Fréttablaðið - 10.03.2017, Qupperneq 32
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðrún Kristjánsdóttir
lést á Landspítalanum við Hringbraut,
deild 11E, mánudaginn 6. mars,
umvafin ást. Útförin mun fara fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Jóna Helga Hauksdóttir
Inga Guðný Hauksdóttir Bernharð Antoniussen
Einar Birgir Hauksson Kristín Óskarsdóttir
Edda Kristín Hauksdóttir
Anna Karen Hauksdóttir Agnar Hansson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og virðingu við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Snæbjargar
Snæbjarnardóttur
söngkonu, söngkennara og
kórstjóra, Fellsmúla 13, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
Krabbameinsdeild 11E á Landspítalanum, starfsfólki
Karitas sem og starfsfólki Múlabæjar fyrir einstaka
umhyggju og vináttu.
Ólöf S. Pálsdóttir
Snæbjörn Óli Jörgensen Anna María Elíasdóttir
Guðrún Birna Jörgensen Halldór Þ. Ásmundsson
Snæbjörg, Harpa María, Kaj Arnar,
Hildur Ása og Maríanna Erla
Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð,
hlýju og fallegar kveðjur vegna andláts
Dags Jónssonar
vatnsveitustjóra,
Heiðvangi 80, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
11b, 11e og heimahlynningar Landspítalans.
Þórdís Bjarnadóttir
Vera Dagsdóttir Páll Fannar Pálsson
Vaka Dagsdóttir Bjarni Guðmundsson
Vala Dagsdóttir
Vala, Jón Kári og Sigurlaug Jónsbörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og hlýju við andlát
og útför
Guðnýjar Magnúsdóttur
Silfurgötu 9, Ísafirði.
Vilberg V. Vilbergsson
Rúnar H. Vilbergsson Tamila Gámez Garcell
Sara Vilbergsdóttir Gísli Guðmundsson
Bryndís Vilbergsdóttir Garðar Erlingsson
Svanhildur Vilbergsdóttir Hjörtur Svavarsson
Ylfa Mist og Haraldur, Viðar Hákon og Hanna, Guðný,
Vilberg, Bjartur Dagur, Björg, Sólrún, Vilberg Samúel
og barnabarnabörn.
241 f.Kr. Rómverjar binda enda á fyrsta púnverska stríðið
með því að sökkva flota Karþagómanna.
1118 Gelasíus 2. verður páfi.
1629 Karl 1. Englandskonungur leysir breska þingið upp og
hefur ellefu ára harðstjórnina þar sem ekkert þing situr.
1649 Karl 10. Gústaf er útnefndur eftirmaður Kristínar Svía-
drottningar.
1804 Bandaríkin kaupa Louisiana af Frökkum.
1906 Námaslys í Courrieres-kolanámunum kostar 1.099
kolanámumenn lífið, það er mannskæðasta kolanámuslys
sem orðið hefur í Evrópu.
1933 Jarðskjálfti í Kaliforníu verður 120 manns að bana á
Long Beach.
1944 Flugfélagið Loftleiðir er stofnað.
Merkisatburðir
Leikarinn Corey Haim lést úr lungna-
bólgu á þessum degi árið 2010, aðeins
38 ára að aldri.
Corey hóf leiklistarferilinn aðeins
tíu ára gamall þegar hann lék Larry í
kanadísku seríunni The Edison Twins
sem var í loftinu frá 1982 til 1986.
Árið 1986 landaði hann hlutverki
í kvikmyndinni Lucas þar sem hann
lék á móti Charlie Sheen og Winonu
Ryder. Þaðan í frá var leiðin greið
á leiklistarbrautinni og lék hann í
myndum á borð við The Lost Boys,
License to Drive og Anything for Love.
Hann var mikill hjartaknúsari og um
tíma fékk hann yfir tvö þúsund aðdá-
endabréf á viku frá æstum unglings-
stúlkum.
Lífið lék þó ekki við Corey í einka-
lífinu og ánetjaðist hann áfengi og
fíkniefnum snemma á ferlinum. Hann
smakkaði fyrst áfengi á setti Lucas
árið 1985 og prófaði marijúana ári
seinna. Það leiddi til þess að hann
notaði kókaín í eitt og hálft ár og síðar
krakk.
Corey reyndi margoft að losa sig við
vímuefnadjöfulinn en lítið gekk. Þegar
lögregla fór í gegnum eigur hans eftir
andlátið fann hún ýmis lyf á heimili
hans sem leikarinn hafði fengið frá
mismunandi læknum, þar á meðal
Valíum, Víkódín og Xanax.
