SÍBS blaðið - 01.06.2015, Qupperneq 3

SÍBS blaðið - 01.06.2015, Qupperneq 3
SÍBS BLAÐIÐ 2015/2 3 Leiðari SÍBS-BLAÐIÐ 31. árgangur | 2. tölublað | JÚNÍ 2015 ISSN 1670-0031 Úgefandi: SÍBS Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími: 560-4800 Netfang: sibs@sibs.is Heimasíða: www.sibs.is Ábyrgðarmaður: Guðmundur Löve gudmundur@sibs.is Ritstjóri: Páll Kristinn Pálsson pallkristinnpalsson@gmail.com Auglýsingar: Öflun ehf. Umbrot og prentun: Prentmet ehf. Upplag: 11.000 eintök Berklavörn SÍBS er samband félaga á sviði brjóst holssjúkdóma með um sex þúsund félagsmenn. SÍBS á og rekur endurhæfingar miðstöð ina Reykja lund og öryrkjavinnu staðinn Múlalund, að ógleymdu Happdrætti SÍBS. Íslendingar geta vænst þess að lifa 14 ár ævinnar við verulega færni- skerðingu sem í flestum tilfellum orsakast af langvinnum, lífsstíls- tengdum sjúkdómum (Lancet 2012; 380:2144-62). Sumir tapa heilsunni fyrir miðjan aldur en aðrir seinna, en flestir eiga það sameiginlegt að koma ekki til kasta heilbrigðis- kerfisins fyrr en skaðinn er skeður. Lausnin felst auðvitað í forvörnum, en hvað þarf til að forvarnir virki? Svarið er efling heilsulæsis, en í heilsulæsi felst að hafa aðgang að, skilja og nota upplýsingar sem stuðla að góðri heilsu. Upplýsingar um heilsusamlegt líf þurfa að hitta fyrir alla þjóðfélags- hópa á sem flestum viðkomustöðum þeirra í samfélaginu, hvort sem það er í skólum, hjá íþróttafélögunum, á vinnustöðum, í verslunum, í fjöl- miðlum, hjá heilbrigðisstofnunum eða annars staðar. Til að upplýsingar komi að gagni þarf fólk einnig að skijla þær, svo sem að kunna skil á eiginleikum næringarefna og áhrifum hreyfingar, streitu, svefns og andlegs ástands. Í þessum efnum stöndum við fræðslu um áhrif reykinga og vímu- efnanotkunar enn langt að baki, svo dæmi sé tekið. Til að upplýsingar og skilningur skili sér síðan í árangri, þarf einnig að skapa vettvang til að notfæra sér þessa kunnáttu. Skólakerfið getur stuðlað að aukinni hreyfingu ung- menna innan og utan íþróttatíma, vinnustaðir geta komið sér upp búningsklefum og hjólageymslu, bæjaryfirvöld geta lagt göngu- og hjólastíga og ríkisvaldið getur fjárfest í eða veitt skattaafslætti vegna heilsueflandi verkefna. Samkvæmt skýrslu Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar Global Burden of Disease 2013 nemur árlegur heilsufarsskaði (glötuð góð æviár) Íslendinga yfir 350 milljörðum króna á ári, sé hann margfaldaður upp með vergri landsframleiðslu á mann. Fjármagn til beinna forvarna utan heilbrigðiskerfisins nemur aðeins um hálfum milljarði á ári meðan fjármagn til viðbragðsdrifna kerfisins (sjúkra- húsa, endurhæfingar, hjúkrunar, heilsugæslu, lyfja og hjálpartækja, lækna og þjálfunar) nemur um 140 milljörðum. Þessa slagsíðu þurfum við að rétta, og kjörið verkfæri til þess er efling heilsulæsis. Aðeins þannig getum við eflt heilbrigði og dregið úr þeim persónulega og þjóðhagslega skaða sem sjúkdómsbyrðin veldur. Heilsulæsi og mann­ auður framtíðar Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS 4 Hreyfing – mikilvæg heilsuhegðun 8 Hreyfing íslenskra ungmenna 11 Æfum bæði þol og styrk 16 Hreyfing í góðum félagsskap 18 Í formi fyrir golfið 20 Jafnvægi og liðleiki 24 Vatnsþjálfun – eykur þol og léttir lund 28 Fjölþætt heilsurækt – leið að farsælli öldrun Seltjarnarneskaupstaður

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.