Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 20
Á nýafstöðnum ársfundi Kenn-arasambands Íslands áttu fulltrúar kennara samtal við
hæstráðendur í menntamálum,
bæði hjá ríki og sveitarfélögum.
Menntamálaráðherra og borgar-
stjóri tóku þátt í umræðum og svör-
uðu spurningum, meðal annars um
það hvernig við getum aukið nýlið-
un í kennarastétt og aukið virðingu
fyrir kennarastarfinu.
Margt áhugavert var þar sagt en
kannski sluppu þeir félagar vel við
umræðu um launamál, sem fór ekki
nógu hátt að mínu viti.
Það þarf svo sannarlega ýmislegt
að koma til svo markmið okkar um
aukna virðingu fyrir starfinu og þar
með aðsókn í kennaranám verði að
veruleika, en fyrst og síðast þurfa
laun kennara að vera samkeppnis-
hæf við laun annarra sérfræðinga
með sambærilega menntun, borið
saman við sérfræðinga hjá hinu
opinbera annars vegar og svo sér-
fræðinga á almennum markaði hins
vegar.
Um síðustu áramót samþykkti
Alþingi breytingar á lögum um líf-
eyrissjóði opinberra starfsmanna.
Það mál átti sér ákveðinn aðdrag-
anda og um tíma virtist samkomu-
lag við bandalag opinberu stéttar-
félaganna um þær breytingar í
sjónmáli enda skyldu öll réttindi
núverandi sjóðsfélaga verða tryggð
áfram við breytingarnar. Án þess
að fara lengra út í þá sálma þá fór
nú svo að Alþingi samþykkti breytt
lög í algjörri andstöðu við opinbera
starfsmenn og réttlætti þingheimur
ákvörðun sína með því að samhliða
skyldu laun á milli markaða jöfnuð.
Já, að laun opinberra starfsmanna
skyldu verða jöfn sambærilegum
hópum á almennum markaði.
Nú spyr ég menntamálaráðherra
Kristján Þór Júlíusson og borgar-
stjóra, Dag B. Eggertsson, eftir-
farandi spurninga og óska svara á
opinberum vettvangi enda eiga
svörin erindi við samfélagið allt:
Eru ríkið og sveitarfélögin að
vinna aðgerðaráætlun um fyrirhug-
aðar launahækkanir starfsmanna
ríkis- og sveitarfélaga?
Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að
ríki og sveitarfélög nái sér í nauð-
synlega tekjustofna til þess að
standa straum af kostnaðarauka
ríkis og sveitarfélaga vegna fyrir-
hugaðra launahækkana opinberra
starfsmanna?
Fari svo að ASÍ setji sig upp á móti
því að opinberir starfsmenn hækki í
launum umfram aðila á almennum
markaði á grundvelli SALEK-sam-
komulagsins, mun ríkisstjórn
Íslands og forysta sveitarfélaga í
landinu halda sínu striki til að efna
þau fyrirheit sem fylgdu lagabreyt-
ingunni í desember 2016?
Hvernig sjáið þið fyrir ykkur
ramma um launaþróun á næstu
misserum svo efna megi loforðin
um launajöfnun?
Svör óskast sem fyrst – skýr helst
og það má nota já og nei.
Opið bréf til forystu
menntamála í landinu
Þann 9. marz sl. átti RÚV langt viðtal við danskan hagfræðing í kvöldfréttum, en Dani þessi
hafði einhverntíma verið hag-
fræðingur dansks stórbanka, en
var það greinilega ekki lengur. Sagt
var, að hann hefði fylgzt gjörla með
íslenzkum efnahagsmálum. Hvern-
ig og á hvaða máli kom ekki fram,
en íslenzku talaði hann ekki. Þessi
ágæti hagspekingur mælti með því,
að stýrivextir á Íslandi yrðu hækk-
aðir.
Þann 22. marz kvaddi annar
danskur hagfræðingur sér hljóðs í
Fréttablaðinu – er reyndar pistla-
höfundur þar og skrifar oft hnyttna
pistla – og tók í sama streng. Hafði
hann mikla samúð með seðla-
bankastjóra, sem lenti milli steins
og sleggju með það að þurfa raun-
verulega, að mati Danans, að hækka
vexti en væri undir þrýstingi með að
lækka þá.
Athugasemdir við málflutning
Dana nr. 1:
Aðalatriðið í málflutningi Dana nr.
