Fréttablaðið - 10.03.2017, Síða 6
Heimsferðir bjóða sérferð til Gardavatnsins í lok apríl. Gardavatnið er stærsta stöðuvatn Ítalíu. Það
liggur í skjóli Alpanna í norðri, í suðri tekur Pósléttan
við og er staðurinn margrómaður fyrir náttúrufegurð
og fjölbreytni. Fjöll og hamraveggir, vínviður, ólífutré og
annar fjölbreyttur gróður, litlar bryggjur, baðstrendur
og rómantískir göngustígar meðfram vatninu, ásamt
smábæjum með gömlum miðbæjarkjörnum sem iða af
mannlífi. Þetta ásamt angan af góðum mat og drykk er
það sem einkennir lífið við Gardavatnið. Í næsta nágrenni
eru fjölskyldu- og skemmtigarðar, vatnasport og útivistar
möguleikar, söfn og sögulegar minjar.
Boðið verður upp á léttar gönguferðir og siglingar um
Gardavatnið á meðan á dvöl stendur. Gardavatnið er
staður sem allir elska og þangað er hægt að koma aftur
og aftur og uppgötva nýja og spennandi staði í hverri ferð.
Dvalið verður í bænum Malcesine á norðausturströnd
vatnsins og gist í 4 nætur á Hotel Diana*** skammt frá
miðbænum. Í bænum setur Scaligero kastalinn sterkan
svip sinn á bæinn og í bakgrunni gnæfir fjallið Monte Baldo.
Möguleiki er að taka kláfinn uppá topp fjallsins en þaðan
er óviðjafnanlegt útsýni yfir eina rómuðustu náttúruperlu
Norður-Ítalíu. Bærinn er einstaklega skemmtilegur með
þröngum hellulögðum strætum, litlum veitingastöðum,
kaffihúsum og spennandi sérverslunum og er mikið
eftirlæti ferðamanna. Góðar samgöngur eru frá höfninni
í Malcesine um Gardavatnið vítt og breitt.
Frá kr. 114.995 m/morgunmat o.fl.
Netverð á mann frá kr. 114.995 m.v. 2 í herbergi
m/morgunmat alla daga og kvöldverði 20. apríl.
Frá kr.
114.995
m/morgunmat
o.fl.
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
80
72
5
GARDAVATNIÐ
20. apríl í 4 nætur
SVÍÞJÓÐ Lögreglan í Stokkhólmi
hefur beðið um aðstoð frá öðrum
lögregluumdæmum í Svíþjóð vegna
vopnaðra átaka milli glæpagengja í
borginni. Átök eru milli sex glæpa-
gengja í norðurhluta borgarinnar
og sex í suðurhlutanum. Það sem af
er þessu ári hafa átta manns verið
skotnir til bana í 17 skotárásum
og 14 hafa særst, samkvæmt frétt
sænska sjónvarpsins.
Að undanförnu hefur hand-
sprengjum verið fleygt mörgum
sinnum að fasteignum og bílum.
Sænska sjónvarpið hefur það eftir
fulltrúa Stokkhólmslögreglunnar
að glæpagengin séu í góðu sam-
bandi við vopnasala á Balkanskaga
sem útvegi þeim handsprengjur.
Fjöldi skotvopna er í umferð og
nýlega hefur lögreglan lagt hald á
17 Kalashnikov-riffla.
Lögreglan í Stokkhólmi rann-
sakar nú alls 47 morð og 57 morð-
tilraunir. Talið er að í mörgum til-
fellum séu morðin í tengslum við
fíkniefnaviðskipti auk þess sem
um hefndaraðgerðir sé að ræða.
Lögreglan rannsakar jafnframt
önnur afbrot í Stokkhólmi sem
tengjast glæpagengjum. Um er að
ræða 436 alvarleg afbrot, eins og
til dæmis fjárkúgun og mannrán.
Liðsauki mun berast frá Gauta-
borg vegna morðöldunnar í
Stokkhólmi. Gautaborgarlög-
reglan hefur mikla reynslu af
átökum glæpagengja undanfarin
ár. – ibs
Vopnuð átök milli gengja í Stokkhólmi
12
glæpagengi, sex í norður-
hluta borgarinnar og sex í
suðurhlutanum, hafa átt í
vopnuðum átökum
Samgöngur Íbúar í Berufirði og
nærliggjandi sveitum mótmæltu í
gær frestun uppbyggingar nýs vegar
í firðinum. Er það í annað sinn á
skömmum tíma sem íbúar mót-
mæla með því að loka veginum en
það var einnig gert á sunnudag.
