Jólablað verkakvenna

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Qupperneq 7

Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Qupperneq 7
tók hún af henni körfuna, en þyngd henn- ar knúði frúna til eftirgrenzlana,og Gudda tapaði spilinu. Réttlát reiði frúarinnar leiddi til yfirheyrzlu, og játning Guddu, sem hún gerði með sömu samvizkusem- inni og hún hafði framið þjófnaðinn, setti réttvísi frúarinnar í hreyfingu, hún gat ekki varið það gagnvart samvizku sinni og þjóðfélaginu, sem hún var í, að láta annan eins rummung og Guddu, leika lausum hala og halda áfram sínu guð- lausa athæfi. Sími frúarinnar kom frétt- unum rétta boðleið og afleiðingin varð sú, að Gudda skipti um húsnæði yfir jólin. Forsjónin sá samt fyrir því, að frúin þurfti ekki að hætta við sitt fyrirhugaða góðverk, hún fekk henni í hendur dóttur- soninn, kennarann, til móðurlegrar um- hyggju, meðan Gudda gisti hjá ríkinu. Hann lék þar í birtu jólaljósanna, vafinn samúð þeirri, sem fulltrúar guðs hafa með smælingjunum, meðan Gudda sat í kléfa sínum og fanst hún hafa verið beitt órétti, því hún átti ekki hið sanna hjarta- lag, sem lætur hverja atvinnu blessast, hvort sem hún er grundvölluð á vörum og víxillánum eða þvottarýjum og heitu sápuvatni. Verkakona, skipaðu þér í fylkingar stéttarbaráttunnar! Frá blautu barnsbeini er konunni inn- prentað, að hún eigi ekki að skipta sér af opinberum málum. Það tilheyrir ekki verkahring konunnar, að hugsa um opin- ber mál, það er gagnstætt eðli hennar. Ileimilið er verksvið konunnar, allt sem er framyfir það „er frá hinum vonda“ og beinlínis vansæmandi fyrir konur. Konan á að vera manni sínum undirgefin og maðurinn á að sjá henni farborða. Þegar verkamaðurinn leggur út í verk- íall eða aðra baráttu með félögum sínum til að bæta kjör stéttar sinnar, þá skilur konan hans oft hvorki upp né niður í neinu. Henni finnst öll þessi barátta unn- in fyrir gíg, allar þær fórnir, sem þarf að færa, heimskulegar og beinlínis glæpsam- legar gagnvart heimilinu og börnunum. Inn á heimilið fær hún Vísir, Morgun- blaðið, Tímann, Fálkann, hin og þessi trúmálablöð o. s. frv. Þessi blöð flytja benni þá vizku, að enginn þurfi að vera atvinnulaus, sem nenni að vinna. Enginn þurfi að vera fátækur, allir geti unnið sig upp með „iðni, dugnaði og sparsemi“. Verkföll séu sprottin af ósanngirni og „stéttahatri“ verkamannanna, sem æstir eru upp af kommúnistum og öðrum „æs- mgamönnum“. Ef til vill kemur Alþýðublaðið inn á heimilið í þokkabót. Þar getur að líta lofgjörð um allt það, sem „þingmenn alþýðunnar" hafa komið fram, verka- lýðnum til hagsbóta. Þessar hagsbæt- ur hefir verkakonan aldrei orðið vör við, og henni finnst sér koma þær harla lítið við. Þá eru skammir um kommún- ista eins og í hinum blöðunum. Allt þetta styrkir trii hennar um sannleiksgildi þess, sem borgarablöðin segja. Húsmóðirin í verklýðsstétt! Hvað er það sem borgarablöðin eru að reyna að telja þér trú um? Þú veizt að maðurinn þinn er atvinnulaus? Er það vegna þess að hann nennir ekki að vinna? Þú veizt að maðurinn þinn er fátækur og getur ekki séð heimili sínu fyrir brýnustu þörf- um. Er það vegna þess, að hann er let- ingi, ónytjungur og eyðsluseggur ? Þú veizt, að maðurinn þinn hefir tekið þátt 5

x

Jólablað verkakvenna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað verkakvenna
https://timarit.is/publication/1224

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.