Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 28
Ef hægt er að venja börn og unglinga á tóbak eru talsverðar líkur á að þau verði háð því og þá eru tóbaksfyrirtækin komin með framtíðarvið- skiptavini. Ég á sjálf drengi sem eru að komast á unglingsaldurinn og óttast tilhugsunina um að félög- um þeirra þyki svalt að nota rafsígarettur. Lára G. Sigurðardóttir Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is „Ef hægt er að venja börn og unglinga á tóbak eru talsverðar líkur á að þau verði háð því og þá eru tóbaksfyrirtækin komin með framtíðarviðskiptavini,“ segir Lára. „Stutt er síðan rafsígarettur komu fram á sjónarsviðið en upphafleg- ur tilgangur þeirra var að hjálpa fólki við að hætta að reykja. Hins vegar eru þær orðnar að eins konar tískuvöru sem við þurfum að vera á varðbergi gagnvart. Við vitum enn ekki hver langtímaáhrif af notkun þeirra eru. Sumir telja að þær gefi frá sér saklausa vatnsgufu en til eru rannsóknir sem sýna að í raf- sígarettum leynist krabbameins- valdandi efni og ýmsir málmar sem ekki er hollt að anda að sér,“ segir Lára G. Sigurðardóttir, læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélags- ins. Hún telur eðlilegt að setja regl- ur um rafsígarettur. „Háværar raddir hafa verið gegn frumvarpi um tóbaksvarnir sem nú liggur fyrir þinginu. Við lestur frumvarpsins kemur fram að það standi ekki til að banna rafsígarett- ur heldur gera þær löglegar því eins og staðan er í dag er bannað að selja nikótínvökva í þær. Þó vitum við að nikótínvökvar eru til sölu í sumum sælgætisverslunum og víðar. Frum- varpið er lagt fram til að vernda ungdóminn fyrir rafsígarettum og að neytendur þeirra viti hvaða efni þær innihalda.“ Rafsígarettur með nammibragði Lára bendir á að Krabbameinsfé- lagið hafi tekið undir að fólk noti rafsígarettur í staðinn fyrir sígar- ettur, hafi því ekki tekist að hætta reykingum með öðrum hætti. „Við höfum litið svo á að líklega sé skárra að nota rafsígarettur en sígarettur en það er ekki eðlilegt að ungmenni séu byrjuð að neyta þeirra. Fjórð- ungur barna í 10. bekk hefur próf- að rafsígarettur, helmingur fram- haldsskólanema en einungis fimm prósent fullorðinna,“ segir hún en þessar sláandi tölur koma fram í ís- lenskum rannsóknum. Hægt er að fá rafsígarettur með mismunandi bragði, svo sem hlaup- kallabragði og gúmmíbangsabragði sem höfðar sérstaklega til barna. „Auglýsingaherferðir erlendis eru eins og þegar sígarettan var mark- aðssett á sínum tíma. Þær beinast sérstaklega að ungu fólki. Ef hægt er að venja börn og unglinga á tóbak eru talsverðar líkur á að þau verði háð því og þá eru tóbaksfyrirtæk- in komin með framtíðarviðskipta- vini. Ég á sjálf drengi sem eru að komast á unglingsaldurinn og óttast tilhugsunina um að félögum þeirra þyki svalt að nota rafsígarettur,“ segir Lára. Nikótín í sáðvökva Nikótín örvar svæði í heilanum sem eykur dópamínframleiðslu en það hjálpar okkur að líða vel og slaka á. Lára segir að þessum áhrifum Nikótín mælist í sáðvökva Fjórði hver karlmaður á aldrinum 18-24 ára notar munntóbak daglega og helmingur menntaskólanema hefur prófað rafsígarettur. Lára G. Sigurðardóttir, læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins, segir erfitt fyrir ungmenni að venja sig af nikótíni. Fólk fær aðstoð við að hætta reykingum í samstarfi við Reyksímann. megi líka ná fram með því að borða góðan mat, vera í góðum félags- skap, hreyfa sig eða stunda kyn- líf. Hún segir áhyggjuefni hversu margir ungir karlmenn á aldrinum 18-24 ára noti munntóbak, eða 23%. „Munntóbaksnotkun hefur aukist undanfarin ár. Unglingar og ungt fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu háð það getur orðið munn- tóbaki. Þeir sem byrja að nota tóbak ætla sér ekki að nota það ævilangt. Um 90% þeirra sem geta ekki hætt að nota tóbak byrjuðu að nota það fyrir tvítugt. Langflestir sem nota tóbak segjast hins vegar vita betur, að þeir vildu vera lausir við það en erfitt sé að hætta.“ Munntóbak getur valdið krabba- meini í munnholi, vélinda og brisi og nú eru vísbendingar um að það auki einnig líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli. Í munntóbaki hafa fundist 28 krabbameinsvald- andi efni. „Margir gera sér ekki grein fyrir að nikótínið breiðist um allan líkamann. Það fer út í blóðrásina og t.d. í sáðvökva karlmanna.“ Innt eftir því hvers vegna ungt fólk byrji að nota tóbak þótt það viti um skaðsemi þess segir Lára það vera í eðli mannsins að fylgja hvert öðru. „Við speglum gjarnan hegð- un hvert annars, sérstaklega þegar við erum ung og að fóta okkur í líf- inu. Í fyrsta sinn sem fólk prófar munntóbak eða tekur smók af síg- arettu kúgast það og kastar jafnvel upp því líkaminn er að senda skila- boð um að þetta sé eitur sem ætti að forðast. Við höfum ríka aðlögun- arhæfni og þess vegna geta menn haldið áfram að nota tóbak. Sem betur fer eru sígarettur á undan- haldi en notkun á munntóbaki og rafsígarettum er líklega tísku- bylgja eins og er, sem vonandi varir ekki lengi,“ segir Lára. Keppni í að hætta Krabbameinsfélagið stendur nú fyrir átakinu Hættu nú alveg. „Við bjóðum fólki upp á aðstoð við að hætta að reykja í samstarfi við Reyksímann þar sem hjúkrunar- fræðingar gefa góð ráð. Sumum tekst að hætta reykingum upp á eigin spýtur en árangurinn er oft- ast betri ef fólk leitar sér aðstoð- ar fagfólks,“ segir Lára. Spurð hvers konar ráð dugi segir hún það gefa góða raun að ákveða dag til að hætta að reykja, auka vatns- drykkju, hreyfa sig reglubundið, segja öðrum frá áformunum og svo geti ýmis lyf komið að gagni. Lára vonar að sem flestir taki þátt í átak- inu því til mikils sé að vinna, lengra og betra líf eða líf án tóbaks. mottumarS Kynningarblað 8. mars 20174 365.is Sími 1817 Tryggðu þér áskrift á aðeins 333 kr. á dag9.990 kr. á mánuði 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 6 -F 9 9 C 1 C 6 6 -F 8 6 0 1 C 6 6 -F 7 2 4 1 C 6 6 -F 5 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.