SÍBS blaðið - 01.06.2015, Síða 14

SÍBS blaðið - 01.06.2015, Síða 14
SÍBS BLAÐIÐ 2015/214 beygju- og réttuvöðvum handleggja, bak- og kviðvöðva. Mikilvægt er að byrja hverja æfingu á léttri upphitun en stökkva ekki beint í mikil átök. Með því að hita líkamann upp t.d. með léttri þolþjálfun í 10-15 mínútur undirbúum við okkur líkamlega og andlega fyrir styrktarþjálfunina. Rannsóknaniðurstöður benda til þess að bestum áhrifum megi ná fram með því að stunda styrktarþjálfun tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Þetta má t.d. gera með því að styrkja alla helstu vöðva tvisvar til þrisvar sinnum í viku eða skipta líkamanum upp í svæði og gera æfingar fyrir efri hluta líkamans tvo daga vikunnar og æfingar fyrir neðri hluta aðra tvo daga. Æskilegt er að hver vöðvi fái 48-72 klst. hvíld á milli æfinga til þess að tryggja góða endur- heimt og hámarka árangur æfinganna. Líklega má ná fram góðum áhrifum með aðeins einni styrktaræfingu á viku hjá byrjendum en til þess að ná frekari framförum bendir allt til þess að tvær til þrjár æfingar á viku þurfi til. Þegar við áætlum ákefð styrktaræfinga er gott að miða við að geta náð 8-12 endurtekningum af hverri æfingu, án þess þó að verða algerlega uppgefinn eftir lotuna. Ágætt er að ná tveimur slíkum lotum fyrir hverja æfingu og hvíla í tvær til þrjár mínútur á milli lota. Þeir sem eru ekki heilsuhraustir, eru að ná sér eftir veikindi eða meiðsli eða eru mjög rosknir geta gjarnan byrjað með svolítið léttari æfingar og miðað við að ná 10-20 endurtekningum. Hversu löng hver æfing er ræðst af því hversu margar æfingar einstak- lingurinn kýs að gera. Með því að gera æfingar sem taka á helstu vöðvahópum líkamans má líklega komast af með 20-30 mínútur eftir að upphitun er lokið. Á öllum aldri Styrktarþjálfun getur gagnast flestum. Vís- bendingar eru um að hún geti líka haft jákvæð áhrif á frammistöðu þeirra sem einbeita sér mest að þolþjálfun. Þetta virðist skýrast af áhrifum á súrefnis- og mjólkursýrubúskap, hag- kvæmara hreyfimynstur og hámarks orkufram- leiðslu í styttri vegalengdum. Þannig geta jafnvel velþjálfaðir íþróttamenn í þolgreinum bætt frammistöðu sína með því að bæta styrktar- þjálfun við í prógrammið sitt. Mikil aukning hefur orðið á því að fullorðið fólk stundi reglubundna þolþjálfun, t.d. hlaup og hjólreiðar og þá er vert að hafa í huga að vöðva- styrkur fer smám saman minnkanndi á árunum milli þrítugs og fimmtugs en tap hans fer hratt vaxandi eftir að 60 ára aldri er náð og nemur líklega 30% um áttræðisaldurinn. Minnkandi vöðvastyrkur, samfara minnkandi virkni í skyn- færum og samhæfingu vöðva leiðir til lakara jafnvægis sem getur haft áhrif á hreyfifærni, áhættu á að detta og á endanum aukinnar áhættu á ýmsum kvillum og sjúkdómum. Margar rannsóknir hafa sýnt að styrktarþjálfun getur unnið á móti þessum aldursbundnu breytingum með því að viðhalda vöðvamassa og -styrk. Eldri einstaklingar virðast hafa sömu möguleika á að byggja upp vöðva og bæta styrk og þeir sem yngri eru, þó er talið að aðeins 10-15% aldraðra stundi reglulega styrktarþjálfun. Fyrir utan þann ávinning sem þegar er nefndur hefur reguleg hreyfing mjög víðtæk áhrif á taugakerfi mannslíkamans. Skammtímaáhrif eru sem dæmi betri samhæfing, jafnvægi og viðbragðstími. Þannig verður dagleg virkni oft betri en aldursbundin hrörnun hefst fyrr hjá þeim sem ekki stunda reglulega hreyfingu. Þess utan hefur hreyfingin áhrif á huglæga þætti, s.s. skipulagshæfni og samhæfingu aðgerða, gæði svefns aukast, einkenni depurðar minnka og sjálfstraust eykst. Líkur þess að við hreyfum okkur nóg aukast ef við skipuleggjum hreyfinguna. Flestir geta fundið sér einhvern lausan tíma yfir daginn. Við skipulagið er gott að hafa hreyfipýramídann til hliðsjónar. Hreyfingu sem liggur í neðri lögum pýramídans ætti að stunda oftar og með minni ákefð en þá hreyfingu sem liggur í efri lögunum. Mikilvægt er að taka tillit til áhuga, heilsufars og líkamlegs ástands til að byrja með en þegar grunnfærni er náð má fikra sig upp pýramídann og auka ákefð og lengd æfinga. Þannig við- höldum við ekki bara þeim árangri sem þegar er náð heldur örvum líkamann til enn frekari framfara. Jákvæð áhrif hreyfingar koma fljótt fram í upphafi en mun meiri áhrifum má ná með langvarandi reglulegri þjálfun. Fjölbreytni í þjálfunaraðferðum og æfingavali eykur líkur á því að við höldum okkur við efnið og eykur jákvæð áhrif á heilsufar okkar. Íþróttafræðingar og -þjálfarar geta gefið góðar leiðbeiningar um hvernig sníða má þjálfun þannig að hún henti hverjum og einum sem allra best. Gangi þér vel!   SEM  MINNST:   KYRRSETA   2-­‐3  DAGA  Í  VIKU:   STYRKTARÞJÁLFUN   Á  HVERJUM  DEGI:   ALMENN  VIRKNI   3-­‐5  DAGA  Í  VIKU:   ÞOLÞJÁLFUN   Rólegir  göngutúrar,   húsverk,  garðvinna   Hlaup,  sund,  hjól,   rösk  ganga,  skíði   Tæki,  lóð,  bönd,   líkamsþyngd   Róleg  hreyfing,   geta  haldið  uppi   samræðum     Miðlungs-­‐mikil  ákefð.   Verða  móð(ur)  og  svitna   20-­‐60  mínútur     8-­‐10  endurtekningar   2  lotur   Eldri einstaklingar virðast hafa sömu möguleika á að byggja upp vöðva og bæta styrk og þeir sem yngri eru.

x

SÍBS blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.