Fréttablaðið - 08.03.2017, Side 10

Fréttablaðið - 08.03.2017, Side 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Það hlýtur að vera krafa þjóðar sem lætur sig farsæld, líf og öryggi með- borgara sinna varða að ráðamenn geri sitt til þess að bjarga mannslífum þegar það er gerlegt. Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæsileik i endalaus t úrval af hágæða flísum Finndu okkur á facebook Þegar á reynir hefur þessi þjóð oftar en ekki haft þann háttinn á að standa saman. Blessunarlega, því saman getum við staðið af okkur storma, stórhríð og grábölvað mótlæti sem engin sála getur staðið af sér ein og óstudd. Við erum fámenn þjóð og návígi okkar við þá sem glíma við erfiðleika því mikið og efalítið er það ein helsta for- senda þessarar samkenndar. Þar sem ógæfan heggur þá heggur hún okkur nærri. Því miður er það þó þannig að við sem samfélag gerum greinarmun á ógæfu og ógæfu, veikindum og veikindum. Á þetta benti Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, í afar athyglisverðri grein hér í Fréttablaðinu um síðustu helgi. Gunnar Hrafn hefur frá unglingsaldri glímt við sjúklegt þunglyndi sem er að sönnu lífshættulegur sjúkdómur en engu að síður eru viðbrögð samfélagsins allt önnur en ef sjúk- dómurinn væri af öðrum toga en geðrænum. Árlega falla tugir einstaklinga fyrir eigin hendi, eða öllu heldur fyrir þessum erfiðu sjúkdómum, en þrátt fyrir það virðast þeir sem veikjast af geðsjúkdómum vera settir aftar á merina en aðrir. Gunnar Hrafn leggur áherslu á að til þess að bæta úr þessu þurfi stjórnvöld að grípa strax til aðgerða og Alþingi að lyfta sér upp yfir flokkspólitík. Það eru því mikil vonbrigði að sjá Óttar Proppé heilbrigðis- ráðherra vísa til stjórnarsáttmála, minna á stjórnar- kreppu og hafna því að málaflokkurinn sé í lama- sessi. Ástandið er þó þannig að með endurbótum og raunverulegu forvarnarstarfi gætum við mögu- lega bjargað tugum mannslífa á viku. Ef þetta væri spurning um fólk sem hefði týnst á fjöllum þá væri án efa búið að kalla út björgunarsveitirnar okkar fyrir löngu. En hversu slæmt þarf ástandið að vera til þess að heilbrigðisráðherra taki ákvörðun um að kalla út björgunarsveitirnar fyrir geðsjúka? Hver er viðbragðstími ráðherra gagnvart þessu neyðarkalli? Það eitt að tryggja að bráðamóttaka geðdeildar Landspítalans sé opin allan sólarhringinn, alla daga ársins en ekki aðeins á skrifstofutíma gæti mögu- lega bjargað fjölda mannslífa. Mannslífa sem eru búin að gera nóg af því að bíða og þurfa ekki á því að halda að bíða eftir aðgerðaáætlunum eins ágætar og jafnvel nauðsynlegar og þær geta verið. Því auðvitað þurfa að koma til róttækar endurbætur á þessum málaflokki innan heilbrigðiskerfisins en á meðan mannslíf eru í hættu er auðvitað ekki forsvaranlegt að gera þá kröfu til sjúklinga að þeir haldi sig við brýnustu neyð á skrifstofutíma. Óttarr Proppé hefur tækifæri til þess að vera ráð- herra málaflokksins og fólksins sem þarf á honum að halda, fremur en ráðherra ríkisstjórnarinnar. En til þess þarf hann að finna hjá sér hugrekki til þess að berja í ríkisstjórnarborðið og grípa til aðgerða án tafar og svara neyðarkalli þeirra sem glíma við geð- sjúkdóma. Það hlýtur að vera krafa þjóðar sem lætur sig farsæld, líf og öryggi meðborgara sinna varða að ráðamenn geri sitt til þess að bjarga mannslífum þegar það er gerlegt. Þetta er neyðarkall. Neyðarkall Rammarimmurnar Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og við- skiptaráðherra, tilkynnti á Facebook á dögunum að hún hefði fengið vinnu og gengið til liðs við