Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Qupperneq 17
þær síðan koma aftur til vinnu fá þær
hálftíma frí tvisvar á dag, auk venjulegs
matmálstíma, til þess að leggja barnið á
brjóst. Vinnutíminn er þó aðeins 6—7
tímar. Þar er einkunnarorðið: „Ekkert
barn í heiminn nema því sé tekið með
gleði“.
Iiin óstjórnlega neyð og versnandi
horfur verkalýðsins í auðvaldslöndunum
hefir þjappað honum betur saman, og í
hessari sívaxandi baráttu hans á A. S. V.
einmitt erindi. Frá því A. S. V. hóf starf
sitt 1921 hefir það útbýtt um 100 mil-
jónum króna og telur nú um 20 miljónir
meðlima.
Verkakonur! Hvort heldrur þið vinnið
við heimilisstörf eða utan heimilis,
menntakonur og allar þið, sem samúð
hafið með verklýðsbaráttunni, hvort
beldur þið eruð í söfnuðum eða utan
safnaða, hverja pólitíska skoðun sem þið
hafið, allar eigið þið heima í A. S. V. Al-
staðar þar sem auðvaldið ræður, þar er
líka neyð. Verkalýðnum finnst yfirleitt
auðmýkjandi að þiggja gjafir af hinum
borgaralegu góðgerðafélögum. A. S. V.
er samúðar- og samhjálparstarfsemi
verkalýðsins sjálfs. Það er því aldrei
auðmýkjandi að þiggja styrki A. S. V.,
því þeir eru aðeins einn liður í stétta-
baráttunni. Leggið allar lítinn skerf. Ger-
ist meðlimir Alþjóðasamhjálpar verka-
lýðsins.
Ingibjörg Steinsdóttir.
Eflíð
samtðkin!
Ég hefi aldrei fyr tekið mér penna í
hönd, vegna þess að ég hefi ekki fundið
neina skyldu hjá mér til þess að tala
máli stéttar minnar. Ég er ein þeirra
verkakvenna, sem hefi flotið með
straumnum án þess að aðhafast nokkuð
það sem gæti orðið stéttinni til bóta eða
sigurs. Við verkakonurnar erum alt of
Stúlkur að bursta tennur i Rússlandi.
lítið samtaka í baráttunni fyrir bættum
kjörum okkar og það var eiginlega fyrst
s. 1. sumar, sem ég fann greinilega til
þess hvað samtök verkalýðsins eru hon-
um nauðsynleg og að ég opnaði augun
fyrir minni eigin dyggð og margra ann-
ara kvenna, sem vinna án þess að fylkja
sér um réttmætar kröfur á hendur vinnu-
kaupendum.
Ég vann s. 1. sumar við síldarsöltun á
Siglufirði og var svo heppin, eða það á-
leit ég í fyrstu, að fá pláss hjá „Söltun-
arfélagi verkalýðsins á Akureyri“. Ég
lærði mikið og í fyrstu var margt mér
nærri því óskiljanlegt; t. d. vegna hvers
stjórn Síldareinkasölunnar ekki raðaði
skipunum niður á söltunarstöðvarnar,
15