1 var að hér væri svo mikill hag-
vöxtur, 7,2%, að halda yrði niðri
efnahagslegri spennu og þenslu
með hækkun vaxta – greinilega án
tillits til þess, hvar þeir stæðu fyrir;
hvort þeir væru hinir hæstu í hinum
vestræna heimi, sem þeir eru, eða
þeir lægstu.
Gallinn við þennan málflutning
er sá, að 7,2% hagvöxturinn á við
um árið 2016, og má í raun ætla, að
hann hafi að mestu myndast það
sumar. Á þá að miða vaxtakerfi
Íslendinga vor og sumar 2017 við
það efnahagsástand sem var sum-
arið 2016?
Vafasöm speki, örugglega líka í
konungsríkinu Danmörku. Þetta
er eins og að klæða sig í dag eftir
veðrinu í gær, eða stýra eftir Hring-
braut þó að maður sé kominn inn á
Miklubraut.
Athugasemdir við málflutning
Dana nr. 2:
Dani nr. 2 beitir svipuðum rökum, þó
með eitthvað sveigjanlegri en um leið
illskiljanlegri framsetningu. Hann
bendir á óstöðugt innflæði erlendra
tekna, sem stafi af fábrotnu hagkerfi,
þar sem aðeins sé um 4 geira að ræða;
fiskveiðar, stóriðju, orkuvinnslu og
ferðaþjónustu. Leiði þetta til óstöð-
ugra viðskiptakjara og ofhitnunar
efnahagslífsins.
Ýmislegt í þessu er rétt og gott, en
ekki verður séð hvernig að þetta ætti
að leiða til hækkana á þeim hávöxt-
um, sem við búum við, nú. Þetta er
ekkert nýtt fyrirbæri.
Staða okkar aðalútflutnings-
atvinnuvega er í rauninni heldur
ekki slæm, miklu fremur góð blanda
ólíkra atvinnugreina, sem allar hafa
svipað vægi.
Dani nr. 2 telur stöðu útflutnings-
atvinnuvega Danmerkur mun fjöl-
breyttari og stöðugri, en, eftir minni
beztu vitund, eru helztu útflutn-
ingsatvinnuvegir þar aðeins 3; fram-
leiðsla og sala á vélum og tækjum,
matvælum og efnaiðnaðarvörum.
Vaxtaviðmið annarra Seðlabanka
Vandamálið við hagfræði er að þetta
er lifandi fræðigrein, þar sem for-
sendur, aðstæður, umhverfi og lögmál
breytast stöðugt og gamlar kenningar
og fyrri fræði úreldast hratt. Geta því
sprenglærðir menn á bókina, sem
ekki vaka og liggja yfir daglegri þróun
og breytingum, fest í úreltri aðferða-
fræði.
Mitt mat er að seðlabankastjórnir
Evrópusambandsins, Bandaríkjanna
og Breta séu þeir aðilar, sem hæfastir
eru í nútíma hagstjórn, en eins og
kunnugt er eru vextir þeirra helzta
hagstjórnartæki.
Þessir aðilar ákveða vexti 1) út frá
verðbólgu 2) út frá stöðunni á vinnu-
markaði og 3) út frá hagvexti, en eitt
aðalverkefni þessara manna er að ná
fram mesta mögulegum hagvexti.
Hættan við hávextina:
Á eftir launum eru vextir hæsti
útgjaldaliður fyrirtækja. Skuldsettir
heimiliseigendur borga meira í vexti,
en nokkuð annað. Óhæfilegir vextir
bitna því illilega á miklum hluta þjóð-
arinnar; draga úr samkeppnishæfni
fyrirtækja, hækka framleiðslukostnað
og verðlag og draga úr kaupgetu og
velsæld almennings.
Jafnframt skapa yfirkeyrðir vextir
einir sér spennu í efnahagslífinu, og
geta þeir því stuðlað að ofhitnun, svo
að notuð séu orð Dana nr. 2. Með
þessum hætti verða hávextirnir að
ástæðu fyrir því að vextir séu ekki
lækkaðir, alla vega að mati sumra,
jafn gáfulegt og það er.