bandarísku hugveituna Atlantic Council þar sem hún mun starfa sem sérfræðingur í orkumálum. Í frétt á síðu hug- veitunnar er lýst mikilli ánægju með ráðninguna og vísað til mik- ilvægis umhverfis sjónarmiða. Ragnheiður Elín hafi verið leiðandi í íslensku samfélagi þar sem endurnýjanlegir orkugjafar og sjálfbærni í orkumálum séu stórir póstar. Líklega hafa for- svarsmenn Atlantic Council lítið heyrt af málum tengdum rammaáætlun á síðasta kjör- tímabili. Falli Jón Gunnarsson af þingi í næstu kosningum veit hann hvar hann gæti sótt um. Biðlaunin búin Þótt það sé ánægjuefni fyrir Ragnheiði Elínu að hafa fengið vinnu þá er það ekki síður ánægjulegt fyrir skattgreiðendur að biðlaunatíminn sé senn á enda. Alþingismenn sem hætta eiga enda rétt á biðlaunum í þrjá mánuði hafi þeir setið á þingi í eitt kjörtímabil en í sex mánuði hafi þeir setið í tvö eða fleiri. Það má því reikna með tíðum til- kynningum um að hinn og þessi þingmaðurinn hafi fundið sér starf þegar líður að maí. Þangað til njóta fallnir þingmenn frísins. snaeros@frettabladid.is 8 . m a r s 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a G U r10 s K o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð SKOÐUN Uppræting hins kynskipta vinnumarkaðar er eitt af stóru verkefnunum í baráttunni fyrir jafnri stöðu og jöfnum möguleikum kvenna og karla. Þetta er ofarlega í huga í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Við þurfum að beina auknum kröftum að því að vinna gegn einni af stærstu ástæðunum fyrir launamun kynjanna, sem er mikil kynjaskipting á vinnumarkaði. Það þekkja flestir að konur eru í miklum meirihluta í uppeldis- og umönnunarstörfum á meðan karlar eru í verk- og tæknigreinum. Við búum í samfélagi þar sem hugmyndir um hlutverk kynjanna og staðalímyndir eru rótgrónar. Þessi sýn sam- félagsins og einstaklinganna hefur talsverð áhrif á náms- og starfsval ungra kvenna og karla. Þegar við horfum á börnin okkar og barnabörnin vaxa úr grasi erum við örugglega öll sammála um að þessu unga fólki séu allir vegir færir. Að allir hafi möguleika til að gera það sem þeir vilja í lífinu. Það sem hins vegar gleymist í umræðunni er sú staðreynd að náms- og starfs- val stýrist meðal annars af kynferði einstaklinga. Ef þeir sem starfa í ákveðinni starfsstétt eru að miklum meirihluta af öðru kyninu takmarkar það líkurnar á því að einstaklingar af hinu kyninu velji sér þann starfs- vettvang. Þetta þýðir að valmöguleikarnir eru færri og takmarka frelsi einstaklingsins. Við verðum að vinna að fjölbreyttum langtímaaðgerð- um á öllum stigum skólakerfisins og á vinnumarkaðnum í heild til að breyta þessu. Því vil ég fagna framtakinu #kvennastarf sem er átak í niðurbroti úreltra hugmynda um náms- og starfsval kynjanna og til að benda ungu fólki á möguleikana sem eru fólgnir í fjölbreyttu náms- og starfsvali. Það er þó einnig vert að benda á mikilvægi foreldra í þessum efnum. Rannsóknir sýna að foreldrar hafa mikil áhrif á náms- og starfsval. Í sumum tilfellum geta þeir verið aðaláhrifavaldurinn. Það er mikilvægt að stuðningur sé fyrir hendi þegar börnin okkar vilja fara óhefðbundnar leiðir og ekki síður að þau séu upplýst um alla náms- og starfsmöguleika. Upprætum kynskiptan vinnumarkað Við þurfum að beina auknum kröftum að því að vinna gegn einni af stærstu ástæðunum fyrir launa- mun kynjanna, sem er mikil kynjaskipt- ing á vinnu- markaði. Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 7 -1 7 3 C 1 C 6 7 -1 6 0 0 1 C 6 7 -1 4 C 4 1 C 6 7 -1 3 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.