Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 18
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@frettabladid.is
Efnahagsleg endurreisn Íslands hefur gengið vonum framar eins og flestir mælikvarðar bera með sér. Hins vegar tekur lengri tíma að
endurvekja fullt traust í samfélaginu. Nýjar fréttir af
sölu Búnaðarbankans á sínum tíma eru ekki til þess
fallnar að flýta því ferli og minna okkur svo sannar-
lega á að vanda þarf til verka. Bankar eru í miðju
hagkerfisins og við eigum öll snertifleti við banka í
daglegu lífi okkar á einn eða annan hátt. Þess vegna
skiptir máli að fjármálakerfið njóti trausts.
Fyrsta stig endurreisnar fjármálakerfisins snerist
um að halda greiðslumiðlun gangandi og stofna nýja
banka á grunni þeirra föllnu. Annað stig snerist um
fjárhagslega endurskipulagningu. Vanskil voru há,
skuldir heimila og fyrirtækja þurfti að endurskipu-
leggja auk þess sem vinna þurfti úr ýmsum eignum
sem ekki tengdust kjarnastarfsemi bankanna. Þessu
verkefni er nú lokið. Næsta stig endurreisnar fjár-
málakerfisins snýst um stefnumörkun til framtíðar.
Hvaða starfsemi bankarnir ætla að bjóða upp á,
hvernig efnahagsreikningurinn á að líta út og að þeir
þjóni almenningi og atvinnulífi á hagkvæman hátt.
Regluverk og umgjörð almennt um fjármálakerfið
hefur verið stórbætt á síðustu árum og tekur mið
af alþjóðlegri þróun. Að sumu leyti eru fjármála-
starfsemi meiri skorður settar hér á landi en annars
staðar. Stjórnvöld þurfa á hverjum tíma að meta
hvort þörf sé á breytingum. Að sama skapi þurfa þau
að móta sýn um framtíð fjármálakerfisins.
Frá stofnun bankanna þriggja hafa virkir fjárfestar
ekki komið að þeim. Hluthafar hafa annaðhvort ekki
mátt skipta sér af rekstri þeirra, eins og í tilfelli kröfu-
hafa, eða ekki viljað það sökum armslengdarsjónar-
miða. Til lengri tíma litið er það óheppilegt. Það þarf
virka fjárfesta að bönkum sem og að öðrum fyrirtækj-
um. Hluthafa sem láta sig rekstur banka og framtíð
þeirra varða. Fjárfesta sem vilja taka þátt í næsta stigi
endurreisnar fjármálakerfisins, byggja upp traust og
spila eftir settum reglum. Gagnsæi er forsenda trú-
verðugleika – og traust forsenda viðskipta. Það gildir
meðal annars um eignarhald og fyrirætlanir eigenda.
Næsta stig endurreisnar
Sigurður
Hannesson
framkvæmda-
stjóri hjá Kviku
banka
Það þarf
virka fjárfesta
að bönkum
sem og að
öðrum
fyrirtækjum.
Hluthafa sem
láta sig
rekstur banka
og framtíð
þeirra varða.
Á milli steins og sleggju
Krafa útgerðarmanna um
lækkun veiðileyfagjalda er
háværari nú en nokkru sinni
áður. Beitir eitt fyrirtækjanna,
HB Grandi, saklausum fisk-
verkamönnum á Akranesi fyrir
sig, en þeir missa vinnuna ef
landvinnslu á botnfiski á Akra-
nesi verður hætt. Heiðrún Lind
Marteinsdóttir, framkvæmda-
stjóri SFS, er á milli steins og
sleggju. Hún gætir hagsmuna
útgerðarinnar og fær ríkulega
launað. Á hinn bóginn er hún
innfæddur Akurnesingur og
sveitungar hennar hljóta að
hugsa henni þegjandi þörfina
vegna hótana HB Granda.
Lítið land
Íslendingar eru fámenn þjóð,
um það er engum blöðum
að fletta. Það sýndi sig síðan
rækilega í gær þegar fjallað var
um ótrúlega fléttu sem Ólafur
Ólafsson, kenndur við Sam-
skip, beitti til að sölsa undir sig
Kaupþing. Einn af meðreiðar-
sveinum Ólafs var Bjarki Diego,
eins og rannsóknarnefndin lýsti
ítrekað á fundinum. Þegar rann-
sóknarnefndin sat fyrir svörum
hjá stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd Alþingis í gær tók þar á
móti þeim formaður nefndar-
innar. Sá heitir Brynjar Níelsson
og var verjandi Bjarka Diego
þegar hann hafði réttarstöðu
sakbornings á rannsóknarstigi í
málum er vörðuðu hrun Kaup-
þings. jonhakon@frettabladid.isOPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 | LAUGARDAGA 11 - 16
BÆJARLIND 16 | 201 KÓPAVOGUR | SÍMI 553 7100 | LINAN.IS
Aðkoma þýska bankans Hauck & Auf-häuser að einkavæðingu Búnaðar-bankans var fullkomið sjónarspil og blekking. Þetta má lesa í skýrslu rann-sóknarnefndar Alþingis um málið sem kynnt var í gær.
Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í
Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósenta hlutur ríkisins
í bankanum var seldur í janúar 2003 ólíkt því sem
haldið var fram allt frá upphafi. Ekkert bendir til þess
að ráðherrar eða fulltrúar stjórnvalda hafi haft vitn-
eskju um raunverulega aðkomu þýska bankans. Það er
afdráttarlaus niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis
að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda
og kjölfar sölunnar.
Gögn nefndarinnar sýna að dagana áður en skrifað
var undir kaupsamninginn 16. janúar 2003 stóð hópur
manna að gerð leynilegra baksamninga við Hauck &
Aufhäuser um hlut bankans í Eglu hf. Baksamning-
arnir fólu í sér að þýski bankinn var í reynd aðeins að
nafninu til meðal kaupenda að hlut ríkisins í Bún-
aðarbankanum. Með fjölda leynilegra samninga og
millifærslum á fjármunum var þýska bankanum tryggt
skaðleysi af viðskiptunum.
Helsti hvatamaður og leiðtogi að kaupum S-hópsins
í Búnaðarbankanum var Ólafur Ólafsson. Það er niður-
staða rannsóknarnefndar Alþingis að ekkert bendi til
að aðrir hafi átt þátt í eða vitað af baksamningunum.
Ólafur hagnaðist líka með beinum hætti fjárhagslega
á fléttu um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupum á
Búnaðarbankanum, eins og rakið er í skýrslu nefndar-
innar. Af 100 milljóna dollara hagnaði sem myndaðist
í fléttunni runnu 57,5 milljónir dollara á endanum til
félags sem var í eigu Ólafs, Marine Choice Limited, og
stofnað af lög fræði stof unni Moss ack Fon seca í Panama
en skráð á Tortóla á Jómfrúaeyjum. Fjárhæðinni var
síðan ráðstafað til dreifðra fjárfestinga í erlendum verð-
bréfum. Það þarf mjög frjóa hugsun til að skálda svona
ævintýraskap og því enn dapurlegra að hann sé sannur.
Ólafur vildi ekki svara spurningum rannsóknar-
nefndarinnar og var á endanum skyldaður til þess
af dómstólum. Þegar Ólafur gaf loksins skýrslu fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur gat hann ómögulega munað
neitt um viðskiptin sem skiptir máli. „Ég, þú getur ekki
ætlast til þess að ég sé hérna, 15 árum síðar, að svara
getgátum fjölmiðla. Bara I’m sorry,“ sagði hann.
Þræðir Ólafs Ólafssonar eru alltumlykjandi í málinu.
Rétt eins og í Al-Thani málinu sem hann hlaut þungan
fangelsisdóm fyrir. Hér var um að ræða fléttu af sama
meiði. Erlendur fjárfestir var fenginn til að ljá málinu
trúverðugleika í þeim tilgangi að blekkja stjórnvöld og
almenning. Tilraunir Ólafs til að hreinsa mannorð sitt
eftir dóminn í Al-Thani málinu verða dálítið aumk-
unarverðar þegar aðrir umdeildir samningar hans eru
settir í samhengi. Hann, lögmenn hans, PR-fulltrúar og
nánustu aðstandendur hafa ítrekað reynt að kasta rýrð
á störf dómstóla í fjölmiðlaherferð um ætlað sakleysi
hans. Það verður verkefni sagnfræðinga framtíðarinn-
ar að gera upp viðskiptaferil hans á Íslandi og komast
að því hversu stór hluti auðæfa hans er ávöxtur leyni-
makks og blekkinga.
Blekking
Þræðir Ólafs
Ólafssonar
eru alltum-
lykjandi í
málinu. Rétt
eins og í
Al-Thani
málinu sem
hann hlut
þungan
fangelsisdóm
fyrir.
3 0 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð
SKOÐUN
3
0
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:5
7
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
9
2
-9
6
8
8
1
C
9
2
-9
5
4
C
1
C
9
2
-9
4
1
0
1
C
9
2
-9
2
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
8
8
s
_
2
9
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K