Dönsk hagspeki
og íslenzkir vextir
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því ég skrifaði fyrri greinar mínar um
Brexit. Bresk stjórnvöld hafa nú
virkjað hina margfrægu 50. gr.
stofnsáttmála ESB. Þar með er hafið
ferli sem mun leiða til þess að eftir
rétt tvö ár verða Bretar ekki lengur
meðlimir ESB, óháð því hvort tekist
hafi að greiða úr öllum samningum
um framtíðarviðskiptafyrirkomu-
lag milli ESB og Bretlands þegar þar
að kemur. Samningarnir næstu tvö
árin verða flóknir og tímafrekir og
niðurstaða mjög óljós, en hvorki
hinn skammi tími né pólitískar
aðstæður í lykilríkjum ESB vinna
með Bretum.
Peningar verða
fyrsta mál á dagskrá
Fyrsta málið sem á að taka á dag-
skrá skv. 50. greininni eru skiln-
aðarkjör útgönguríkisins. Í því
felst uppgjör hlutdeildar Breta í
sameiginlegum skuldbindingum
ESB. Af opinberum yfirlýsingum
aðila undanfarið er ljóst að þar
mun væntanlega bera mikið á
milli. Bretar vilja samhliða hefja
tafarlaust samninga um viðskipta-
kjör eftir útgöngu, enda vinnur
tíminn ekki með þeim eins og
áður sagði. Flest bendir hins vegar
til að ríki ESB muni halda fast við
að ljúka fyrst samningum um skiln-
aðarkjörin, áður en framtíðarvið-
skiptatengsl verða rædd. Leiðtogar
ESB munu ekki samþykkja umboð
til aðalsamningamanns fyrr en
í lok apríl og svo má búast við að
fremur lítið gerist í samningavið-
ræðum fyrr en eftir þingkosningar
í Þýskalandi á hausti komanda.
Ef peningamálin standa í aðilum,
getur því hæglega liðið hálft til
eitt ár áður en hafist er handa um
samninga um viðskiptakjörin.
Bretar vilja alveg út ...
Það markaði tímamót í janúar-
lok þegar Theresa May, forsætis-
ráðherra Breta, kvað loks upp úr
um það að Bretar myndu ekki
æskja sambærilegrar aðildar að
innri markaði ESB og t.d. Ísland
og Noregur njóta nú með EES-
samningnum. Þannig er það orðið
ljóst að bresk stjórnvöld vilja setja
hömlur á frjálsa för fólks í öndvegi
samningsmarkmiða og eru tilbúin
að fórna fyrir það hindrunarlausri
aðild að einstökum þáttum innri
markaðarins. Markmið þeirra í
samningunum munu væntanlega
verða þau að freista þess að halda
eins miklu af þeim markaðsaðgangi
sem Bretar nú njóta, áfram eftir að
aðild lýkur.
Það er hins vegar ekki einfalt
úrlausnar, þótt það hljómi vand-
ræðalaust. Markaðsaðgangur
að innri markaði ESB og EES er
almennt skilyrtur því að ríki viður-
kenni sameiginlegar reglur um
markaðssetningu vöru og þjónustu
og lúti eftirliti með því að þær séu
virtar, eins og raunin er innan EES.
Eitt helsta vígorð breskra útgöngu-
sinna hefur verið að „ná aftur
stjórn“ (e. Take back control). Það
verður ekki einfalt fyrir May að
sannfæra þá um ágæti útgöngu-
samnings sem gerir ráð fyrir að
Bretar viðurkenni ESB-reglur á
einstökum sviðum (t.d. í fjármála-
þjónustu eða sjávarútvegi) og sæti
eftirliti ESB eftirlitsaðila með því
um ófyrirsjáanlega framtíð.
… en hvað má það kosta?
Stóri óvissuþátturinn er hvernig
viðskiptasambandi Breta við Evr-
ópu verður háttað til lengri tíma
litið. Sú óvissa er meiri þar sem
Bretar hafa ákveðið að sækjast
ekki eftir sambærilegum aðgangi
að innri markaðnum og Ísland og
Noregur njóta á grundvelli EES.
Nú þegar er óvissa meðal breskra
fyrirtækja í flugi og fjármálaþjón-
ustu um aðgang þeirra að Evr-
ópumarkaði og a.m.k. einhverjar
líkur á að þau muni þurfa að flytja
höfuðstöðvar sínar til ESB landa
eftir Brexit. Flest slík fyrirtæki eru
nú þegar byrjuð að teikna upp
ýmsar sviðsmyndir, enda óvissan
um endan lega niðurstöðu mikil og
tíminn fram að útgöngu stuttur.
