Fréttablaðið - 08.03.2017, Síða 29

Fréttablaðið - 08.03.2017, Síða 29
lÁr hvert greinast um 780 ís- lenskir karlar með krabba- mein, samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá Krabba- meinsfélagsins. lNú eru á lífi um 6.160 karlar sem fengið hafa krabbamein. lTæpur helmingur þeirra sem greinast er á aldrinum frá 40 til 69 ára. lSamkvæmt útreikningum frá Krabbameinsskránni grein- ist þriðji hver karlmaður með krabbamein einhvern tíma á lífs- leiðinni. lTalið er að um tíunda hvert krabbamein skýrist af arfgeng- um þáttum. lHver og einn getur gert ýmis- legt til að draga úr líkum á að fá krabbamein, til dæmis með því að reykja ekki, hreyfa sig reglu- lega, borða hollan og fjölbreytt- an mat, takmarka neyslu áfengis og varast óhófleg sólböð. lAlgengust eru krabbamein í blöðruhálskirtli, ristli (ristli og endaþarmi) og lungum. lMeðalaldur við greiningu krabbameins er um 68 ár. lLífshorfurnar hafa batnað mikið. Um 26 prósent karla sem greindust með krabbamein fyrir fjörutíu árum lifðu í fimm ár eða lengur en nú geta um 68 prósent vænst þess að lifa svo lengi. lÞví fyrr sem krabbamein grein- ist, því meiri líkur eru á lækn- ingu. Nokkrar staðreyNdir um krabbameiN í körlum Á heimasíðu Krabbameinsfélags- ins, krabb.is, getur þú komist að því hversu mikið þú veist um reyk- ingar og tóbak og aflað þér upp- lýsinga um leið. Þar er að finna próf um sígarettureykingar, munn- tóbak og rafrettur. Í hverju prófi eru nokkrar spurningar sem hægt er að svara rétt og rangt. Hverju svari fylgja svo nánari upplýsingar og fróðleikur. tökum dæmi: „Þeir sem hætta að reykja fyrir fertugt minnka líkurnar á að deyja úr reykingatengdum sjúkdómum um 90%.“ Svarið er rétt. Reykingamenn eru þrefalt líklegri til að deyja fyrir aldur fram miðað við þá sem hafa aldrei reykt. Algengustu dánar- orsakirnar meðal reykingamanna eru vegna krabbameina, hjarta- sjúkdóma og öndunarfærasjúk- dóma. Lífslíkur reykingamanna eru meira en 10 árum styttri en þeirra sem aldrei hafa reykt. Þeir sem hætta að reykja fyrir 35 ára aldur eru með svipaðar lífslík- ur og þeir sem aldrei hafa reykt. Þeir sem hætta milli 35 og 44 ára minnka líkur sínar á að deyja úr reykingatengdum sjúkdómum um 90% og þeir sem hætta milli 45 og 54 ára minnka líkurnar um 60%. annað dæmi: „Munntóbak er þekktur áhættu- þáttur fyrir einu krabbameini í munnholi.“ Svarið er rangt. Auk krabba- meins í munnholi er munntób- ak þekktur áhættuþáttur fyrir krabbameinum í brisi og vélinda. Einnig eru vísbendingar um að það geti aukið líkur á fleiri krabba- meinum, eins og krabbameini í blöðruhálskirtli. Í munntóbaki hafa fundist 28 krabbameinsvald- andi efni. Alvarlegust eru nítró- samín og pólóníum-210, sem er geislavirkt efni. dæmi þrjú: „Enn sem komið er hafa engin krabbameinsvaldandi efni fundist í rafsígarettureyk.“ Svarið er rangt. Fundist hafa að minnsta kosti sjö krabbameins- valdandi efni í rafsígarettureyk og önnur skaðleg efni.  taktu prófið! NICOTINELL LYFJATYGGIGÚMMÍ Nicotinell Classic/Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. ® Ertu að hætta að reykja? Veistu hvaða bragðtegund hentar þér? Nicotinell-6-bragdtegundir-A4 copy.pdf 1 19/12/16 10:26 Kynningarblað mottumars 8. mars 2017 5 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 6 -F 9 9 C 1 C 6 6 -F 8 6 0 1 C 6 6 -F 7 2 4 1 C 6 6 -F 5 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.