Fréttablaðið - 08.03.2017, Síða 20

Fréttablaðið - 08.03.2017, Síða 20
Útlit er fyrir harðnandi samkeppni og miklar breytingar í íslenskri fataverslun. Munar þar mestu um sam-drátt í sölu, samhliða aukinni netverslun, og komu H&M hingað til lands. Hagar loka fjórum tískuvöruverslunum á þessu ári og læstu í fyrra dyrum þriggja til við- bótar. Eigendur Next á Íslandi vilja fækka fermetrum sínum í Kringl- unni en stjórnendur verslunarmið- stöðvarinnar vinna nú að framtíðar- skipulagi byggingarinnar í samstarfi við erlenda sérfræðinga. Þá eiga for- svarsmenn Smáralindar í viðræðum við önnur erlend vörumerki í fata- verslun. „Við erum svo sannarlega með augun á boltanum og gerum okkur grein fyrir því að það munu eiga sér stað miklar breytingar á næstunni,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, eiganda Kringlunnar. Vilja pláss við H&M Af samtölum blaðamanns við sér- fræðinga á sviði verslunar, sem vildu ekki láta nafns síns getið, að dæma er ljóst að koma H&M mun jafnvel hafa meiri áhrif á innlenda fataverslun en áður var gert ráð fyrir. Þeir benda á að sænski fatarisinn ætlar sér að opna þrjár verslanir; í Smáralind, Kringlunni og á Hafnartorgi í mið- borg Reykjavíkur, á næstu tveimur árum. Fyrirtækið hafi í öllum til- vikum tryggt sér verslunarrými á besta stað en að einnig þurfi að horfa til þess hversu stóra hlutdeild H&M á nú þegar af markaðinum hér heima vegna ferða Íslendinga til útlanda. Samkvæmt upplýsingum Markað- arins er talsverð ásókn í verslunar- rými í Kringlunni og Smáralind sem eru staðsett nálægt H&M. Dæmi eru um að fyrirtæki sem eru nú þegar í byggingunum vilji komast nær versl- ununum. Að þeirra mati sé ákjósan- legt að vera sem næst versluninni sem útlit er fyrir að verði með mestu veltuna. Fataverslanir hér á landi eru marg- ar reknar með sérleyfissamningum um erlend vörumerki og þeim fylgir viðbótarálagning ofan á innkaups- verð. Einn viðmælandi Markaðar- ins segir erlenda heildsala nú þurfa að lækka álagninguna, og innlendar fataverslanir að ná betra innkaups- verði, ætli þær að keppa við verð- lagningu og vöruflokka H&M. Annar viðmælandi, með áratugareynslu af smásöluverslun, orðaði það svo að stjórnendur Regins fasteignafélags, sem á Smáralindina og var fyrst íslenskra fyrirtækja til að semja um opnun H&M, og síðar Kringlunnar, hafi hent napalmsprengjum inn í verslanamiðstöðvarnar tvær. Til viðbótar við komu H&M hefur velta íslenskrar fataverslunar dregist saman. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í byrjun mars dróst hún saman um tólf prósent í janúar á milli ára. Fataverslun virðist vera Fataverslanir glíma við aukna netverslun og komu H&M hingað Miklar breytingar eru í vændum í íslenskri fataverslun. Salan hefur dregist saman og H&M verður opnað á árinu. Hagar loka fjórum verslunum á þessu ári og læstu þremur í fyrra. Eigendur Next á Íslandi vilja færri fermetra í Kringlunni. Forsvarsmenn Smáralindar ræða við eigendur annarra erlendra vörumerkja. Framkvæmdastjóri Smáralindar segir eigendur fyrirtækisins eiga í viðræðum við erlend vörumerki í fataverslun. Fréttablaðið/anton brink eini angi verslunar á Íslandi sem hefur ekki náð vopnum sínum eftir hrun og það þrátt fyrir kaupmáttar- aukningu almennings, styrkingu krónunnar og niðurfellingu tolla á fatnaði og skóm. Á sama tíma hefur sprenging orðið í afgreiddum sendingum hjá Íslandspósti. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Sam- taka verslunar og þjónustu (SVÞ), sagði í samtali við Fréttablaðið að menn þar á bæ klóri sér í höfðinu yfir þessari þróun. breyta next í kringlunni Árni Sv. Mathiesen, stjórnarfor- maður Dagsólar, móðurfélags Next á Íslandi, staðfestir í samtali við Markaðinn að fyrirtækið eigi í við- ræðum við forsvarsmenn Kringl- unnar um að eina verslun Next hér á landi minnki úr 1.700 fermetrum í um þúsund. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort verslunin muni einnig flytja innan Kringlunnar. „Auðvitað eru menn alltaf á tánum og við þurfum sífellt að vera vak- andi fyrir nýjungum. En við sjáum til dæmis að unga fólkið sem er að byrja að versla í dag er með allt aðra sýn á innkaup heldur en þeir sem eru eldri og óhræddari við að nota tölvutæknina. Það er margt sem við sem kaupmenn þurfum að líta til í umhverfi okkar,“ segir Árni. „Niðurstaðan er sú að við munum horfa til þess að laga til í fermetrum hjá okkur og fá hentugri sölufer- metra og betri nýtingu. Við höfum verið að skoða þau mál út frá ákveðnu hagræðingarsjónarmiði. Það er allt opið í því. Við höfum verið að horfa á það vegna þess að við viljum breyta húsnæðinu sem við erum í og fá hlutfallslega fleiri sölufermetra en við erum með í dag og það getur kallað á það að við þurfum að fara í annað pláss þarna í húsnæðinu. Það er ekki komið það langt að það sé rétt að vera með yfir- lýsingar um það.“ Við erum að sækjast eftir ákveðnum vörumerkjum og með H&M tókst okkur það. Sturla Gunn- ar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar Niðurstaðan er sú að við munum horfa til þess að laga til í fermetrum hjá okkur og fá hentugri sölufermetra og betri nýtingu. Árni Sv. Mathiesen, stjórnarformaður NEXT á íslandi H&M, með ákvörð- un sinni um inn- komu inn á íslenska markað- inn, hefur auðvitað mikil áhrif. Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteigna- félagsins Reitir Haraldur Guðmundsson haraldur@frettabladid.is 8 . m a r s 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a G U r6 MarkaðuriNN 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 7 -1 2 4 C 1 C 6 7 -1 1 1 0 1 C 6 7 -0 F D 4 1 C 6 7 -0 E 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.