Fréttablaðið - 10.03.2017, Qupperneq 8
Tækni Fyrirtæki á borð við Apple,
Google og Samsung munu fyrst allra
fá að berja augum ný gögn er tengjast
eftirliti leyniþjónustu Bandaríkjanna
(CIA) í gegnum snjalltæki. Frá þessu
greindi Julian Assange, stofnandi
WikiLeaks, í gær.
WikiLeaks lak í vikunni skjölum
úr skjalasafni sínu er nefnist Vault 7
sem sýna fram á að CIA hafi nýtt sér
veikleika í vörnum snjalltækja til
að kveikja á myndavélum og hljóð-
nemum án samþykkis eigenda við-
komandi tækja.
„Við vitum um alls kyns öryggis-
galla sem við viljum að séu lagaðir
áður en við birtum skjölin. Við ætlum
að vinna með sumum þessara fram-
leiðenda að því að laga gallana,“ sagði
Assange. – þea
Samfélag „Það er ekkert mál að
matreiða skordýr og við vitum
hvernig á að framleiða þau. Spurn-
ingin er hvernig við getum fengið
fólk til að borða skordýr og hafa
áhuga á þeim sem vöruflokki. Það
er erfitt þegar lög og reglur banna þá
iðju,“ segir Búi Bjarmar Aðalsteins-
son en hann tekur þátt í umræðum
í Norræna húsinu í kvöld um vest-
rænar hugmyndir um skordýraát.
Kvikmyndin Bugs, eftir danska
leikstjórann Andreas Johnsen,
verður sýnd á undan umræðunum
og munu þeir Búi ræða um mögu-
leikana sem felast í skordýraræktun
og -áti.
„Undirliggjandi er að matarfram-
leiðsla eins og hún er í dag gengur
ekki alveg upp, ekki mikið lengur
og það verður eitthvað að gerast. Í
framtíðinni er matvælaframleiðsla
úr skordýrum eitt af því sem vert er
að skoða. Þetta verður á léttu nót-
unum þó þetta séu grafalvarlegar
spurningar,“ segir Búi.
Að borða skordýr er ekkert nýtt
en flestum í vesturheimi finnst það
ógeðslegt og frekar ógeðfellt. „Fyrir
mér lítur þetta þannig út, eftir því
sem ég er búinn að skoða og rann-
saka, að þetta snýst um matarmenn-
ingu. Við erum þjóð sem borðar
súrsaða hrútspunga og kindahöfuð
sem sviðin eru með logsuðutæki,
við borðum hákarl og ýsu. Bragðið
er ekkert til að hrópa húrra fyrir en
það er menning í kringum fæðuna
og því tilheyrir þetta okkar matar-
menningu. Hvers vegna er ekki hægt
að gera það sama með skordýr?
Búi segir að Ísland geti verið mjög
framarlega í framleiðslu á matvæl-
um úr skordýrum. Hér séu kjörað-
stæður til þess. - bbh
Stóra spurningin hvernig hægt er að fá fólk til að borða skordýr
Fyrsti fundur nýstofnaðs peningaklúbbs Venstre, flokks Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, verður haldinn í embættisbústað hans. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
DanmÖRk Nokkrir flokkar á danska
þinginu hala inn fé í flokkssjóði sína
í gegnum lokaða klúbba fyrir fólk í
atvinnulífinu og hagsmunasam-
tökum. Í umfjöllun Jótlandspóstsins
um klúbbana, sem kallaðir eru pen-
ingaklúbbar, segir að leynd hvíli yfir
því hverjir séu klúbbfélagar og einn-
ig yfir því hversu mikið fé streymi til
flokkanna.
Að minnsta kosti fjórir þing-
flokkar nýta sér svokallaða peninga-
klúbba, að því er Jótlandspósturinn
greinir frá. Það eru Venstre, Íhalds-
flokkurinn, Frjálslynda banda-
lagið og Jafnaðarmannaflokkurinn.
Klúbbfélagar greiða á hverju ári fé
til að geta tekið þátt í lokuðum við-
burðum og hitt framámenn í við-
komandi stjórnmálaflokkum.
Sú staðreynd að stjórnmálaflokk-
arnir geti notað lokaða klúbba til að
fela háar fjárhæðir frá einkaaðilum
hefur sætt gagnrýni árum saman.
Jafnframt hefur verið gagnrýnt að
gefendur sleppi við nafnbirtingu
í bókhaldi flokkanna þegar fjár-
framlögin fara í gegnum peninga-
klúbbana.
Flokkssjóður Venstre, flokks Lars
Løkke Rasmussen forsætisráðherra,
hefur um árabil notið góðs af fjár-
framlögum frá Frjálslynda atvinnu-
lífsklúbbnum. Nú hefur flokkurinn
stofnað nýjan peningaklúbb, Frjálsa
atvinnulífsfélagið. Fyrsti fundurinn
verður haldinn í embættisbústað
forsætisráðherrans, Marienborg.
D a n s k a ú t v a r p s s t ö ð i n
Radio24syv kveðst hafa undir
höndum bréf Venstre til útvalins
hóps manna þar sem þeim er boðin
aðild að nýja félaginu. Árgjaldið er
20.000 danskar krónur sem jafn-
gildir um 310 þúsundum íslenskra
króna. Útvarpsstöðin greinir frá
því að í boðinu um aðild standi að
hagnaðurinn renni til flokksins.
