Fréttablaðið - 10.03.2017, Qupperneq 10
HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is
Audi Q2
#ótaggandi
Spáflúnkunýr Audi Q2 gjörbreytir hugmyndum
þínum um bíla og ögrar skilgreiningaáráttunni.
Útbúinn eins og þú hugsar hann,mætir hann á malbikið
eða mölina, fullur sjálfstrausts en #ótaggandi.
Verð frá 4.990.000 kr.
#allravega?
#blikkboli?
#skarpur?
atvinnulíf Nýsköpunarfyrirtækið
geoSilica á Ásbrú í Reykjanesbæ er að
leggja lokahönd á framkvæmdir til
að sextánfalda framleiðslugetu fyrir-
tækisins. GeoSilica framleiðir kísil-
steinefni úr jarðhitavatni frá Hellis-
heiðarvirkjun, náttúrulegt steinefni
í vökvaformi sem er selt á markaði
fyrir heilsuvörur. Metsala hjá fyrir-
tækinu undanfarna mánuði kallaði
á framkvæmdir.
Ágústa Valgeirsdóttir, verkefna-
og viðskiptaþróunarstjóri geoSil-
ica, segir að þegar sé byrjað að selja
kísilsteinefni geoSilica hjá Amazon
í Bandaríkjunum, og er fyrirtækið
í viðræðum við nokkra aðra aðila
um dreifingu á vörum fyrirtækisins
erlendis – til dæmis í Finnlandi og
Þýskalandi.
„Hlutirnir eru að gerast hratt hjá
okkur. Við viljum tryggja að þegar
okkur berst stór pöntun þá getum
við brugðist við henni, sérstaklega
frá erlendum mörkuðum. Við erum
í raun að búa í haginn fyrir fram-
tíðina,“ segir Ágústa.
Kísilsteinefnið, fyrsta vara geoSi-
lica, kom fyrst á markað í lok árs
2014. Haustið 2012 hafði fyrir-
tækið fengið verkefnastyrk Tækni-
þróunarsjóðs, til að hefja vinnu við
rannsóknir og þróun á vörunni.
Sama ár hófst starfsemi við Hellis-
heiðarvirkjun til að nýta skiljuvatn
virkjunarinnar. Sú starfsemi hefur
farið fram í samstarfi við Orku nátt-
úrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu
Reykjavíkur, en einnig fékkst styrkur
frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja og
fleirum.
Fyrirtækið hefur nú komið upp
fjórum átta þúsund lítra tönkum sem
tryggir fyrirtækinu næga framleiðslu-
getu bæði fyrir íslenskan og erlendan
markað. Laga þurfti tankana að
framleiðsluaðferðum geoSilica.
„Framleiðslan okkar er öll á Hellis-
heiði. Þar erum við með ný tæki sem
við fjárfestum í líka og allt verður
klárt á mánudaginn. Við erum við
hliðina á skiljustöðinni á Hellisheiði
og fáum vökvann beint frá virkjun-
inni – þegar við fáum hráefni okkar
þá er það 120 gráðu heit gufa, sem fer
í gegnum varmaskipti og er kæld. Í
þessum tönkum bíður vatnið áður en
við hefjum framleiðslu,“ segir Ágústa
og bætir við að framleiðslugetan fyrir
stækkun hafi verið um þúsund lítrar
á tíu til fimmtán dögum.
„Það er svo fyrirtækið Pharma-
Arctica á Grenivík sem tappar á
fyrir okkur. Þetta er eina fyrirtækið
á Íslandi sem er með lyfjavottaða
ferla hjá sér og sér um frágang á mjög
miklu af fæðubótarefnum, húð-
vörum og slíku hér á landi. Gæða-
ferlarnir hjá okkur krefjast þess að
þau á Grenivík sjái um þennan hluta
framleiðslunnar,“ segir Ágústa.
Markaðurinn fyrir heilsuvörur
er gríðarstór. Kísillinn (silica) sem
geoSilica framleiðir í vökvaformi
mætir því harðri samkeppni sem
ríkir á markaði fyrir fæðubótarvörur.
Hins vegar sér fyrirtækið tækifæri í
því að bjóða 100% náttúrulegt stein-
efni, en slíkar vörur eru ekki algengar
í dag – hvað þá á drykkjarformi sem
líkaminn á auðvelt með að vinna úr.
„Það eru margir að spá í uppruna
vörunnar og hvernig hún nýtist við
inntöku í líkamanum. Þar teljum við
okkur vera sterk í samkeppni,“ segir
Ágústa. svavar@frettabladid.is
Sextánfalda framleiðslugetuna
Fyrirtækið geoSilica svarar aukinni eftirspurn með því að margfalda framleiðslugetuna við Hellisheiðar-
virkjun. Selur á Amazon og stefnir á markað í Finnlandi og Þýskalandi. Höfuðstöðvarnar á Ásbrú.
Háskólaverkefni
fór á flug
l geoSilica var stofnað árið
2012 af Fidu Abu Libdeh
og Burkna Pálssyni, ásamt
Ögnum ehf., út frá lokaverk-
efnum Fidu og
Burkna í
orku- og
umhverf-
istækni-
fræði við
Háskóla
Íslands.
l geoSilica hefur
þróað tveggja þrepa fram-
leiðsluaðferð á kísilsteinefni
sínu. Í fyrra skrefinu er styrkur
kísils í skiljuvatninu aukinn
margtugfalt án þess að breyta
efnasamsetningu þess að
öðru leyti. Í seinna skrefinu
er skiljuvatninu smám saman
skipt út fyrir hreint grunn-
vatn af svæðinu þannig að
lokaafurðin er mjög smásær
kísill í hreinu grunnvatni.
l Í lok árs 2014 kom á markað
fyrsta varan frá geoSilica en
það er hágæða 100% náttúru-
legt íslenskt kísilsteinefni í
vökvaformi, tilbúið til inntöku.
Samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir
var endurkjörin formaður Samtaka
iðnaðarins á aðalfundi í gær. Guð-
rún verður því formaður Samtaka
iðnaðarins fram til Iðnþings 2018.
Alls gáfu átta kost á sér til
almennrar stjórnarsetu og var kosið
um fjögur sæti. Þeir sem setjast í
stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu
tveggja ára eru Katrín Pétursdóttir í
Lýsi, Lárus Andri Jónsson í Rafþjón-
ustunni, Ragnar Guðmundsson hjá
Norðuráli og Sigurður R. Ragnars-
son hjá Íslenskum aðalverktökum.
– jhh
Guðrún kjörin
formaður á ný
mannréttindi Forstjóri Útlend-
ingastofnunar, borgarstjóri og
dómsmálaráðherra undirrituðu í
gær samning um þjónustu Reykja-
víkurborgar við allt að 200 hælis-
leitendur. Samningurinn felur í sér
stækkun á samningi sömu aðila frá
2015 sem kvað á um þjónustu borg-
arinnar við allt að 90 einstaklinga.
Í tilkynningu segir að Útlend-
ingastofnun telji samkomulagið
vera mikilvægan lið í því að treysta
stoðir móttökukerfis umsækjenda
um vernd hér á landi. – jhh
Þjónusta fleiri
hælisleitendur
Guðrún Haf-
steinsdóttir, for-
maður Samtaka
iðnaðarins.
Kísillinn sem geoSilica framleiðir er
nauðsynlegur fyrir bein.
1 0 . m a r S 2 0 1 7 f Ö S t u d a g u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
1
0
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:4
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
6
A
-F
F
1
4
1
C
6
A
-F
D
D
8
1
C
6
A
-F
C
9
C
1
C
6
A
-F
B
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
9
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K