Fréttablaðið - 10.03.2017, Síða 28

Fréttablaðið - 10.03.2017, Síða 28
Uppselt var á fyrstu sýningu Nemenda- óperunnar og því blásið til aukasýningar Töfraflautunnar í kvöld. MyNd/ErNir Vegna mikillar eftirspurnar verður aukasýning á uppsetningu Nem- endaóperu Söngskóla Reykjavíkur á Töfraflautu Mozarts. Sýningin verður í Norðurljósasal Hörpu klukkan 19.30 í kvöld, föstudaginn 10. mars. Þeir sem missa af sýningunni í kvöld geta hins vegar gripið tæki- færið til að sjá uppsetninguna í Fé- lagsheimili Hrunamanna á Flúðum sunnudaginn 12. mars klukkan 18. Einnig hefur verið skipulögð sýning í Hömrum á Ísafirði þann 7. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar má finna á www.songskolinn.is. Töfraflauta Mozarts í Norðurljósasal Hörpu A- eða B-týpan? Það er ekkert sem heitir fram eftir hjá mér, ég vakna alltaf fyrir allar aldir. Ég stilli klukku en þó ekki á sunnudögum. Vakna samt líka snemma þá. Morgunmaturinn? Hafragraut­ ur. Ef ég á eitthvað út á hann eins og ber þá skelli ég þeim með og svo rjóma. Þá er þetta bara eins og að fá sér desert í morgunmat. Svo fæ ég mér kaffibolla. Freistingar? Súkkulaði er mitt ævilanga fíkniefnavandamál. Ég frem þó ekki stærri glæpi en að kaupa mér kókosbollur og nýt þess út í ystu æsar að borða þær. Hvernig slapparðu af? Ég slappa aldrei af. Jú, ef ég fer í bíó fer ég inn í myndina, það er afslappelsi. Eins þegar ég hlusta á góða tónlist. Reyndar syndi ég einn kílómetra á hverjum degi, sem flóttaleið út úr hversdags­ lífinu. Bókin á náttborðinu? Napólí­ bækur Elenu Ferrante. Er að klára bók nr 2. Finnst ofboðs­ lega gaman að fara inn í þennan heim. Frábær lýsing á vinkonu­ sambandinu. Slík sambönd eru nefnilega þau alflóknustu í lífinu. Á hvaða ertu að hlusta? Ég hlusta á tónlist í vinnunni alla daga, bæði í kennslu og við gerð útvarpsþátta en mínir hollu vinir sem ég leita reglulega í eru Elvis, Jane Birkin o.fl. Hvað sástu síðast í bíó? Óskars­ verðlaunamyndina Moonlight. Hvað sástu síðast í leikhúsi? Sölku Völku. Helgarplönin? Helgin er nokk­ uð þétt skipulögð. Á laugardag­ inn syng ég dúett með Gunn­ ari Þórðarsyni á samkomu um Frjálsa fjölmiðlun. Dúett með Gunna Þórðar er mikill heið­ ur og stór viðburður í mínu lífi enda hef ég fylgst með honum og hans tónlist árum saman. Á sunnudaginn kl. 15 stýri ég svo fjöldasöng í Hannesarholti. Ég þarf því að hvíla röddina vel í dag. Lífsstíll Möggu Stínu tónlistarkonu Magga Stína tónlistarkona á erfitt með að neita sér um súkkulaði og fær sér rjóma í morgunmat. Helgin er þétt skipulögð, dúett með Gunna Þórðar og fjölda­ söngur í Hannesarholti. 365.is Sími 1817 ENDALAUS Gerðu verðsamanburð og lækkaðu GSM reikninginn þinn með 365 GSM Hvaða leið hentar þér? LEIÐ 1 Endalaus símtöl og sms óháð fjarskiptafyrirtæki 0 GB gagnamagn 790kr. LEIÐ 2 Endalaus símtöl og sms óháð fjarskiptafyrirtæki 1 GB gagnamagn 1.680kr. LEIÐ 3 Endalaus símtöl og sms óháð fjarskiptafyrirtæki 5 GB gagnamagn 2.680kr. LEIÐ 4 Endalaus símtöl og sms óháð fjarskiptafyrirtæki 30 GB gagnamagn* 3.490kr. 365.is Sími 1817 *Greitt er fyrir farsímanotkun erlendis, til útlanda og í upplýsinganúmer. Á ferðalögum erlendis eru boðnir ferðapakkar Evróski Draumurinn og Ameríski Draumurinn. 30 GB gagnamagn er innifalið í hverjum mánuði en endalaust gagnamagn fyrir 2.000 krónur bætist við ef farið er umfram 30 GB. 6 KyNNiNGArBLAÐ FÓLK 1 0 . M a R S 2 0 1 7 F Ö S T U dAG U r 1 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 B -0 D E 4 1 C 6 B -0 C A 8 1 C 6 B -0 B 6 C 1 C 6 B -0 A 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.