Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 25
Mottumars 8. mars 2017 Kynningarblað Kickup | Toyota | Ólafur segir að það hafi verið mikið áfall að greinast með sjúk- dóminn, ekki síst vegna þess að einn vinnufélagi hans hafði fengið krabbamein í háls og látist í kjöl- farið. „Manni bregður mikið við svona fréttir. Ég fékk að heyra það í síma frá lækninum mínum að ég væri með krabbamein og þyrfti að koma í frekari meðferð,“ segir Ólafur. „Ég eiginlega brotn- aði niður við þessar fréttir,“ segir hann. Hann leitaði til læknis eftir að hafa verið með óþægindi í háls- inum í að minnsta kosti sex mán- uði. „Ég kíkti upp í mig og sá að ég var með einhvern hnút í hálsin- um,“ segir hann. „Ég pantaði tíma hjá lækni og hann tók sýni. Síðan hringdi hann og tilkynnti mér að þetta væri krabbamein. Þetta var í ársbyrjun 2006 og ég fór strax í uppskurð og síðan í geislameðferð sem lauk í maí sama ár. Ég var frá vinnu í níu mánuði en hóf síðan störf að nýju. Að vísu fékk ég gigt upp úr krabbameininu en ég fór að finna til í liðum þegar ég var í með- ferðinni,“ segir Ólafur. „Sömuleið- is greindist ég með sykursýki og þarf að sprauta mig daglega,“ bætir hann við. Þetta er ekki allt. Ólafur hefur bæði farið í hjartaþræðingu og upp- lifað blóðtappa í höfði frá því hann greindist með krabbameinið. Það hefur því gengið á ýmsu í lífi hans. Hann hafði alltaf verið hraust- ur áður. Ólafur var stórreykinga- maður. Hann var fjórtán ára þegar hann byrjaði að reykja. Ég reykti alltaf mjög mikið. Árið 1977 hætti ég reykingum í átta ár en fór þá að fikta aftur, því miður. Ég reykti tvo pakka á dag allt þangað til ég greindist með krabbameinið. Þá hætti ég sem betur fer, annars væri ég líklega dauður. Það eina góða við að greinast var að ég hætti að reykja,“ segir Ólafur. „Þeir tóku bæði æxlið og eitla í kringum það. Ég á þessum lækn- um mikið að þakka, bæði Þórarni Sveinssyni krabbameinslækni og Hannesi Hjartarsyni skurðlækni. Ég á þeim líf mitt að launa og er þeim þakklátur. Að vísu er ég með hálf ónýta munnvatnskirtla síðan og sömuleiðis hefur bragðskynið breyst. En ég er á fótunum og get unnið og það er fyrir öllu,“ segir Ólafur bjartsýnn. Starfsþrekið er þó ekki það sama og áður. „Ég fer tvisvar á ári í lækniseftirlit til ör- yggis. Það er stór skellur að veikj- ast og erfið lífsreynsla. Mér finnst erfitt að sjá á eftir vinum mínum sem hafa farið úr þessum sjúkdómi. Svo bið ég fólk að hætta reyking- um, þær eru stórhættulegar, helst að byrja aldrei,“ segir Ólafur. Fékk krabbamein í háls eftir reykingar Ólafur Vilhjálmsson rafvirki segist þakka fyrir að vera á lífi í dag. Hann greindist með krabbamein í hálsi árið 2006. Ólafur vill kenna reykingum um sjúkdóminn en hann hafði reykt tvo pakka á dag frá unga aldri. Hann hvetur fólk til að drepa í rettunni eða byrja aldrei. Elín albertsdóttir elina@365.is Ólafur Vilhjálmsson hefur náð sér eftir að hann fékk krabbamein í háls árið 2006. Hann er þakklátur læknunum og finnst frábært að geta verið í fullri vinnu. MynD/anTOn brinK 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 7 -1 2 4 C 1 C 6 7 -1 1 1 0 1 C 6 7 -0 F D 4 1 C 6 7 -0 E 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.