Þ etta g e r ð i st 1 0 . m a r s 2 0 1 0
Corey Haim lést úr lungnabólgu
Þetta er blanda af málverk-um, vatnslitamyndum og teikningum. Þarna eru ný verk í bland við gömul – elstu verkin eru frá 1999 og þau yngstu eru frá þessu
ári. ég byggi verkin á litum sem ég vinn
sjálfur úr umhverfinu. Ég vinn þetta
úr ýmsum jarðefnum frá mismunandi
stöðum – bæði héðan frá Íslandi og víða
að úr heiminum. Þetta eru staðir sem
hafa orðið á vegi mínum á ferðalögum
vítt og breitt, staðir sem hafa heillað mig
og ég hef ákveðið að taka með mér og
bókstaflega mála með. Þetta eru mest
megnis steinefni og leirefni sem ég læt
vinna og bý til litaduft úr – sem verður
svo olíu- og vatnslitir,“ segir myndlistar-
maðurinn Kristján steingrímur sem
opnar einkasýningu í Berg Contemp-
orary á laugardaginn.
sýningin er eins og Kristján segir unnin
á tuttugu ára tímabili. Hér er ekki um yfir-
litssýningu að ræða heldur margþætta
nálgun Kristjáns að sama viðfangsefninu
– það er að segja stöðum og minningum
– en hann notar brot úr stöðunum sem
hann minnist bókstaflega sem efnivið í
verkin.
Henta efni frá einhverjum sérstökum
stöðum betur en önnur í þessa vinnslu?
„Já, það eru náttúrulega mismunandi
litir í umhverfinu. Litarefni eru auðvitað
búin til með svipuðum hætti – þau eru
ýmist jarðefni eða úr jurtaríkinu. allir
litir eru með einum eða öðrum hætti
ættaðir úr þessu umhverfi. Íslenskir litir
eru kannski meira í grátónum, þó að auð-
vitað séu til sterkir litir í íslenskri náttúru.
að auki er ég að sýna teikningar sem
eru unnar frá sömu stöðum. Ég bæði
ljósmynda þessa mismunandi staði og
síðan tek ég efni með mér. Ég hef verið að
rýna í efnið og stækka upp litlar agnir frá
þessum stöðum og teikna þá upp – gera
þá sýnilega í gegnum víðsjá.“
Eru öll verkin unnin á sama hátt? „Það
eru ekki alveg öll verkin frá þessum tutt-
ugu árum unnin svona – elstu verkin eru
unnin með hefðbundnum olíulitum á
striga. en þau fjalla líka um staði sem ég
upplifði á sínum tíma og og vísað er til
með staðsetningarhnitum sem ég setti
inn á málverkin. Þannig getur sýningar-
gesturinn notað gPs-hnit og leitað uppi
viðkomandi stað. málverkið er orðið að
vegvísi fyrir áhorfandann og verkið í raun
ferðalagið á staðinn.“
Og eru þetta margir staðir? „Já, þeir
skipta tugum. Ég er reyndar að sýna bara
lítið brot af þessu á þessari sýningu og
mest verk sem unnin eru úr jarðefnum
hér á landi. en ég hef ferðast töluvert
um heiminn og nota þá tækifærið til að
afla mér hráefnis í verk. staðirnir eru of
tilfallandi áfangastaðir frekar en að þeir
séu hugsaðir með málverk í huga.“
Eru einhverjir sérstakir staðir sem þú
ert að vinna með á sýningunni í meira
uppáhaldi en aðrir? „Í raun og veru ekki
– en garðar, lystigarðar í ýmsum borgum,
heilla mig mikið og suma þeirra heim-
sæki ég oft. Ég er með á sýningunni eitt-
hvað af teikningum úr nokkrum görðum.
en ég hef reyndar búið til liti úr mold úr
almenningsgörðum frá nokkrum heims-
álfum sem ég notaði til að mála með mál-
verk. Þessi verk voru sýnd í Listasafni asÍ
2008.“
sýning Kristjáns verður opnuð klukk-
an fimm á morgun, laugardag, í Berg
Contemporary, en galleríið er til húsa á
Klapparstíg.
stefanthor@frettabladid.is
Minningar úr ferðalögum
Myndlistarmaðurinn
Kristján Steingrímur opnar
einkasýningu á morgun,
laugardag. Á sýningunni
vinnur hann með minn-
ingar sínar frá stöðum
sem hann hefur heimsótt.
Nokkur verkanna eru
máluð með litum unnum
úr steinefnum frá nokkrum
staðanna.
Kristján ferðast mikið og á því nóg af efnivið til að moða úr. Fréttablaðið/anton brinK
Þetta eru staðir sem
hafa orðið á vegi
mínum á ferðalögum vítt og
breitt, staðir sem hafa heillað
mig og ég hef ákveðið að taka
með mér og bókstaflega mála
með.
1 0 . m a r s 2 0 1 7 F Ö s T U D a G U r20 T í m a m ó T ∙ F r É T T a B L a ð i ð
tímamót
1
0
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:4
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
6
B
-1
C
B
4
1
C
6
B
-1
B
7
8
1
C
6
B
-1
A
3
C
1
C
6
B
-1
9
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
9
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K