-Z gerðu um árið – hann er alveg kominn á þá stærðargráðu. Í til- kynningunni fyrir þann túr eru þeir sagðir vera tvö stærstu nöfnin í rappinu sem eru að sameinast. Það verður mikill fengur að fá hann og sérstaklega svona á hátindi ferilsins. Þetta verður alvöru „show“,“ segir Róbert Aron Magnússon, eða Robbi Kronik, en útvarpsþátturinn Kronik ásamt Hr. Örlygi stendur fyrir komu Young Thug til landsins. Tónleikarnir munu fara fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 7. júlí. Þetta verður rappveisla en upphitunarsveitir verða tilkynntar síðar. Fyrir tónleika og meðan á þeim stendur verður hægt að tylla sér fyrir utan höllina og njóta matar og drykkjar en það verða „street food“-vagnar á svæðinu og sett verður upp sérstakt svæði fyrir tónleikagesti í kringum það. Ekkert aldurstakmark verður en sérstök barsvæði verða opin öllum þeim sem eru komnir á réttan aldur og vilja fá sér einn ískaldan með tón- leikunum. Miðasalan hefst klukkan tíu að morgni 10. febrúar en notendum Aur-appsins verður gert kleift að kaupa sér miða sólarhring fyrr. Í boði verða venjulegir miðar og VIP- miðar, en um VIP-miðana verður nánar tilkynnt síðar. Miðaverð er 9.900 krónur fyrir venjulegan miða en eins og áður segir koma upp- lýsingar og verð fyrir VIP-miðana síðar. stefanthor@frettabladid.is SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Það verður mikill fengur að fá hann og sérstaklega svona á hátindi ferilsins. Þetta verður alvöru „show“. Young Thug hefur aldrei verið þekktur fyrir að fara hefðbundnar leiðir, hvorki í tón- listarsköpun sinni, klæðaburði né nokkru öðru. NORDICPHOTOS/GETTY rappveisla í sumar í laugardalshöllinni Samkvæmt heimildum Fréttblaðsins úr heimi dægurtónlistar á Íslandi er söngvarinn góðkunni Helgi Björns- son nú í óðaönn að vinna að nýrri og uppfærðri útgáfu af lagi SSSólar Toppurinn. Hljómsveitin fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári og vafa- laust er ákveðinn hópur sem fagnar fregnum um endurkomu sveitarinn- ar og finnur fyrir mikilli nostalgíu. Hins vegar herma heimildir Fréttablaðsins einnig að það gangi erfiðlega að finna unga rappara í lagið – en meðlimir SSSólar hafa gjarnan kallað upprunalegu útgáf- una „fyrsta rapplagið á íslensku“. Hafa víst margir meðlimir rappsen- unnar á Íslandi fengið boð og virðist sem margir þeirra hafi hafnað því þar sem engin staðfesting fæst á því hverjir ætla að vera með. Ástæðan kann að vera sú að það er almennt ekki talið gott „lúkk“ fyrir rappara á hátindi ferilsins, en rapp á um þessar mundir miklum vin- sældum að fagna, að taka þátt í einhverju sem gæti talist jafn h a l l æ r i s l e g t og endurgerð lags sem naut vinsælda fyrir heilum 25 árum. Rapptón- list virkar líka öðruvísi en dægur- tónlist og menn almennt ekkert æðislega til í að gera þvinguð lög eins og endurgerðir af gömlum smellum vilja oft verða. Á þessu eru auðvitað undantekningar en það eru þó oftast endur- gerðir gerðar út frá forsendum rapparans þar sem boð- skapur upprunalegu útgáfunnar er settur í annað samhengi eða snúið á haus. helgi reynir að beisla vinsældir rapps Helgi Björns ætlar að vekja upp fyrri vinsældir með hjálp rapptónlistar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Rapparinn Young Thug er væntan- legur til landsins í júlí. Rapparinn er á hátindi ferils síns um þessar mundir en það er ekki algengt að Íslendingar fái að njóta nærveru rapp- ara á þessum stað. Miðasala hefst 10. febrúar en tilkynnt verður um upphitun- aratriði síðar. 2 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r54 L í f I ð ∙ f r É T T a b L a ð I ð SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON 25.01.17 - 31.01.17 1 2 5 6 7 8 109 43 8 vikna blóðsykurkúrinn Michael Mosley Löggan Jo Nesbø Schritte 2 international Ýmsir höfundar Schritte 3 international Ýmsir höfundar The Absolutely True Diary of a Part-time Indian Alexie Sherman Heiða Steinunn Sigurðardóttir Synt með þeim sem drukkna Lars Mytting Tvísaga Ásdís Halla Bragadóttir Aflausn Yrsa Sigurðuardóttir Jarðfræði 103/203 Jóhann Ísak P./ Jón Gauti J. 0 2 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 2 5 -5 D 7 8 1 C 2 5 -5 C 3 C 1 C 2 5 -5 B 0 0 1 C 2 5 -5 9 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.