Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Síða 15

Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Síða 15
„En sá kjarkur í henni!“ Sálin hans íwans hélt áfram: „Mér finnst ég rangindum beitt. í fjörutíu og fjögur ár hefi ég lifað og stritað, svo að hendurnar eru allar eitt sigg---------. í fjörutíu og fjögur ár hefi ég vonast eftir hinu himneska réttlæti. Ég kem hingað. Mér er ekki hleypt inn. Þú mátt ekki, er mér sagt---------. Hefir ekki komið með nein góðverk með þér! --------Hvaðan átti ég að taka góðverk- in, þegar ég hefi bara syndgað alla æfi og orðið að vinna fyrir þá ríku. Hefi ég ekki sáð korni og vökvað svörðinn með tárum mínum, þegar þurkar gengu. Er ekki silfursins, sem kaupmannssálin hef- ir gefið betlurunum, prestum og munk- um, aflað af mínum höndum. Öll þessi son. Þetta nýja afsprengi ættar Guddu fjörutíu og fjögur ár hefi ég ekki gert annað en að klæða aðra og fæða aðra — —. Sjáið hvað ég hefi utan á mér? Er það ekki góðverk?“ „Reiði Drottins slær hana fyrir þetta tal“. En Drottinn leit á hana og sagði: „Svo! Þú ert þá reið við mig! Það er þá ég, sem á sök á öllu?“ „Ég segi ekki, að þú eigir sökina, en ______(( „Þú segir það nú samt! Ertu ekki allt- af að kvarta? Hefir þú ekki grátið full- an poka af tárum? Þetta líkar þér ekki, og hitt líkar þér ekki — — —. Þessi hefir kúgað þig og hinn hefir kúgað þig ------. Ertu þá eitthvert smábarn? Hef- ir þú ekki stjakað þeim til hliðar, sem hafa kúgað þig----------. En þú hefir allt- af treyst á mig-----—. Hefir hugsað sem svo: Guð hjálpar, og þá lagast allt.----- Ég á að hjálpa ykkur öllum og gera allt fyrir ykkur. Hefi ég þá svo mikið til að gefa ykkur ennþá? Ég hefi þegar gefið ykkur allt. — — Ég hefi gefið ykkur jörðina, til þess að hver og einn yrki hana eftir sinni getu. Þar hafið þið sett yfirdrottnara, sem þið kallið jarðeigend- ur-------. Reynið að sjá um að losna við þá —. Þið hafið sjálfir leitt asnann í her- búðirnar. Nú verðið þið sjálfir að koma honum þaðan aftur. — Æ, hvað á ég að segja! Mér býður við að sjá til ykkar. Ég hefi gefið ykkur hendur, svo að þér hjálpið hver öðrum. Þið hafið reist knæp- ur og fangelsi með höndum ykkar. Þið keppist við að ganga hver af öðrum dauðum. — Þú líka. — Hefi ég máske kúgað þig? Ég hefi gefið þér skynsemi og hæfileika, en þú hefir látið hvort- tveggja ónotað. Þú hefir sofið allt frá þér. Þú hefir ekki kunnað nein betri ráð, en að lyfta augum til himins og nauða á mér! — — Strax og einhver kúgaði þig, veinaðir þú til mín: Drottinn hjálp- aðu mér! Sjálfur hefir þú aldrei hreyft litla fingur þér til varnar! — Sálin hans íwans hlustaði þögul. Blygð- unin bar hana ofurliði. Drottinn sagði satt. Og er hann lauk máli sínu, spurði hún: „Þú hleypir mér þá ekki inn í Para- dís ?“ „Hlægilegt! Þú veizt ekki sjálfur, hvað þú biður um. -------Er Paradís kannske hérna? Hún er hérna fyrir neðan, hjá ykkur---------- „Lagleg Paradís það! Það er ekki ann- að en reglulegt Helvíti------“. „Komið ykkur þá öðruvísi fyrir. Það er undir ykkur sjálfum koinið. Ég hefi ekkert um það að sýsla.--------Lifið eins og félagar, í bróðerni, komið á nýju skipulagi, sofið ekki frá ykkur tímann á steinofninum. — — Og væntið fyrst og fremst einskis af mér!-------------“ „Gerðu það fyrir mig, að hleypa mér inn!“ Aftur brosti Drottinn. 13

x

Jólablað verkakvenna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað verkakvenna
https://timarit.is/publication/1224

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.