Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 29
lÁr hvert greinast um 780 ís- lenskir karlar með krabba- mein, samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá Krabba- meinsfélagsins. lNú eru á lífi um 6.160 karlar sem fengið hafa krabbamein. lTæpur helmingur þeirra sem greinast er á aldrinum frá 40 til 69 ára. lSamkvæmt útreikningum frá Krabbameinsskránni grein- ist þriðji hver karlmaður með krabbamein einhvern tíma á lífs- leiðinni. lTalið er að um tíunda hvert krabbamein skýrist af arfgeng- um þáttum. lHver og einn getur gert ýmis- legt til að draga úr líkum á að fá krabbamein, til dæmis með því að reykja ekki, hreyfa sig reglu- lega, borða hollan og fjölbreytt- an mat, takmarka neyslu áfengis og varast óhófleg sólböð. lAlgengust eru krabbamein í blöðruhálskirtli, ristli (ristli og endaþarmi) og lungum. lMeðalaldur við greiningu krabbameins er um 68 ár. lLífshorfurnar hafa batnað mikið. Um 26 prósent karla sem greindust með krabbamein fyrir fjörutíu árum lifðu í fimm ár eða lengur en nú geta um 68 prósent vænst þess að lifa svo lengi. lÞví fyrr sem krabbamein grein- ist, því meiri líkur eru á lækn- ingu. Nokkrar staðreyNdir um krabbameiN í körlum Á heimasíðu Krabbameinsfélags- ins, krabb.is, getur þú komist að því hversu mikið þú veist um reyk- ingar og tóbak og aflað þér upp- lýsinga um leið. Þar er að finna próf um sígarettureykingar, munn- tóbak og rafrettur. Í hverju prófi eru nokkrar spurningar sem hægt er að svara rétt og rangt. Hverju svari fylgja svo nánari upplýsingar og fróðleikur. tökum dæmi: „Þeir sem hætta að reykja fyrir fertugt minnka líkurnar á að deyja úr reykingatengdum sjúkdómum um 90%.“ Svarið er rétt. Reykingamenn eru þrefalt líklegri til að deyja fyrir aldur fram miðað við þá sem hafa aldrei reykt. Algengustu dánar- orsakirnar meðal reykingamanna eru vegna krabbameina, hjarta- sjúkdóma og öndunarfærasjúk- dóma. Lífslíkur reykingamanna eru meira en 10 árum styttri en þeirra sem aldrei hafa reykt. Þeir sem hætta að reykja fyrir 35 ára aldur eru með svipaðar lífslík- ur og þeir sem aldrei hafa reykt. Þeir sem hætta milli 35 og 44 ára minnka líkur sínar á að deyja úr reykingatengdum sjúkdómum um 90% og þeir sem hætta milli 45 og 54 ára minnka líkurnar um 60%. annað dæmi: „Munntóbak er þekktur áhættu- þáttur fyrir einu krabbameini í munnholi.“ Svarið er rangt. Auk krabba- meins í munnholi er munntób- ak þekktur áhættuþáttur fyrir krabbameinum í brisi og vélinda. Einnig eru vísbendingar um að það geti aukið líkur á fleiri krabba- meinum, eins og krabbameini í blöðruhálskirtli. Í munntóbaki hafa fundist 28 krabbameinsvald- andi efni. Alvarlegust eru nítró- samín og pólóníum-210, sem er geislavirkt efni. dæmi þrjú: „Enn sem komið er hafa engin krabbameinsvaldandi efni fundist í rafsígarettureyk.“ Svarið er rangt. Fundist hafa að minnsta kosti sjö krabbameins- valdandi efni í rafsígarettureyk og önnur skaðleg efni.  taktu prófið! NICOTINELL LYFJATYGGIGÚMMÍ Nicotinell Classic/Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. ® Ertu að hætta að reykja? Veistu hvaða bragðtegund hentar þér? Nicotinell-6-bragdtegundir-A4 copy.pdf 1 19/12/16 10:26 Kynningarblað mottumars 8. mars 2017 5 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 6 -F 9 9 C 1 C 6 6 -F 8 6 0 1 C 6 6 -F 7 2 4 1 C 6 6 -F 5 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.