Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Page 4

Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Page 4
barna og sefar hungurkvalirnar örfáar mínútur sjálfa jólanóttina. Hann syngur um kærleika guðs, sem drepur ekki ör- eigana úr sulti alveg umsvifalaust, held- ur sendir blessaða jólahátíðina með ofur- litla fróun mitt í myrkri skammdegisins. flann sefar tilfinninguna, sem er að vakna í brjósti hins þrautpínda, sem ein- skis hefir notið af gæðum lífsins, fyrir ranglæti því, sem hann lifir við. Og hann fer að syngja um frið á jörðunni og velþóknun guðs yfir mönnunum. En hvað eru jólin fyrir þig fátæka al- þýðukona? Eru þau draumur um ein- hverja ofurlitla glaðningu frá sölum bur- geisanna, — um mola af borðum hinna ríku? Eða eru þau skýrasti boðskapur ársins um öreigð þína? Ef til vill eru þetta fyrstu jólin, sem þú hefir ekki haft nokkur skilyrði til að gera ofurlitla til- breytni fyrir börnin þín í röku kjallara- holunni. Og þú segir í hjarta þínu: Nú eiga jólin ekkert erindi til mín. Nú hafa þau ekkert mér að færa. En leggðu eyrun við, og jólin 'færa þér meira en nokkurn tíma áður. Sjáðu alla ljósadýrðina í búðargluggunum og sjáðu alla fögru og glæsilegu munina. Sjáðu stóru björtu salina, þar sem upp er stillt prúðbúnum líkneskjum, fata- ströngum og skrauthöttum, meðan þú ert sama sem húsnæðislaus og getur ekki náð í fat á hálfnakið barnið þitt. Settu þig ekki úr færi, þar sem þú getur við komið að kynna þér, hvernig burgeisarnir sem búa í stóru og fallegu húsunum, ausa of fjár í allskonar ónauðsynja prjálvörur til að senda vinum sínum, sem hafa gnægðir fjár og alls sem hjartað girn- ist og með peningum verður aflað. Það er lærdómsríkt, meðan þú átt engan eyri til brýnustu nauðþurfta þín og barna þinna. — Eeyndu ef þú getur að skygn- ast um á borðunum í veizlunum, sem haldnar verða um jólin og líttu á rétt- lætið, sem ríkir í þessu þjóðfélagi, þar sem fjöldi manna hefir tækifæri að lifa i argasta óhófi í mat og drykk, fatnaði og hverskonar þægindum, meðan þú og íjöldinn allur stéttarsystkina þinna, veit ekkert hver ráð verða að slökkva hungur sitt og sinna næsta dag. Hversu fátæklegt, sem um er að litast í hýbýlum þínum um þessi jól, þá mundu samt faðma að þér ástvini þína og óska þeim gleðilegra jóla. Hvað felur þú í þeirri ósk? Hefir þú skilning á því, að í þeirri ósk felur þú kröfu til barna þinna um það, að þau láti jóladýrðina og jóla- fagnaðinn sem þau sjá umhverfis sig og fá ekki sjálf að njóta, opna augu sín fyrir ranglæti hfsins, harðýðgi þess og svívirðingum. Feldu í þeirri ósk þinni kröfu um það, að að jólunum afstöðnum verðið þið öll ákveðnari og hæfari til að taka virkan þátt í baráttunni fyrir frels- un stéttar þinnar og fyrir írelsun mann- kynsins undan siðleysi auðvaldsskipulags- ins. Og með þessa ósk í brjósti segi ég við ykkur öll, stéttarsystkini mín: Gleðileg jól. Gunnar Benediktsson. Halldór Stefánsson: Þjófnaður. Þvottarýjur og heitt sápuvatn er und- irstöðuatriði heiðarlegrar atvinnu, engu síður en vörur og vixillán. Blessun at- vinnunnar veltur á hreinleik hjartans og frómleik hugans. Vertu trúr yfir litlu og ég mun setja þig yfir mikið, er fyrir- heit, sem ekki má gleyma, þótt tekjurn- ar af gólfþvotti, með hnýttum kerlingar- 2

x

Jólablað verkakvenna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað verkakvenna
https://timarit.is/publication/1224

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.