Michel Barnier, aðalsamninga-
maður ESB, hefur varað Breta við
að menn hafi í reynd ekki lagt
niður fyrir sér hvernig það eigi að
geta gengið upp að ganga úr ESB og
út af innri markaðnum, en halda
samt óbreyttu mynstri viðskipta
við Evrópu. Hann spurði sem dæmi
hvernig menn ætluðu að fara að
því að fara út úr því rafræna upp-
lýsingakerfi sem nú gerir 12.000
breskum vöruflutningabílum á
dag kleift að fara hindrunarlaust
til annarra ESB-ríkja. Svarið við
þeirri spurningu hefur gríðarlega
þýðingu fyrir þau íslensku fyrirtæki
sem landa vöru í Bretlandi og aka
til Evrópu.
Þýðingin fyrir Ísland
Brexit mun án efa hafa áhrif á
íslenska viðskiptahagsmuni.
Við njótum nú þegar fullkomins
aðgangs að breskum markaði og
þau viðskiptakjör geta því trauðla
batnað. Áhrifin geta orðið mjög
ólík eftir atvinnugreinum. Í stöð-
unni eru ýmsar hættur fyrir sjávar-
útvegsfyrirtæki, en að sama skapi
tækifæri fyrir fyrirtæki sem eru í
beinni samkeppni við bresk fyrir-
tæki á Evrópumarkaði. Þá getur
innlend ferðaþjónusta og fjármála-
þjónusta orðið fyrir neikvæðum
áhrifum. Samningar Breta við ESB
og sú innlenda löggjöf sem þeir
munu taka upp í kjölfarið mun
skera úr um þetta.
Brexit – hvað gerist næst?
Eru ríkið og sveitarfélögin
að vinna aðgerðaráætlun um
fyrirhugaðar launahækkanir
starfsmanna ríkis- og sveitar-
félaga?
Brexit mun án efa hafa
áhrif á íslenska viðskipta-
hagsmuni. Við njótum nú
þegar fullkomins aðgangs
að breskum markaði og
þau viðskiptakjör geta því
trauðla batnað. Áhrifin geta
orðið mjög ólík eftir atvinnu-
greinum. Í stöðunni eru
ýmsar hættur fyrir sjávar-
útvegsfyrirtæki, en að sama
skapi tækifæri fyrir fyrirtæki
sem eru í beinni samkeppni
við bresk fyrirtæki á Evrópu-
markaði.
Árni Páll
Árnason
lögfræðingur og
sérfræðingur í
Evrópurétti
Suðurlandsbraut 20
Sími 533 6050
Faxnr. 533 6055
www.hofdi.is
Einstakt tækifæri í ferðaþjónustu – Hús, þar sem rekið er „Gistiheimili“
Suðurlandsbraut 52
108 Reykjavík
Sími 533 6050
Faxnr. 533 6055
www.hofdi.is
Runólfur Gunnlaugsson viðsk.fr. lögg.fast. • Ásmundur Skeggjason lögg.fast.
OPIÐ HÚS á laugardaginn, 1. apríl milli kl.13:30 og 14:30 – Verið velkomin!
Kjarrmói 1 - Selfoss. Eignin er 172,9 fm að stærð á einni hæð, fjögur svefnher-
bergi og stórar glæsilegar stofur, eldhúsið stórt og opið. Hátt til lofts og allar
innréttingar til fyrirmyndar. Heitur pottur er í garðinum og lítið smáhýsi.
– Um er að ræða sölu á eign með rekstrinum og tækjum sem honum fylgir!
- Sjón er sögu ríkari!
Vinsamlega hafið samband við Jóhann Friðgeir sem veitir allar nánari
upplýsingar í síma: 896-3038 eða á johann@hofdi.is
OPIÐ HÚS
Guðríður
Arnardóttir
formaður Félags
framhaldsskóla
kennara og
stjórnarmaður
í Kennarasam
bandi Íslands
Ole Anton
Bieltvedt
alþjóðlegur
kaupsýslumaður
og stjórnmála
rýnir
3 0 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð
3
0
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:5
7
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
9
2
-A
A
4
8
1
C
9
2
-A
9
0
C
1
C
9
2
-A
7
D
0
1
C
9
2
-A
6
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
8
8
s
_
2
9
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K