Séu fjárframlög umfram 20 þúsund
danskar krónur þurfa flokkarnir að
birta nöfn gefenda.
Gagnrýnendur benda á að
Marienborg sé embættisbústaður
forsætisráðherra. Fulltrúi Einingar-
listans, Maria Gjerding, segir það
óásættanlegt að þar séu haldnir fjár-
öflunarviðburðir fyrir stjórnmála-
flokk. Þetta sé til marks um að herða
þurfi reglurnar.
Í skriflegu svari til útvarps-
stöðvarinnar segir ritari Venstre,
Claus Richter, að tilgangurinn með
stofnun Frjálslynda atvinnulífs-
félagsins sé að efla samræðurnar
milli danskra samtaka, félaga og
Venstre. Það gagnist öllum. Enginn
geti keypt sér áhrif hjá flokknum.
Ritarinn nefnir ekkert um þá stað-
reynd að halda eigi fyrsta fundinn í
embættisbústað forsætisráðherrans.
ibs@frettabladid.is
Fela peninga í leyniklúbbum
Danskir stjórnmála-
flokkar bjóða fólki í
atvinnulífinu aðild að
lokuðum klúbbum sem
kallaðir eru peninga-
klúbbar. Klúbbarnir eru
leið til að fela peninga-
gjafir til flokkanna.
Gómsætt súkkulaði með skordýrum. NoRdIcPhoTos/GETTy
Mörg brot áttu sér stað frá miðnætti
til klukkan 7. FRÉTTABLAÐIÐ/dANíEL
Samfélag Árið 2016 var tilkynnt um
283 líkamsárásir í miðborg Reykja-
víkur. Lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu hafa ekki borist jafn fáar
tilkynningar á einu ári frá því árið
2011 þegar tilkynnt var um 261
brot.
Flest þessara ofbeldisbrota koma
upp í tengslum við skemmtanalífið í
miðborginni um helgar. Um það bil
tvö af hverjum þremur tilkynntum
ofbeldisbrotum árið 2016 áttu
sér stað frá miðnætti til klukkan 7
aðfaranótt laugardags og sunnu-
dags og voru tæp 80 prósent þessara
brota skráð inni á skemmtistöðum
eða utandyra á þessu svæði.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá lögreglunni. Þar segir enn fremur
að karlmenn séu um 90 prósent ger-
enda í ofbeldismálum í miðborginni
og um 80 prósent brotaþola. Tæp-
lega helmingur grunaðra var á aldr-
inum 21 til 30 ára og um helmingur
brotaþola var á sama aldri. Ekki er
algengt að sömu aðilar séu grunaðir
í mörgum ofbeldismálum á sama
árinu.
Um níu prósent grunaðra báru
ábyrgð á tveimur eða fleiri ofbeldis-
brotum árið 2016 en tæplega þrjú
prósent báru ábyrgð á þremur eða
fjórum málum.
Þegar á heildina er litið hefur
ofbeldisbrotum á höfuðborgar-
svæðinu öllu fjölgað frá árinu 2011.
Það ár bárust lögreglunni 679 til-
kynningar en í fyrra voru tilkynn-
ingarnar 1.169. Þessi fjölgun skýrist
af breyttu verklagi lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu í heimilis-
ofbeldismálum sem tók gildi í
janúar 2015.
Unnið er að uppsetningu á um 30
nýjum eftirlitsmyndavélum í mið-
borginni. Verður lögreglan með
aukið eftirlit um helgar til að auka
öryggi í borginni. – bb
Ungir karlmenn ofbeldisfullir í miðbænum um helgar
80%
brotaþola í borginni eru
karlmenn
Sú staðreynd að stjórn-
málaflokkarnir geti notað
lokaða klúbba til að fela
háar fjárhæðir frá einkaað-
ilum hefur sætt gagnrýni.
heilbRigðiSmál Inflúensa hefur
verið staðfest hjá 398 einstaklingum
frá því í lok nóvember 2016. Dregið
hefur umtalsvert úr fjölda þeirra sem
greinst hafa með inflúensulík ein-
kenni á heilsugæslustöðvum. Tíðni
inflúensulíkra einkenna er svipuð
í öllum aldurshópum en þó lægst
í börnum undir eins árs og hæst í
aldurshópnum 15 til 19 ára.
Frá þessu segir á vef Embættis
landlæknis.
Frá því í byrjun september 2016
hafa alls 173 einstaklingar legið á
Landspítala vegna inflúensu, þar af
greindust nítján í síðustu viku sem
er nokkur fækkun borið saman við
vikuna á undan. Flestir eiga það sam-
eiginlegt að vera 67 ára og eldri. – shá
Talsvert dregið
úr inflúensunni
Julian Assange,
stofnandi Wiki-
leaks.
Tæknirisar fá
gögnin fyrst
173
hafa í vetur legið á Land-
spítalanum með flensu
1 0 . m a R S 2 0 1 7 f Ö S T U D a g U R8 f R é T T i R ∙ f R é T T a b l a ð i ð
1
0
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:4
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
6
B
-1
2
D
4
1
C
6
B
-1
1
9
8
1
C
6
B
-1
0
5
C
1
C
6
B
-0
F
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
9
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K