„Það var mikil mæting af Djúpa-
vogi og úr nærsveitum, Breiðdals-
vík, Egilsstöðum og víðar. Það var
mikill samhugur og samstaða. Fólk
var gallhart á sínum kröfum,“ segir
Berglind Häsler, bóndi á Karls-
stöðum.
Þó voru ekki allir sáttir við mót-
mælin. Nokkrir ferðamenn mót-
mæltu mótmælunum. Berglind
segir þau þó hafa búist við slíku.
„Auðvitað er leiðinlegt að þetta
bitni á þeim en svona er þetta bara.
Það er mótmælt víða um allan heim
með alls konar töfum.“
Hún segir það hafa staðið upp
úr þegar sveitarstjórnin hafi mætt
á svæðið. Þau hafi verið á fundi frá
klukkan fjögur en ákváðu að klára
fundinn á einbreiðu brúnni þar sem
mótmælin fóru fram. „Þar var sam-
þykkt ályktun um þetta mál. Þetta
var ótrúlega flott og ég sagði upp-
hátt að ég héldi að þetta væri besta
sveitarfélag í heimi,“ segir Berglind.
Hún segir aðgerðaleysi stjórn-
valda valda íbúum gífurlegum von-
brigðum. „Það voru allir orðnir svo
vongóðir um að nú væri þetta að
hafast og að þjóðvegur 1 yrði loks-
ins malbikaður.“
Þá segir hún að um sé að ræða
fimm kílómetra kafla sem þurfi
að laga. Svo séu aðrir vegir inni í
Breiðdal og á Breiðdalsheiði sem
einnig þurfi að laga. „Þetta var búið
að fara í gegnum skipulag og átti að
vera klárt. Við héldum að það ætti
að græja þetta en svo er bara búið
að blása það af.“
Ljóst er að fleiri deila sjónar-
miðum Berglindar um að meiri
fjárfestingar sé þörf. Gylfi Gíslason,
framkvæmdastjóri Jáverks, gerði
samgöngumálin að umræðuefni
í ræðu sinni á Iðnþingi Samtaka
iðnaðarins í gær.
„Fjárfestingar í vegakerfinu hafa
að jafnaði numið 1,5 til tveimur
prósentum af landsframleiðslu en
frá árinu 2009 hefur hlutfallið verið
undir einu prósenti. Á sama tíma er
umferðin stöðugt að aukast og bara
í fyrra var aukningin níu prósent frá
árinu á undan,“ sagði Gylfi.
Hann sagði jafnframt að færa
mætti gild rök fyrir því að ein
ástæða þess að framleiðnivöxtur á
Íslandi hefði ekki verið nægjanlegur
á síðustu árum væri of lágt fjárfest-
ingastig. „Við verðum að bæta sam-
göngur landsins til að efla byggð og
auka verðmæti,“ sagði Gylfi.
Þá lagði Steingrímur J. Sigfússon,
þingmaður Vinstri grænna, fram
frumvarp á Alþingi í gær sem snýr
að samgöngumálum. Gengur frum-
varpið meðal annars út á að hækka
gjald á bensín og olíu og nýta hækk-
unina í að auka tekjur til vegamála.
thorgnyr@frettabladid.is
Frestun framkvæmda
mótmælt í annað sinn
Íbúar í Berufirði lokuðu þjóðvegi 1 í gær til að mótmæla frestun framkvæmda.
Framkvæmdastjóri Jáverks segir þörf á aukinni fjárfestingu í vegakerfinu. Þing-
maður Vinstri grænna vill hækka eldsneytisgjald til að fjármagna framkvæmdir.
Fjöldi manns mætti til að mótmæla frestun framkvæmda við þjóðveg 1 í Berufirði. Mynd/ÓlaFur Björnsson
Það var mikill
samhugur og
samstaða. Fólk var gallhart á
sínum kröfum.
Berglind Häsler,
bóndi á Karls-
stöðum
9%
aukning var á umferð
á Íslandi í fyrra.
1 0 . m a r S 2 0 1 7 F ö S T u D a g u r6 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a Ð i Ð
1
0
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:4
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
6
B
-1
7
C
4
1
C
6
B
-1
6
8
8
1
C
6
B
-1
5
4
C
1
C
6
B
-1
4
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
9
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K